Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.5.2007 | 20:38
Þegar stórt er spurt...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.5.2007 | 14:09
Vörður varðanna?
Það er komið fram að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, einn umsækjenda um embætti Ríkissaksóknara sé búinn að draga umsókn sína til baka. DV greindi frá því í dag og jafnframt að búist sé við að Jón H.B. Snorrason verði skipaður í þetta lykilembætti æðsta handhafa ákæruvaldsins í landinu. Samkvæmt mínum heimildum er ekki ólíklegt að fleiri umsækjendur en Jóhannes Rúnar eigi eftir að draga umsóknir sínar til baka.
Umsækjendur voru allir fimm kallaðir í viðtöl við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í síðustu viku. Að þeim loknum var þeim tilkynnt að ákvörðun um veitingu embættisins yrði tekin og kynnt 4. maí. Þann dag barst umsækjendum svo tölvupóstur þar sem fram kom að ákvörðun hefði verið frestað og yrði hún tilkynnt síðar.
Samkvæmt mínum upplýsingum lásu amk nokkrir umsækjendur þannig í viðtal sitt við ráðherrann að hann hefði í hyggju að skipa Jón H. B. Snorrason í embættið. Það var í framhaldi af því sem Jóhannes Rúnar dró sig í hlé. Jón er nú aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík og undirmaður Stefáns Eiríkssonar, nýs lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Áður var hann undirmaður Haralds Johannessen, ríkislögreglustjóra, sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar þess embættis og saksóknari í efnahagsbrotamálum. Hann er sagður í nánum og miklum tengslum við þessa tvo yfirmenn þeirra tveggja lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu sem ríkissaksóknaraembættið á mest samskipti við og hefur eftirlit með.
Árangur Jóns við saksókn efnahagsbrotamála hefur ekki þótt öfundsverður og fáir kollegar hans í stétt lögfræðinga og lögmanna telja að saksóknaraferill hans sé til þess fallinn að mæla sérstaklega með honum í embætti ríkissaksóknara. En boltinn er nú hjá Birni Bjarnasyni, framherja Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Lögfræðingar landsins fylgjast spenntir með. Ætlar Björn sér virkilega að skipa Jón í embættið og jafnvel fyrir kosningar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 13:59
Bíða fyrstu tölur meðan Eurovision klárast?
Ætli það sé rétt, sem haldið er fram, að RÚV hafi farið þess formlega eða óformlega á leit við kjörstjórnirnar í landinu að þær bíði með að birta fyrstu tölur úr kosningunum á laugardagskvöld þar til RÚV er búið að klára útsendingu sína frá Eurovision?
8.5.2007 | 13:57
Gæðablogg um valkreppu
Blogg Péturs Tyrfingssonar er alltaf athyglisverð lesning. Nú er Pétur að velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera á laugardaginn. Hann hefur fylgt VG að málum enda rótgróinn í vinstri hreyfingunni en það eru komnar vöflur á sálfræðinginn. Hann horfði á nærmynd af Steingrími J í sjónvarpinu, settist niður við skriftir og segir:
Forystumaður í stjórnmálaflokki sem hefur ekki ræktað karakter sinn betur en þetta á meir en tveggja áratuga streði í stjórnmálavafstrinu verður stórhættulegur ef flokkur hans lendir í vandræðum, upp koma deilur eða kreppuástand. Slíkt getur gerst í öllum stjórnmálaflokkum. Því efast ég mjög um alhliða leiðtogahæfileika mannsins og ótruflaða framsýni fyrir hönd heildarhreyfingar sósíalista og vinstrimanna....Ég hef verið stuðningsmaður Vinstri-Grænna þau ár sem sá flokkur hefur starfað. ... Renna nú á mig tvær grímur. Hvað er það sem í raun og sannleika réttlætir klofning hreyfingarinnar í þessa tvo flokka? Ekki eru það þau mál sem við flokkum undir lífskjör launafólks og velferðar- og heilbrigðismál. Þar er varla nema blæbrigðamunur á og varla greinanlegur. Ekki verður annað séð en báðir flokkar séu trúir félagshyggju í mennta- og skólamálum. Varla er hægt að halda því fram að mismunandi stefna í kvenfrelsis- og jafnréttismálum réttlæti tvo stjórnmálaflokka.
Miklu meira hér.
7.5.2007 | 19:50
Hvað liggur á?
Það var með ólíkindum að hlusta á frétt Ríkissjónvarpsins um vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins við það að auglýsa laust til umsóknar embætti vararíkislögreglustjóra, næstæðsta embætti s lögreglunnar í landinu. Það var eingöngu auglýst í leyni á vef Lögbirtingablaðsins og sama auglýsing svo birt í prentútgáfu Lögbirtings daginn sem umsóknarfrestur rann út, nú rétt fyrir kosningar. Eini maðurinn, sem vissi af auglýsingunni og sótti um í tæka tíð, er mér sagt að sé sonur ritara dómsmálaráðherra.
Sá heitir Páll Winkel og er nýtekinn við starfi hjá Ríkislögreglustjóra en var áður framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Páll er líklega þekktastur fyrir grein sem hann birti 3. febrúar sl. í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Hvenær brýtur maður lög? en þar hjólaði hann í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vegna Baugsmálsins og sagði meðal annars: "Það er athyglisvert að greina röksemdafærslu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem haldið hefur því fram og síðast nú á dögunum að ákæruvaldið sé "handbendi" Sjálfstæðisflokksins."
Sú aðferð sem viðhöfð var við að auglýsa embætti vararíkislögreglustjóra ýtir væntanlega undir getsakir um að Páll mundi koma illa út úr faglegum samanburði við aðra umsækjendur ef embættið hefði verið auglýst fyrir opnum tjöldum og með eðlilegum hætti. Hvort sem formlegum skilyrðum laga um auglýsingu opinberra embætta er fullnægt eða ekki gefa vinnubrögðin til kynna að málið sé rekið áfram og að málstaðurinn standist illa gagnrýni. Er óþarfi að láta Pál liggja undir slíku ámæli og sjálfsagt að auglýsa embættið að nýju með eðlilegum hætti.
Maður hlýtur að ætla að nú taki Geir H. Haarde sjálfur eða þá erindrekar hans dómsmálaráðherra á beinið og setji honum stólinn fyrir dyrnar um embættisveitingar fram að kosningum. Og í því sambandi er rétt að benda á að nú hefur dómsmálaráðherra á borði sínu umsóknir um embætti ríkissaksóknara, sem hann auglýsti og kaus að láta umsóknarfrestinn renna út rétt fyrir kosningar. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að dómsmálaráðherra fylgi fordæmi félagsmálaráðherra sem auglýsti á dögunum lausa til umsóknar stöðu skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu en lét umsóknarfrestinn renna út löngu eftir kosningar, þannig að það komi í hlut þess sem gegnir embætti ráðherra á næsta kjörtímabili að skipa í embættið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.5.2007 | 14:53
Kristján Þór og Stjáni blái
Sjálfstæðismenn segja fátt í þessari kosningabaráttu og það litla sem þeir segja reyna þeir að draga til baka jafnóðum. Ásta Möller skipti um skoðun á ljóshraða í beinni útsendingu þegar verið var að ræða forsetann og stjórnarmyndun. Geir H. Haarde setti allt á fullt þegar farið var að tala um áhuga sjálfstæðismanna á einkavæðingu Landsvirkjunar og dró svo vel í land að síðan hefur ekki verið á það minnst. Í dag var Kristján Þór Júlíuson í hádegisfréttum Stöðvar 2 að reyna að hlaupast undan því sem hann sagði á vinnustaðafundi hjá Sæplasti í Dalvík og hefur sagt víðar á vinnustöðum að þetta ríkisstjórnarsamstarf verði ekki endurnýjað og að hann sjái helst fyrir sér stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á næsta kjörtímabili.
Það var broslegt að sjá Kristján Þór reyna að hlaupast undan þessu. Hann neitaði aðeins að þetta hefði verið á opnum fundi, sem hvergi hafði verið fullyrt. Hann kannaðist við að hafa látið ummælin sjálf falla en það hefði verið í glensi. Ekki föttuðu þó allir brandarann og var mikið um þetta rætt manna á meðal og sama hefur verið upp á tengingnum á fleiri vinnustaðafundum í kjördæminu.
Að lokum þetta: Segir Kristján Þór eitt á vinnustaðafundum og annað á opnum fundum? Eru Kristján Þór og Stjáni blái ekki einn og sami maðurinn? Er hann í skemmtireisu eða á kosningaferðalagi um kjördæmið? Er hann ekki að biðja um traust almennings til að verða 1. þingmaður kjördæmisins?
Eftirmáli, smá upprifjun. Kristján Þór Júlíusson í viðtali við Dag, árið 1988:
Ég er ekki bundinn neinum flokkspólitískum böndum, enda held ég að myndi þrífast ákaflega illa í einhverjum flokki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2007 | 14:39
Nú og þá
Sniðugt myndband með Steingrími J. þá og nú
7.5.2007 | 00:10
Ótti við nærveru og ótti við fjarveru
Forseti Íslands er nú á sjúkrahúsi en sem betur fer er ekki talið að veikindi hans séu alvarleg. Megi hann komast til heilsu fljótt og vel.
Í kjölfar frétta af veikindum forsetans hefur athyglisverð umræða átt sér stað á bloggi Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur, Samfylkingarkonu. Bryndís óttast að fjarvera forsetans geti sett strik í stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Hún lýsir áhyggjum af því að handhafar forsetavalds sinni skyldum forsetans við stjórnarmyndun en í því þríeyki hefur Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta, sem kunnugt er, Bryndís óttast að fjarvera forsetans auki líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn leiði næstu ríkisstjórn.
Síðastliðinn sunnudagsmorgun henti það Ástu Möller að opinbera í bloggi ótta sinn og fleiri sjálfstæðismanna vð nærveru forsetans við stjórnarmyndun. Ásta óttaðist að nærvera forsetans drægi úr líkum á því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði næstu ríkisstjórn. Það er illa varðveitt leyndarmál að sjálfstæðismenn hafa lengi óttast það að forseti Íslands geti gerst plássfrekur við stjórnarmyndunarviðræður og jafnvel ráðið þar úrslitum.
Að vísu róaðist Ásta undraskjótt. Sama kvöld lýsti hún með ógleymanlegum hætti fullu trausti á því að forsetinn þekkti og mundi virða skyldur sínar við stjórnarmyndun. Skildi ég hana þannig að hún hefði verið fullvissuð um að enginn munur væri á hugmyndum Ólafs Ragnars Grímssonar og sjálfstæðismanna um hlutverk og vald forstans, skv. stjórnarskránni. Voru það nokkur tíðindi.
Það var talsvert hneykslast og hlegið að þessari uppákomu hjá Ástu. Hæst hlógu Samfylkingarmenn, t.d. þessi og þessi. Í leiðinni hneyksluðust þeir á að hún léti sér til hugar koma að forsetinn misbeitti valdi sínu til að hafa áhrif á stjórnarmyndun. Guðmundur Steingrímsson, sagði að Ásta hefði gert þau reginmistök að taka undir með Reykjavíkurbréfi og sagði:
Nú ætluðu þeir að sá tortryggni í garð forsetans. Að hann myndi hafa "óeðlileg afskipti" eins og það heitir, af stjórnarmyndunarviðræðum.
En nú kemur Bryndís Ísfold fram og sýnir okkur að nákvæmlega sami óttinn býr í hjörtum Samfylkingarfólks og sjálfstæðismanna, bara í annarri mynd. Báðar óttast að Ólafur Ragnar ráði úrslitum. Ásta óttaðist áhrifin af nærveru hans en Bryndís óttast nú áhrifin af fjarveru hans. Þarf nú ekki Samfylkingin að róa Bryndísi og fullvissa hana um að þetta sé óþarfi og forsetinn hafi auðvitað engin "óeðlileg afskipti" af stjórnarmyndunarviðræðunum. Þarf ekki Samfylkingin að minna Bryndísi Ísfold á að trúa ekki Reykjavíkurbréfinu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.5.2007 | 23:39
Einkavæðingarfíknin
Félagi minn var að benda mér á að í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um iðnaðarmál hefði verið laumað inn eindreginni stefnu um einkavæðingu í heilbrigðis-, orku- og menntamálum. Þar segir:
Einkavæðing bankanna hefur sýnt okkur þann kraft sem leysist úr læðingi við það að einkaaðilar taki við rekstri. Nýsköpun og þróunarstarf þessara fyrirtækja hefur skilað þeim góðum árangri bæði hér heima og erlendis. Því ber að huga að enn frekari einkavæðingu á öðrum sviðum s.s. á sviði heilbrigðis-, mennta- og orkumála.
6.5.2007 | 09:37
Spámaður á Dalvík: D og S í næstu stjórn
Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í í Norðausturkjördæmi, var á kosningafundi í Dalvík í síðustu viku en þar bjó hann árum saman og hóf pólitískan feril sinn í bæjarstjórastólnum þar. Á fundinum sagði Stjáni blái að ríkisstjórnarsamstarfinu væri lokið hvernig sem kosningarnar færu. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn.
Best gæti ég trúað því að þetta væri rétt hjá honum Kristjáni Þór og að það væri jafnvel búið að ganga frá þessu. Í þeirri ríkisstjórn er ekki ólíklegt að Kristján L. Möller oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verði ráðherra. Það er hins vegar afar ólíklegt að Kristján Þór Júlíusson stökkvi beint inn í ríkisstjórn. Hann yrði þess vegna að láta sér nægja þrenn laun, amk fram eftir kjörtímabili, þ.e. þingfararkaup, biðlaun bæjarstjóra, og laun forseta bæjarstjórnar. Ráðherralaunin koma kannski seinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 537234
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar