Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
22.4.2007 | 15:11
Árni bak við tjöldin
Árni Johnsen er greinilega að slá í gegn hjá kjósendum á Suðurlandi. Miðað við könnun Gallup fengið Sjálfstæðisflokkurinn 40,9% fylgi í kjördæminu og er í mikilli sókn.
Það er greinilegt að Árni Johnsen er að vinna vel bak við tjöldin, eða amk er hann ekki framan við tjöldin, Sunnlendingar hafa spurt sig hvar hann væri eiginlega. Hann hefur verið lítið sýnilegur á fundum frambjóðenda, mætti t.d. ekki nýlega á fjölmennan fund frambjóðenda á Flúðum. Styrkur Árna hefur ekki síst legið í því að rækta vel kjósendur í uppsveitum og halda við þá persónulegu sambandi. Þess vegna voru margir hissa á að Árni sé lítið sýnilegur á svæðinu.
Það vakti svo athygli í kjördæmaþættinum í Sjónvarpinu í dag þegar Bjarni Harðarson sakaði Árna Mathiesen og aðra sjálfstæðismenn að gera allt sem þeir geta til þess að vinna gegn hugmynd Árna Johnsen um jarðgöng til Vestmannaeyja, Bjarni segir að það séu flokksmenn Árna sem séu honum erfiðastir í taumi við að vinna að framgangi þeirrar hugmyndar.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2007 | 18:08
Langt í skólann
Athyglisverðar upplýsingar koma fram í grein Guðjóns Ólafs Jónssonar í Mogganum í dag um afstöðu VG og Frjálslyndra til húsnæðismála námsmanna. Guðjón var á fundi hjá Stúdentaráði með Kolbrúnu Halldórsdóttur, Jóni Magnússyni og fleirum. Hann segir svo frá:
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, taldi hins vegar bestu lausnina þá að stúdentum við Háskóla Íslands yrði komið fyrir í fyrrverandi húsnæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, og þaðan gætu þeir ekið kvölds og morgna til náms í Reykjavík. Undir þessa hugmynd tók Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslynda flokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.4.2007 | 23:10
Þá er það ákveðið
Í Viðskiptablaðinu í dag er beint spurningum um ýmislegt sem að atvinnulífi snýr til formanna þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á alþingi. Fátt kemur á óvart í svörunum en þó er eitt sem mér finnst ástæða til að halda til haga. Allir fimm taka þeir líklega í þá hugmynd að atvinnuvegaráðuneytin, þ.e. sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti verði sameinuð í eitt.
Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún og Jón Sigurðsson vísa öll til þess að þetta sé á stefnuskrá flokka þeirra. Steingrímur J segir að það kæmi vissulega til greina en þá sem hluti af víðtækari endurskipulagningu ef ég skil hann rétt. Hann segir að endurskipuleggja þurfi fleira og amk sameina lífeyrismál, félagslega framfærslu og þau mál í einu ráðuneyti sem nálgist að geta kallast velferðarráðuneyti og létta þannig á heilbrigðisráðuneytinu, einnig þurfi að styrkja umhverfisráðuneytið. Guðjón Arnar segir að frjálslyndir séu ekki mótfallnir sameiningu atvinnuvegaráðuneytanna þótt þeir hafi ekki beinlínis lagt það til. Þannig að mér sýnast allar líkur á að þetta ætti að geta gerst innan tíðar, - og þótt fyrr hefði verið.
20.4.2007 | 17:44
Guðni dagsins
Rétt hjá Guðna Ágústssyni að Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðum við kosningar. Athyglisverð þessi orð: "Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins talaði forsætisráðherra eins og Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði landinu einn, það þóttu mér tíðindi."
Og Guðni túlkar stöðuna í Framsóknarflokknum þegar hann segir að stjórnarsamstarfið hafi að mörgu leyti verið gott en ef niðurstaða kosninganna verði í samræmi við skoðanakannanir verði framsókn ekki áfram í þessari ríkisstjórn og að hún þurfi 17-20% til að stjórna áfram með Sjálfstæðisflokknum.
Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 11:30
Söfnun Framtíðarlandsins: og hvað svo?
Söfnun Framtíðarlandsins fór í gang með miklum hvelli, sjónvarpsauglýsingum, Vigdísi forseta, Sigurbirni biskup og fleira góðu fólki. Henni lauk daginn fyrir kosninguna í Hafnarfirði og höfðu þá aðeins safnast liðlega 8.000 undirskriftir. Líklega er kostnaðurinn meira en 1.000 kr við að afla hverrar undirskriftar. En hvað nú?
Ekkert hefur heyrst um það hvað aðstandendur Framtíðarlandsins hyggjast nú fyrir, hvað ætla þeir sér að gera með undirskriftirnar? Þær eru ekki lengur aðgengilegar á vefnum. Á að afhenda þær einhvers staðar og gera eitthvað með þetta eða er bara allt búið? Er eitthvað útspil í uppsiglingu eða var þetta bara flopp sem var látið fjara út? Spyr sá sem ekki veit.
20.4.2007 | 11:26
Leggja Hafnfirðingar út 1,5 milljarða vegna niðurstöðunnar?
Fróður maður fullyrti við mig í gær að sá kostnaður sem falla mun á Hafnarfjarðarbæ í framhaldi af niðurstöðum íbúakosningarinnar um álverið verði ekki undir einum og hálfum milljarði króna. Þar er um tvo liði að ræða. Ég skil þetta svona:
Annars vegar er bærinn búinn að selja Alcan lóðina þar sem Reykjanesbrautin liggur nú um. Vegna úrslita kosninganna er talið hæpið að vegagerðin vilji kosta flutning Reykjanesbrautarinnar þar sem engin nauðsyn beri til þess. Á hinn bóginn sé Alcan nú orðinn eigandi vegarins og hafi samið við bæinn um að losna við hann. Bærinn muni því verða fyrir um 600 milljóna kostnaði sem hann þurfi að bera vegna nýrrar Reykjanesbrautar.
Hins vegar bauð Alcan korteri fyrir kosningu að kosta lagningu raflína í jörðu að stækkuðu álveri og auðvelda þannig ráðgerða skipulagningu að nýjum hverfum þarna í hrauninu. Nú mun það ekki gerast og bærinn sjálfur þarf því að bera þennan kostnað.
20.4.2007 | 11:26
Skörð og skildir
18.4.2007 | 22:30
JFM og Þorgerður saman á balli í Köben?
Lárus Vilhjálmsson, sem skipar 3ja sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Kraganum átti stærstu fréttina í leiðtogaþætti kjördæmisins á Stöð 2 í kvöld. Hvað var Lárus þriðji að gera í leiðtogaþætti? Egill Helgason spurði einmitt að því og ekki stóð á svarinu:
Lárus sagði að oddviti íslandshreyfingarinnar í kjördæminu, Jakob Frímann Magnússon, væri í Kaupmannahöfn að spila með Stuðmönnum á árlegum Kaupmannahafnartónleikum Stuðmanna og Sálarinnar. Lárus lét ekki þar við sitja heldur lét fylgja sögunni að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, leiðtogi sjálfstæðismanna í sama kjördæmi, væri líka á þessu balli. Hvort það er satt veit ég ekki en hitt veit ég að í hennar stað var Bjarni Benediktsson mættur í leiðtogaþáttinn en hann skipar einmitt 2. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum.
18.4.2007 | 22:18
Kenning dagsins
Guðmundur Magnússon er farinn að skrifa vikulegar kjallaragreinar í DV frá og með deginum í dag. Hann byrjar af krafti og varpar fram bombukenningu um málefni sem hér hefur verið til umfjöllunar:
Kunnugt er að sá frægi klækjarefur, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur dregið Ómar okkar inn í reykfyllt bakherbergi og hvíslað ýmsu að honum. Einhverjir héldu að hann væri að biðja um að fá að vera á lista. Það var ekki. Hann er snjallari en svo. Hann ætlar auðvitað að verða forsætisráðherraefni flokksins í staðinn fyrir hinn reynslulausa Ómar ef svo færi nú að Íslandshreyfingin næði í höfn og hefði mannafla sem Samfylkinguna og Vinstri græna vantaði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Til eru jafnvel þeir sem trúa því að um þetta sé handsalað samkomulag. [...] Þeir sem lásu hina löngu grein Jóns Baldvins í Lesbók Morgunblaðsins á laugardaginn tóku eftir því að í lokin nefndi hann einmitt þann möguleika á stjórnarmyndun í vor, að Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar yrði í oddaaðstöðu svipað og Samtök frjálslyndra og vinstri manna í byrjun áttunda áratugarins. Þá var framsóknarmaður valinn í stól forsætisráðherra í staðinn fyrir sigurvegara kosninganna, Hannibal Valdimarsson. Skiljanlega vill sonurinn ekki að slík mistök endurtaki sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 17:52
HS samþykkir orkusölusamning til Norðuráls: Gunnar Svavarsson sat hjá
Báðir fulltrúar Samfylkingarinnar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja sátu hjá þegar stjórnin samþykkti í dag orkusölusamning við Norðurál. Samfylkingin á tvo fulltrúa í stjórninni, annar þeirra er Gunnar Svavarsson, oddviti S-listans í Suðvesturkjördæmi, hinn er Björn Herbert Guðbjörnsson í Reykjanesbæ. Samningurinn var staðfestur með fimm atkvæðum fulltrúa sjálfstæðismanna.
Samkvæmt samningnum skuldbindur Hitaveita Suðurnesja sig til að afhenda næga orku til að knýja 1. og 2. áfanga álvers í Helguvík. Mér tókst því miður ekki að verða mér úti um upplýsingar um orkuverðið.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar