hux

Árni bak við tjöldin

Árni Johnsen er greinilega að slá í gegn hjá kjósendum á Suðurlandi. Miðað við könnun Gallup fengið Sjálfstæðisflokkurinn 40,9% fylgi í kjördæminu og er í mikilli sókn. 

Það er greinilegt að Árni Johnsen er að vinna vel bak við tjöldin, eða amk er hann ekki framan við tjöldin, Sunnlendingar hafa spurt sig hvar hann væri eiginlega. Hann hefur verið lítið sýnilegur á fundum frambjóðenda, mætti t.d. ekki nýlega á fjölmennan fund frambjóðenda á Flúðum. Styrkur Árna hefur ekki síst legið í því að rækta vel kjósendur í uppsveitum og halda við þá persónulegu sambandi. Þess vegna voru margir hissa á að Árni sé lítið sýnilegur á svæðinu.

Það vakti svo athygli í kjördæmaþættinum í Sjónvarpinu í dag þegar Bjarni Harðarson sakaði Árna Mathiesen og aðra sjálfstæðismenn að gera allt sem þeir geta til þess að vinna gegn hugmynd Árna Johnsen um jarðgöng til Vestmannaeyja, Bjarni segir að það séu flokksmenn Árna sem séu honum erfiðastir í taumi við að vinna að framgangi þeirrar hugmyndar. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Árni J er kannski byrjaður að grafa og sést því lítt

Jón Ingi Cæsarsson, 22.4.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Það er líka krúttlegt hvernig finngálknið bláa auglýsir sig í Suðurkjördæmi. Mér barst kort frá þeim í gær. Þar eru Árni Matt og Björk Guðjóns í forgrunni og svo heill hellingur af sveitarstjórnarfólki í bakgrunni. Ég hafði ekki hugmynd um að Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Sigurður Valur bæjarstjóri úr Sandgerði væru báðir á listanum. Ekkert glittir í óhreina barnið úr Eyjum. Ekki heldur á samskonar korti með heilum helling af sveitarstjórnarfólki sem menn báru út í Ölfusinu í dag... Ætli þetta séu tæknileg mistök?

Helga Sigrún Harðardóttir, 23.4.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband