Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 16:58
Ritstjóraskipti á Viðskiptablaðinu
Gunnlaugur Árnason hefur látið af störfum sem ritstjóri Viðskiptablaðsins og mun flytjast til London þar sem hann bjó áður lengi, hann hefur víst ráðið sig til starfa hjá Baugi.
Við starfi ritstjórans tekur Jónas Haraldsson, aðstoðarritstjóri. Aðstoðarritstjóri verður Sigurður Már Jónsson, núverandi fréttastjóri.
Viðskiptablaðið hefur komið út sem dagblað fjórum sinnum sinnum í viku frá því 8. febrúar, áður kom það út 2svar í viku. Gunnlaugur ritstýrði því um 2ja ára skeið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2007 | 11:51
Hvar er Gulli?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2007 | 11:50
Bloggrúntur
Tilvitnun í nokkra óvilhalla bloggara sem hafa tjáð sig um Kastljósmálið og ríkisborgararétt kærustu sonar Jónínu Bjartmarz.
Hlynur Þór Magnússon segir:
Mér finnst það eiginlega ekki mannsæmandi og alls ekki sæmandi Sjónvarpinu hvernig sumir Kastljóssmenn haga sér stundum. Einhvern veginn vil ég gera aðrar og meiri kröfur til Ríkisútvarpsins en annarra miðla. Ástæða þessara orða minna einmitt núna er framganga Kastljóssins gagnvart Jónínu Bjartmarz og framkoman við hana. Hver stjórnar þessu og hvaða hvatir liggja að baki?
Pólitískri fréttamennsku á Íslandi byrjaði að hraka þegar Atli Rúnar Halldórsson hætti í bransanum. Hann segir:
Enn bíð ég eftir að Kastljós Sjónvarpsins sýni mér fram á meintan skandal umhverfisráðherrans vegna ríkisborgaramálsins sem vakið var þar upp fyrir helgina. Ég hélt að menn þar á bæ hefðu eitthvað meira uppi í erminni til að spila út þegar hitna færi í kolum en tíminn líður og nú er ekki hægt að draga aðrar ályktanir en þær að það hafi ekki verið nein háspil á hendi og ermin tóm. Það vantar nefnilega sjálfan kjarnann í málið: sannanir fyrir því að ráðherrann hafi beitt sér á einhvern hátt til að flýta fyrir ríkisborgararéttinum til handa kærustu sonar síns. Alla vega var ekki hægt að skilja málið öðru vísi í upphafi en því hafi verið ýtt úr vör til að koma spillingarstimpli á ráðherrann. Gott og vel, þá verður líka að fá botn í málið með því að leggja gögn um spillinguna á borðið. Ef það er ekki gert hlýtur þetta að flokkast sem skítabomba. Af slíkum bombum er alltaf mikið framboð gagnvart fjölmiðlum og fjölmiðlafólki og þá er rétt að draga andann djúpt áður en lengra er haldið, einkum og sér í lagi í aðdraganda kosninga. Það þekki ég vel sjálfur frá fyrri tíð.
Borgar Þór Einarsson segir:
Auðvitað eiga fjölmiðlar að líta á þessi mál gagnrýnum augum en þegar ekkert bendir til þess að Jónína hafi beitt áhrifum sínum, þá verða menn að fara varlega í sínum fréttaflutningi.
Vitnum svo aftur í Guðmund Magnússon sem segir:
Guði sé lof að blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn eru ekki dómarar við dómstóla landsins. Aftur og aftur kveða þeir upp úrskurði byggða á hæpnum rökum, fljótfærnislegum ályktunum og ónógum sönnunargögnum. [...] Nýjasta dæmið um þetta er mál það sem kennt er við Jónínu Bjartmarz. Að sjálfsögðu gefur það tilefni til ágengrar og gagnrýninnar umfjöllunar í fjölmiðlum. En menn verða að skoða staðreyndirnar æsingalaust og án fordóma.
Og Pétur Tyrfingsson, sem segir:
Ég sé því ekki betur en allur þessi málatilbúnaður sé ekki bara barnalegur fíflagangur heldur líka siðferðilega ámælisverður svo ekki sé meira sagt. [...] Jónína átti samúð mína alla í Kastljósi enda lagði hún hægri hönd á brjóst sér þegar hún reis sjálfri sér og fjölskyldu sinni til varnar. Ég óska stúlkunni til hamingju með ríkisborgararéttinn. Hún er vel að honum komin og mér nægir alveg að henni þyki vænt um drenginn hennar Jónínu.
Ekki eru þetta nú neinir framsóknarmenn, en þekktir fyrir hófsaman og sanngjarnan málflutning hér í bloggheimi, svona yfirleitt amk. Þrír þeirra, Hlynur, Guðmundur og Atli Rúnar eiga að baki langan feril í blaða- og fréttamennsku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.4.2007 | 11:38
Atvinnumál
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2007 | 22:11
Öðrum fórst en ekki þér, Össur
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar ég heyrði að Össur Skarphéðinsson, af öllum mönnum, hefði farið gegn formanni sínum og Guðrúnu Ögmundsdóttur og kallað það "léttan skandal" að kærasta sonar Jónínu Bjartmarz hefði fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi. En Össur, hin tifandi tímasprengja í kosningabaráttu Samfylkingarinnar, stóðst ekki mátið þegar hann sá tækifæri á að komast þarna aðeins í fréttirnar.
Ingibjörg Sólrún tók málefnalega og vandaða afstöðu til málsins í kvöldfréttum og sýndi að hún er ábyrgur stjórnmálaleiðtogi. Guðrún Ögmundsdóttir hefur talað um málið sem "storm í vatnsglasi" og sagði í kvöld að stúlkan hefði frekar goldið en notið tengslanna hefðu þau legið fyrir. Bjarni Ben. sagðist ekki gera Össuri til geðs að virða þetta upphlaup hans svars.
Ég sagði Össur af öllum mönnum og það kallar á útskýringar. Önnur skýringin er sú að Össur hefur þráfaldlega stært sig af því að hafa notið sértakrar fyrirgreiðslu af hálfu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, þegar hann var að ættleiða dóttur sína frá Kólumbíu. Þetta hefur hann m.a. gert með þessum orðum á heimasíðu sinni:
Birta hvessti á hann augun og mótuð af umræðunni spurði hin tæra barnssál: "Er Davíð vondur maður?" Ég tók á allri minni rökfræðilegu snilld til að skýra út fyrir barninu að hann væri alls ekki vondur maður nema síður væri. Hann hefði meira að segja reynst henni vel þegar hún var ómálga barn útí Kolombíu og við lentum í klemmu.
Var þetta líka léttur skandall Össur? Ef ekki, hver var þá munurinn? Er hann ekki helstur sá að í þínu tilviki liggur fyrir að fyrirgreiðsla var veitt. Stóð sú fyrirgreiðsla öllum öðrum sem lent hefðu í sömu sporum jafngreiðlega til boða? Í tilviki Jónínu liggur fyrir að fyrirgreiðsla var ekki veitt, samkvæmt því sem þeir sem ákvörðunina tóku segja sjálfir.
Hin skýringin kemur svo hér: Rifjum upp þessi ummæli Össur Skarphéðinssonar á alþingi í umræðum um fjölmiðlamálið. Þá var hann að skiptast á orðum við Davíð Oddsson, velgjörðarmann fjölskyldu hans, eftir að Davíð hafði farið orðum um tengsl dóttur forseta Íslands við Baug. Össur sagði:
Við lendum oft í pólitísku skaki, alþingismenn, en eitt er það sem við höfum aldrei gert og aldrei farið yfir þau mörk, fjölskyldur okkar eru friðhelgar, börn okkar eru friðhelg. Menn tala ekki um börn alþingismanna og stjórnmálamanna og draga þau inn í umræðu eins og hæstv. forsrh. gerði í gær.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
28.4.2007 | 18:44
Formalismi dagsins
Ég heyrði í morgun sögu sem mér finnst benda til þess að þeir sérfræðingar sem sitja í yfirkjörstjórn í Reykjavík séu svo sannarlega að leggja sig fram um að vanda sig í störfum sínum. Þeir verða ekki hankaðir á því að fara ekki eftir lagabókstafnum.
Þegar framboðslistum Framsóknarflokksins í Reykjavík var skilað til kjörstjórnar skömmu fyrir hádegi í gær fylgdu með - eins og lög gera ráð fyrir - listar með tilteknum fjölda meðmælenda og að auki staðfesting allra frambjóðenda á að þeir tækju sæti á listunum. Í 22. sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður situr maður að nafni Halldór Ásgrímsson, sem margir kannast við en hann sat á alþingi frá 1978-2006 og var nánast ráðherra allan sinn þingmannsferil, síðast forsætisráðherra, og formaður Framsóknarflokksins um 14 ára skeið. Þið munið hann Halldór. Hann skipar heiðurssætið í Reykjavík norður.
Halldór starfar nú sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og er búsettur í Kaupmannahöfn, þess vegna var undirritun hans framvísað á faxi. Það mun hafa verið gott og gilt í undanförnum kosningum að frambjóðendur skili inn undirritunum á faxi.
En nú var annað hljóð í strokknum. Yfirkjörstjórn í Reykjavík var búin að þrengja reglurnar enda stendur ekki berum orðum í lögum að það megi skila undirritun á faxi, líklega var faxið ekki til þegar kosningalögin voru sett. Þess vegna var þess krafist að í stað faxins yrði lagt fram bréf með eiginhandarundirritun Halldórs í frumriti. Að öðrum kosti væri ekki hægt að ganga að því vísu að þessi Halldór Ásgrímsson hefði í raun og veru áhuga á að vera á lista hjá Framsóknarflokknum. (Ég ímynda mér að einu hagsmunirnir sem yfirkjörstjórnin geti hafa verið að verja séu þeir hagsmunir manna að vera ekki settir á framboðslista gegn vilja sínum.) En í stað þess að ógilda framboðslistann og koma í veg fyrir framboð Framsóknarflokksins í borginni vegna þessa ágalla veitti yfirkjörstjórn frest til kl. 14 í dag til þess að bæta úr.
Farið var í málið og fannst Íslendingur á leið frá Danmörku til Íslands sem gat tekið með sér bréfið frá Halldóri og komið því til reykvískra framsóknarmanna sem komu því svo til yfirkjörstjórnar sem tóku það gott og gilt. Líklega er þessi samviskusemi yfirkjörstjórnar og formalismi bara til fyrirmyndar en ég verð að segja að ég tel nú ekki miklar líkur á að embættismennirnir, sem ekki tóku gilt faxið með undirritun Halldórs, muni sjá í gegnum fingur sér við Arndísi Björnsdóttur sem skilaði framboði Baráttusamtakanna svonefndu hvorki meira né minna en heilli klukkustund eftir að auglýstur framboðsfrestur rann út.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2007 | 18:44
Er þetta ekki orðið gott?
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir var að skrifa grein í Moggann í morgun og tala um hvað það væri sniðugt að skipta um stjórnendur á tólf ára fresti, eins og gert var í Landsvirkjun á dögunum. Ég er alveg sammála henni um að það var kominn tími á Jóhannes Geir og þótt fyrr hefði verið. Hún leggur til að skipt verði líka um ríkisstjórn enda hafi þessi setið í 12 ár. Gott og vel.
En má taka þetta lengra og benda Ástu Ragnheiði á að hún hefur sjálf setið á þingi í 12 ár eða frá 1995. Er ekki bara kominn tími á hana? Hún hefur setið lengur á þingi en nokkur ráðherra Framsóknarflokksins, sem nú er í kjöri hefur setið í ríkisstjórn. Lengstan ráðherraferil eiga Valgerður og Guðni að baki en bæði settust í ríkisstjórn árið 1999. Þá hafði Ásta Ragnheiður setið á þingi í 4 ár. Af hverju ekki að standa upp fyrir Kristrúnu eða Völu Bjarna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2007 | 13:14
Hvar er Borðaklippir?
Mér finnst fara lítið fyrir borðaklippingum og þessháttar hefðbundnum skemmtiatriðum í þessari kosningabaráttu. Maður á að venjast því að opinberar byggingar hér, vegaspotttar þar, flugbrautir á Vestfjörðum, hafnarmannvirki á Austurlandi og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu séu tekin í notkun í kippum síðustu vikur fyrir kosningar. Hafi slíkt verið að gerast þessa dagana hefur það hins vegar algjörlega farið fram hjá mér. Hvar er 14. jólasveinninn, stjórnmálamaðurinn Borðaklippir, nú þegar baráttan stendur sem hæst? Er hann bara uppi á fjöllum?
Það eina sem sést nú dag eftir dag er hinn ofvirki meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur, sem dælir frá sér athöfnum og atburðum, síðast í gær var tilkynnt um lóðaúthlutanir út kjörtímabilið á föstu verði, 1000 íbúðir á ári. Umhverfisáætlun nýkomin fram, framlög til íþróttamála og hvaðeina. Það mætti halda að það væru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð. Ætla mennirnir virkilega að halda svona áfram alveg fram til 2010?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2007 | 13:10
Bloggrúntur
Margt bloggað um mál Jónínu og Kastljósið. Ætla að vitna hér í tvo eðalbloggara sem mér finnst koma með athyglisverð innlegg.
Guðmundur Magnússon segir:
Guði sé lof að blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn eru ekki dómarar við dómstóla landsins. Aftur og aftur kveða þeir upp úrskurði byggða á hæpnum rökum, fljótfærnislegum ályktunum og ónógum sönnunargögnum. [...] Nýjasta dæmið um þetta er mál það sem kennt er við Jónínu Bjartmarz. Að sjálfsögðu gefur það tilefni til ágengrar og gagnrýninnar umfjöllunar í fjölmiðlum. En menn verða að skoða staðreyndirnar æsingalaust og án fordóma.
Pétur Tyrfingsson segir:
Ég sé því ekki betur en allur þessi málatilbúnaður sé ekki bara barnalegur fíflagangur heldur líka siðferðilega ámælisverður svo ekki sé meira sagt. [...] Jónína átti samúð mína alla í Kastljósi enda lagði hún hægri hönd á brjóst sér þegar hún reis sjálfri sér og fjölskyldu sinni til varnar. Ég óska stúlkunni til hamingju með ríkisborgararéttinn. Hún er vel að honum komin og mér nægir alveg að henni þyki vænt um drenginn hennar Jónínu. [...] Megi fleiri stúlkur fá ríkisborgararétt út á það eitt að elska íslenska drengi! Megi fleiri drengir fá þegnrétt fyrir það eitt að þykja vænt um íslenskar stúlkur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 00:01
Skjóta fyrst og spyrja svo
Mér var verulega brugðið við umfjöllun Kastljóssins í gær um mál Jónínu Bjartmarz. Þarna var Helga Seljan stillt upp eins og útvarpsstjóra að flytja áramótaávarp, hann ræddi ekki við nokkurn mann heldur flutti langa einræðu, vitnaði í ónafngreinda heimildarmenn og eftir stóð sú staðhæfing hans að Jónína hefði misbeitt aðstöðu sinni á þingi til þess að útvega kærustu sonar síns ríkisborgararétt. Það togaðist á að ég vildi ekki trúa slíkum vinnubrögðum upp á Jónínu, sem ég þekki vel, og ég vildi ekki trúa því að Ríkissjónvarpið færi með svona grafalvarlegar staðhæfingar í loftið án þess að standa á traustum grunni.
Í dag hef ég svo fylgst með því hvernig fréttaflutningur dagsins hefur flysjað hvert lagið af öðru utan af málinu og nú stendur ekkert eftir annað en það að Kastljósið og Ríkisútvarpið ákváðu að bera sakir um misnotkun aðstöðu og valds á Jónínu Bjartmarz, korteri fyrir kosningar, án þess að geta sýnt fram á að nokkuð hafi verið óeðlilegt eða óvenjulegt við afgreiðslu allsherjarnefndar Alþingis á þessu ríkisborgararéttarmáli. Og jú, það stendur líka eftir að Ragnar Aðalsteinsson telur eðlilegt að breyta verklagsreglum um hvernig fjallað er um umsóknir um ríkisborgararétt frá þeim sem ekki standast formlegar kröfur dómsmálaráðuneytis og Útlendingastofnunar, þ.e.a.s. þeirra aðila sem nú leita til allsherjarnefndar Alþingis með sín erindi.
Hvernig er hægt að verja það að senda þessar ásakanir í garð Jónínu í loftið án þess að vera búinn að tala við allsherjarnefndarmenn og spyrja þá út í málið? Var Kastljósinu ekki ljóst að með þessu var verið að gera tilræði til ráðherraferil og þingmannsferil Jónínu Bjartmarz? Er málum svo komið að það er hægt að bera hvað sem er upp á stjórnmálamann ef hann tengist Framsóknarflokknum? Eftir fréttir kvöldsins og Kastljósið þar sem Jónína fékk loks færi á að skýra sína hlið, liggur fyrir að þeir aðilar sem tóku ákvörðunina voru amk ekki spurðir áður en Kastljósið sendi þetta mál í loftið.
Það var skotið fyrst og spurt svo. Fréttin var farin í loftið áður en Guðrún Ögmundsdóttir, stjórnarandstæðingur úr Samfylkingu, og Bjarni Benediktsson, nefndarformaður úr Sjálfstæðisflokki, voru leidd fyrir áhorfendur til að ræða málið. Þau staðfesta bæði að þau hafi ekki vitað að þessi stúlka, sem þau mæltu með að fengi ríkisborgararétt, tengdist fjölskyldu Jónínu og að Jónína hafi engin áhrif haft á ákvörðun þeirra og að það sé rétt sem hún segir að hún hafi ekki skipt sér af málinu. Hvernig ætla Kastljósið og Ríkissjónvarpið að bregðast við?
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536845
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar