Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
17.5.2007 | 14:14
Hver á svartapétur?
Í hádegisviðtali Stöðvar 2 í gær kom algjörlega í ljós hver það er sem er ábyrgur fyrir því að ekkert er í spilunum sem gefur til kynna að hér verði mynduð þriggja flokka vinstri stjórn að þessu sinni. Steingrímur J. Sigfússon situr uppi með þann svartapétur.
VG sleit R-listasamstarfinu í borginni, tók þá ákvörðun að nota olíusamráðsmálið og þátt Þórólfs Árnasonar sem yfirvarp til þess. Planið var að komast í oddaaðstöðu og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar reyndi Árni Þór Sigurðsson að leggja grunn að slíku samstarfi í viðræðum við núverandi borgarstjóra. VG hefur í aðdraganda þessara þingkosninga og síðast en ekki síst með ótrúlegum yfirlýsingum allt frá því að kosningum lauk talað með þeim hætti að það er ljóst að eina stjórnarþátttakan sem VG hefur gefið kost er tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta finnst mér augljóst að flokkurinn hafi ákveðið fyrirfram í þessari stöðu. Steingrímur J er með framsókn á heilanum, talar um helför flokksins og stóriðjustefnu Framsóknarflokksins án þess að leiða einu sinni hugann að því hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er til stóriðju.
Guðmundur Steingrímsson skrifar innblásið ákall um myndun R-listastjórnar á bloggið sitt en segist svo farinn upp í sveit þannig að líklega er hann ekki vongóður um að uppskera árangur erfiðis síns. Mér segir svo hugur að það sé rétt mat. Vonbrigði yngra fólks í Samfylkingunni eru mikil og raunveruleg, þau vildu festa flokkinn í sessi sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Á Mannlífsvefinn er kominn moli með þeim skilaboðum að Össur sé ekki maðurinn sem er að koma á samstarfi Samfylkingar við Sjálfstæðisflokk og að það sé heiðurskvennasamkomulag (ISG og ÞGK?) um að Samfylkingin muni til þrautar reyna að ná saman við Sjálfstæðisflokk áður en aðrir möguleikar verði skoðaðir.
Þannig að þetta eru nú ávextirnir á trénu hans Steingríms J. Sigfússonar, eins og mál líta út nú. Verði niðurstaðan sú að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking nái saman, verður hans minnst sem guðföður þeirrar stjórnar. Höfuðandstæðingur VG er hitt félagshyggjufólkið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2007 | 10:26
Bloggrúntur
Í gærkvöldi kom fram í Íslandi í dag að heimildir séu fyrir því að einhvers konar viðræður milli VG og Sjálfstæðisflokks séu í gangi. Í tilefni af því tók ég smá bloggrúnt og fann þetta:
Paul Nikolov, nýr varaþingmaður VG, segir: Þjóðin er búin að tjá sig um málinu - tveir flokkanir sem hún hefur sýnt það mesta uppsveiflan í stuðning eru Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-Grænn. Enginn hefur bætt við sig eins mikið og VG. Hinir hafði annaðhvort missti smá stuðning (Samfylking) hélt sitt stuðning (Frjálslyndir) eða misst næstum því helmingur stuðningsmanna og hefur aldrei fékk eins minnsta stuðning í síðasta 90 ára og hann á í dag (Framsókn). Það væri skynsamlegt ef ríkistjórnin myndi endurspegla rödd landsins með þessi staðreyndum í huga.
Anna Ólafsdóttir Björnsson var einu sinni á þingi fyrir Kvennalistann en er nú í VG. Hún segir þetta: "Nú er sú staða komin upp að ef Vinstri græn fara í ríkisstjórn (og þar sé ég eins og sakir standa ekki annan kost en DV stjórnina og hef fært fyrir því rök) þá væri hreyfingin í allt annarri aðstöðu en Kvennalistinn var á sínum tíma. Helsti munurinn, og sá sem mestu máli skiptir, er að VG færi í stjórn á þeim forsendum að geta haft veruleg áhrif í stjórnarsamstarfi." Áður var hún búin að skipta ráðuneytum milli VG og Sjálfstæðisflokksins í þessum pistli hér.
Jenný er virkur bloggari og í VG. Hún horfði á Ísland í dag í gærkvöldi og veltir fréttunum fyrir sér. Segir þetta um könnun Fréttablaðsins í dag: "14% vilja VG og íhaldið. Ég er ein af þeim. Úr því að draumar um vinstri stjórn virðast brostnir þá sýnist mér þetta ágætur kostur."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2007 | 10:25
Krísa?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2007 | 10:41
Séð og heyrt
Einar Sveinbjörnsson skrifar grein í Moggann í dag og segir:
Kosningaúrslitin hvað varðar Framsóknarflokkinn eru skýr. Hann missir 5 af 12 þingmönnum sínum og nærfellt annað hvert atkvæði tapast í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi. [...] Allar hugmyndir þess efnis að Framsóknarflokkurinn haldi áfram ríkisstjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum við þessi skilyrði eru fráleitar. Að sama skapi er tal um annars konar stjórnarþátttöku út í hött. Allra síst á Framsóknarflokkurinn að leiða VG til valda, þann flokk sem með ófyrirleitni og á stundum hreinum níðingsskap hefur hamast á Framsóknarflokknum um langa hríð. Forysta flokksins verður að skilja skilaboð kjósenda og Framsóknarflokkurinn með lægsta fylgi í sinni 90 ára sögu getur fátt annað gert en að sleikja sárin í stjórnarandstöðu. Hann taki sér nú góðan tíma til að skipuleggja
pólitíska viðspyrnu og endurmeti stefnu sína og starfshætti. Þannig hefji menn nýja sókn til fyrri stöðu flokksins þar sem stefnan verði sett á 20% fylgi í næstu kosningum. Í mínum huga væri framhald núverandi stjórnarsamstarfs vanhugsað feigðarflan fyrir Framsóknarflokkinn. Það fer ekkert á milli mála að fjölmargir framsóknamenn úr grasrótinni eru á þessari sömu skoðun.
Auðbjörg Ólafsdóttir, skrifar í Viðskiptablaðið og segir:
Flest framsóknarfólk er nú sammála um að nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að taka ekki þátt í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Ljóst er að ef forysta flokksins hlustar ekki á grasrótina og heldur áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn mun flokkurinn sennilega þurrkast út á næsta kjörtímabili.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.5.2007 | 19:56
Meðvituð breikkun...
Hugmynd VG um að Framsóknarflokkurinn verji minnihlutastjórn VG og Samfylkingar er annað hvort meðvituð tilraun VG til að eyðileggja möguleika á myndun ríkisstjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins eða þá til marks um ótrúlegan skort á pólitísku næmi og tímaskyni af hálfu VG.
Alveg rétt, minnihlutastjórnir hafa iðulega setið við völd á Norðurlöndum. En þær eru engu að síður neyðarúrræði sem menn grípa til þegar stjórnarkreppa blasir við, það er bara ekki hægt að trúa því að mönnum sé alvara með að kasta þeim fram á fyrstu metrum, þegar það virðast amk fjórir aðrir möguleikar á meirhlutastjórn í stöðunni. Þegar þetta ótrúlega tilboð bætist við eggjahljóðið sem maður hefur heyrt frá VG í garð Sjálfstæðisflokksins fyrir og eftir kosningar finnst mér blasa við að líta á þetta sem örvæntingarfulla tilraun til þess að: 1. reyna að slíta framsókn úr faðmi sjálfstæðismanna svo að VG komist sjálfir í þann eftirsótta faðm. 2. friða bakland VG, þannig að hægt sé að selja því að það sé framsókn að kenna að VG hafi ekki átt kost á vinstra samstarfi. VG er hvort sem er vant að reyna að kenna framsókn um allt það sem miður fer.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.5.2007 kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.5.2007 | 23:09
Spegill, spegill
Á kjördag fyrir réttu ári fór mótmælaganga um miðborg Reykjavíkur. Kolbrún Halldórsdóttir taldi gönguna til marks um þann stuðning sem VG nyti í borginni. Núverandi starfsmaður VG var einn skipuleggjenda. Þar var borið skilti með áletruninni "Drekkjum Valgerði". Spurð álits á uppátækinu sagði þessi starfsmaður VG að skipuleggjendum þætti miður að Valgerður hafi tekið þessum orðum persónulega. "Þetta var komið í fjölmiðlana áður en að við gátum við ráðið en þetta er náttúrulega ekkert á okkar vegum þessi borði. Þetta er ekki á vegum Íslandsvina, þannig að ég get ekkert svarað fyrir það en mér finnst mjög ólíklegt að það verði farið út í ofbeldið."
Skipuleggjendur göngunnar gerðu engar ráðstafanir til að fjarlægja þennan borða, firrtu sig aðeins ábyrgð á honum um leið og VG eignaði sér fylgi göngumanna. Ég minnist þess ekki heldur Steingrímur hafi séð ástæðu til þess að fordæma þetta atvik né minnist ég þess að aðrir forsvarsmenn VG hafi gert það. Ég minnist þess hins vegar að ýmsir VG menn hafi talið ráðherrann gera úlfalda úr mýflugu með því að kveinka sér undan þessu. Á bloggsíðum einstaklinga sem tengdir eru VG kepptist hver um annan þveran við að gera sem minnst úr þessu og saka ráðherrann um móðursýkisleg viðbrögð þegar hún óskaði eftir að lögregla kannaði hvort alvara byggi að baki hótuninni. Maður sem iðulega er gestapenni á heimasíðu Ögmundar Jónassonar skrifaði í Moggann, sakaði ráðherrann um ómerkilegan málatilbúnað með því að kvarta undan þessu og hvatti hana til að leita læknisaðstoðar frekar en lögregluaðstoðar.
Svo eru það þessi ummæli Ögmundar sjálfs á heimasíðunni hans nýlega: "Hvað Framsókn varðar finnst mér að fólk eigi að halda áfram að vera góðhjartað. Mesta náð og líkn sem ég get hugsað mér Framsóknarflokknum til handa er að kjósendur sameinist um að leggja þann flokk til hinstu hvílu. Í því væri fólgin mikil miskunnsemi. Kv. Ögmundur"
Í kvöld óskaði Steingrímur J. Sigfússon eftir því að Jón Sigurðsson bæði hann afsökunar á því að ungir framsóknarmenn hafa gert teiknimynd af stoppkalli, sem óneitanlega líkist Steingrími J. Sigfússyni og er augljós gagnrýni á málflutning Steingríms. Í öðrum sjónvarpsþætti nýlega nefndi Steingrímur þessa teiknimynd einnig og reyndi þá ranglega að tengja hana við fyrirtæki sem rekið er af syni Jóns.
Reyndar virðist honum Framsóknarflokkurinn svo ofarlega í huga að í sjónvarpsþættinum í kvöld henti það hann að kalla Guðjón Arnar Guðjón Ólaf. (Steingrímur kallaði Guðjón Ólaf "háttvirtan yfirgjammara" í þingræðu nýlega) Og enginn sem horfði á Kastljóssþáttinn um skattamál gleymir því í bráð hvernig Steingrímur J. hellti sér þar yfir ungan framsóknarmann sem beindi til hans spurningu sem Steingrími fannst óeðlileg. Sök þess unga manns virtist fyrst og fremst sú að hann var framsóknarmaður og því hvorki verður kurteisi í ávarpi né öðrum samskiptum við Steingrím J.
Steingrímur hefur kallað andstæðinga sína á þingi gungur og druslur, kallað þá fífl, beðið þá þegja og almennt gengið manna harðast fram í brigslum og svívirðingum um ýmsa andstæðinga sína í íslenskri pólitík undanfarin ár.
Barmmerkin Zero Framsókn, Aldrei kaus ég framsókn hefur hann varið, útgefna bók forsvarsmanns VG í Reykjavík með níðvísum um framókn, hefur hann aldrei gert athugasemd við.
Nú er hann friðlaus út af teiknimynd ungra framsóknarmanna þar sem skopmynd af honum bregður fyrir og krefst þess opinberlega að formaður Framsóknarflokksins leggist í duftið.
Blessaður maðurinn, guð hjálpi honum, gefi honum logn í höfði og frið í hjarta, þannig að hann megi njóta til fulls með sínu fólki þess ágæta sigurs sem hann vann í kosningunum um helgina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.5.2007 | 17:07
Grasrótin talar
Úr grasrót Framsóknarflokksins:
Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar á Húsavík: Kjósendur hafa talað og skilaboð þeirra eru skýr. Framsóknarflokkurinn á ekki að fara í ríkistjórn. Til þess hefur hann ekkert umboð.
Ragnar Bjarnason, formaður Framsóknarfélags Reykdæla: Hins vegar er það alveg á hreinu og núverandi ríkisstjórn er ekki að fara að sitja áfram, einfalt mál. Það var ljóst alveg um leið og fyrstu tölur lágu fyrir í gærkvöldi.
Eygló Harðardóttir, skipaði 4. sæti á B-lista í Suðurkjördæmi: En líkt og Jón sagði þá er það ekki okkar að ákveða hverjir verða næst í stjórn.
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, sem skipaði 3ja sæti í Reykjavík norður: Nú er svo komið fyrir okkur Framsóknarmönnum að við VERÐUM að fara í stjórnarandstöðu og byggja okkur upp.
Gestur Guðjónsson: En fyrir höndum liggur stjórnarandstaða fyrir Framsókn og uppbygging, skemmtileg uppbygging.
Ætli þingmennirnir lesi Moggabloggið? Að lokum þessi frétt á Vísi: Nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi, segir meiri grundvöll fyrir vinstristjórn með þáttöku Framsóknarflokksins heldur en að Framsókn starfi áfram með Sjálfstæðisflokki. Þessi orð lét hann falla í Silfri Egils eftir hádegi í dag. Þessi meirihluti er mjög veikur og ég tel ekki mjög sennilegt að stjórnin haldi áfram við þessar aðstæður," sagði Bjarni meðal annars. Ég held að eðlilegast sé að flokkurinn endurmeti sína stöðu." Bjarni sagði Framsóknarflokkinn ekki munu standa í vegi fyrir umræðum um myndun vinstristjórnar. Ég tel meiri grundvöll fyrir þriggja flokka vinstristjórn heldur en áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi. Ég tel það að mörgu leyti miklu farsælla," sagði nýji þingmaðurinn meðal annars í þættinum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2007 | 13:02
Hún er búin að vera
Auðvitað er ríkisstjórnin búin að vera, Jón Sigurðsson er búinn að lýsa því yfir í raun, gerði það strax og fyrstu tölur lágu fyrir þegar hann sagði að frumkvæðið yrði annarra. Skilaboðin úr kosningunum til framsóknar eru þau að stíga til hliðar og huga að sínum málum. Ekkert hefur komið frá Jóni Sigurðssyni sem breytir þeirri yfirlýsingu hans og í raun vakti hún ótrúlega litla athygli. Spurningin um hvort stjórnin standi eða falli óháð útkomu flokkanna sem hana mynda er tilbúningur fjölmiðla. Hins vegar er það augljóslega Geir H. Haarde í hag að tefja það að forseti Íslands komi inn í dæmið. Hann er með öll tromp á hendi. VG og Samfylkingin eru í kapphlaupi um að komast heim með Geir.
Fyrir Framsóknarflokkinn hér á höfuðborgarsvæðinu er þessi niðurstaða eins vond og hún gat orðið, að mínu mati, ekki óvænt, þetta er nánast það sama sem uppsafnaða Gallup könnunin sagði í vikunni fyrir kosningar en þingflokkinn mynda næstu fjögur ár sex þingmenn af landsbyggðinni með Siv sem eina fulltrúa um 7.500 kjósenda flokksins á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2007 | 10:57
Út að kjósa
Loksins er komið að kosningum og ef marka má kannanir bendir flest til þess að 12 ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sé að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í nokkuð góða kosningu en Framsóknarflokkurinn í afleita.
Baráttunni lauk með formannafundi á Ríkissjónvarpinu í gær og ég held að sá þáttur hafi ekki valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir nokkurn flokkanna. Samt fannst mér þetta langbesta frammistaða Jóns Sigurðssonar í sjónvarpsþáttum í allri baráttunni, hann var gríðarlega öflugur í umræðum um heilbrigðismál, skattamál, orkumál. Jóni virtist koma á óvart í upphafi þáttarins að menn væru farnir að tala um að framsóknarmenn hefðu háð neikvæða kosningabaráttu - og lái honum hver sem vill. Var sú umræða með ólíkindum rétt eins og það að sjá Steingrím verja auglýsingu Jóhannesar í Bónus af sannfæringu. Steíngrímur hélt því fram að sonur Jóns eða auglýsingastofa hans hefði gert teiknimyndaauglýsingua um stoppkallinn. Það er rangt. Í lok þáttarins fannst mér eins og enn vantaði mikið á að VG hefði sýnt fram á að VG væru samstarfshæf í ríkisstjórn. Tal Steingríms um að framkvæmdir fyrir austan hefðu fyrst og fremst styrkt atvinnulífið í Póllandi og Kína og að hann væri á móti iðnvæðingu en með öllu hinu atvinnulífinu fór langt með að innsigla það í mínum huga.
Það skiptir gríðarlega miklu fyrir Framsóknarflokkinn að Jón Sigurðsson, formaður flokksins nái kjöri. Ég kýs í Reykjavík norður. Nú er að drífa sig á kjörstað. Leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar. Komaso.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2007 | 11:22
Fjölgar ógildum atkvæðum fyrir tilstuðlan Jóhannesar í Bónus?
Ég heyri menn lýsa áhyggjum af því að hvatning Jóhannesar Jónssonar til kjósenda Sjálfstæðisflokksins um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Björn Bjarnason fjölgi stórlega ógildum atkvæðum í kosningunum á morgun.
Kjósendur annarra flokka telji sig geta gert Jóhannesi það til geðs að strika út Björn þótt þeir kjósi aðra flokka. Með því móti yrði atkvæði ógilt. Eingöngu aðrir sjálfstæðismenn en Jóhannes geta orðið við hvatningu hans án þess að ógilda atkvæði sitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar