Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
31.3.2007 | 23:45
Sögulegt
Söguleg og merkileg niðurstaða er fengin í íbúakosningum í Hafnarfirði. 88 atkvæði skilja fylkingarnar í kosningu þar sem þátttaka var gríðarleg. Endanleg niðurstaða er fengin í málið með lýðræðislegum hætti.
Hafnarfjörður er kannski vinstrisinnaðasta sveitarfélag á Íslandi, þar voru VG og Samfylking samtals með um 67% atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor. Því kemur niðurstaðan kannski ekki mjög á óvart og endurspeglar meðal annars það sem vitað var að mjög skiptar skoðanir hafa verið um þessi mál meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Andstaðan hefur hins vegar farið þvert á flokka og andstæðinga mátti finna í öllum flokkum og stuðningsmenn sjálfsagt líka. Eins er eðlilegt að menn velti því nú fyrir sér, eins og ég sé að ýmsir bloggarar eru þegar farnir að gera, hvort rammpólitískar yfirlýsingar Seðlabankastjóra frá því í gær hafi ráðið úrslitum. Hver sem þýðing þeirrar yfirlýsingar var á endanum er ekki vafi á því að hún sætti talsverðum tíðindum.
Og víst verður fróðlegt að fylgjast með áhrifum þessara úrslita á umræður næstu daga og vikur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2007 | 23:46
Eldfjöll og dollarar: hvað er eitt núll milli vina?
Hugmyndin um Eldfjallagarð á Reykjanesi hefur fengið mikla athygli sem valkostur í atvinnumálum. Henni hefur verið haldið á lofti af Landvernd en þó einkum Ómari Ragnarssyni og hans fólki í seinni tíð. Á dögunum var viðtal við Ástu Þorleifsdóttur, jarðfræðing um þetta í sjónvarpinu þar sem fram kom að tekjur af eldfjallagarði í Hawaii, sem iðulega er nefndur sem fyrirmynd eldfjallagarðsins á Reykjanesi, næmu milljörðum. Á vef Víkurfrétta er svo greint frá því að tekjur af eldfjallagarðinum á Hawaii, , séu um 5 milljarðar króna á ári. Fréttin byggir á því sem fram kom í erindi Ástu Þorleifsdóttur á fundi Landverndar, á Suðurnesjum 25. febrúar.
Í dag var svo haldinn aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja en þar flutti Júlíus Jónsson, forstjóri, ræðu og greindi frá því að hann hefði kynnt sér mál varðandi eldfjallagarðinn á Reykjanesi og m.a. skoðað glærur þær sem Ásta byggði erindi sitt á. Þar hefði hann komist að raun um það að samkvæmt henni væru tekjur eldfjallagarðsins á Hawaii 7 milljónir dollara á ári. Það eru um 500 milljónir króna. En Ásta (sem gekk einmitt úr Frjálslynda flokknum með Margréti Sverrisdóttur) virðist hafa margfaldað gengi dollarans með rúmlega 700 en ekki rúmlega 70 til þess að umreikna yfir í íslenskar krónur. Þannig fær hún út fimm milljarða en ekki 500 milljónir.
Auðvitað er hugsanlegt að mistök Ástu hafi verið fólgin í því að skrifa 7 milljónir dala en ekki 70 milljónir dala á glæruna. Hvort heldur er verður væntanlega útskýrt og þá með vísun í þær heimildir sem á er byggt. Eins og málið lítur út núna er Eldfjallagarðurinn í Hawaii sannarlega ekkert stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða og varla einu sinni á Suðurnesjamælikvarða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
30.3.2007 | 22:14
Skarð fyrir skildi
Það vakti athygli á fundi með alþingismönnum sem stjórn SÁÁ boðaði til í gær að enginn fulltrúi Vinstri græningja átti tök á að sækja fundinn. Vakti það athygli þar sem VG beitir sér einatt í áfengismálum, kom t.d. nýlega í veg fyrir að leyfð yrði sala á áfengi í matvörubúðum. En VG vantaði sem sagt á fundinn og voru umræður rólegar og málefnalegar. Þó varð smá uppistand þegar Pétur Blöndal, fulltrúi sjálfstæðismanna, spurði hvort SÁÁ-menn hefðu aldrei velt því fyrir sér að það væri óheppilegt að yfirlækniirinn væri líka stjórnarformaður. Þá kom svipur á gestgjafana en allt var það þó með ágætum brag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.3.2007 | 12:40
Umræðustjórnmál
Merkileg tegund umræðustjórnmála sem forysta Samfylkingarinnar stundar. Flokksþingið er ekki búið, það verður haldið helgina eftir páska en samt er búið að móta stefnuna og kynna hana. Þannig var haldinn blaðamannafundur í gær til þess að kynna Unga Ísland, stefnu í málefnum barna og fjölskyldna.
Bíddu, er þetta ekki lýðræðishreyfingin mikla, sem hefur lýðræðislega aðferðafræði sem sitt stóra mál og gerir svo mikið með lýðræðislegt umboð. Hver er aðild flokksmanna að þessari stefnumótun, er bara ætlast til að þeir mæti á flokksþingið og klappi fyrir því sem flokkseigendafélagið er þegar búið að ákveða og kynna sem stefnu flokksins? Sama átti við um Fagra Ísland, var ekki sú stefna mótuð af þingflokknum einum án samráðs við lýðræðislegar stofnanir? Þetta dytti fáum öðrum flokkum í hug, að boða kosningastefnuskrá án þess að byggja hana á samþykktum flokksþings, ég sé fyrir mér að það væri núna fjör í Samfylkingunni ef hinn einbeitti gagnrýnandi, Kristinn H. Gunnarsson, væri þar innanborðs.
30.3.2007 | 12:21
Dramadrottning dagsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2007 | 10:36
Deja vu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2007 | 00:39
Landamæri
Þessi ungi maður bloggar undir merki Frjálslyndra og birtir undarlegan samsetning um þá hættu sem Íslendingum stafar af útlendingum. Skoðið sjálf, ég nenni ekki að endurbirta þetta.En það kemur fram að hann vill endurheimta landamæri Íslands, sem er frasi sem heyrst hefur nokkrum sinnum.
Það vekur mesta athygli mína er að þetta er framsett eins og það sé afritað af glærum, eða úr skjali. Getur verið að þetta sé dreifiefni frá einhverjum flokksleiðtogum til flokksmanna um útlendingamál? Það var athyglisvert að heyra Guðjón Arnar lýsa því yfir í leiðtogaþættinum hjá Agli á Stöð 2 í gær að Frjálslyndir meintu eiginlega ekkert með þessari útlendingaumræðu og að hún yrði tekin út af borðinu strax og stjórnarmyndunarviðræður með þeirra þátttöku hæfust.
29.3.2007 | 20:15
Hvar var Lúðvík?
Pistill á heimasíðu Björgvins G. Sigurðssonar:
Var í Eyjum fyrripart vikunnar með Róberti Marshall og Guðrúnu Erlingsdóttur, frambjóðendum Samfylkingarinnar. Þræl fín ferð og skemmtileg.
Af hverju var Eyjamaðurinn í 2. sæti listans, Lúðvík Bergvinsson, ekki með í för?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2007 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 15:22
Ég var áskrifandi að Króníkunni
Ég var í þeim fámenna hópi sem keypti áskrift að Króníkunni, tók tilboði um 10 tölublöð fyrir rúman 2.000 kall. Þetta var eftir að fyrsta blaðið kom út, blaðið frá í morgun hefur enn ekki borist en hin fimm komu. Það er skárri díll en úti í búð og er það enn þótt nú líti fyrir að Valdi og Sigga Dögg ætli að vanefna þennan samning við mig.
Þetta fer í endurminningasjóðinn yfir verstu fjárfestingarnar, ekki sú lélegasta (samkeppnin er hörð) en örugglega á topp 25. Blaðið var ágætt en það reyndist ekki markaður fyrir það, þannig er það. Góður maður sagði að það hefði aldrei náð sínu Kompás-mómenti, þ.e. máli sem dugði því til að slá í gegn með sama hætti og Kompás gerði.
Mikill gúrú í viðskiptalífinu sagði mér í morgun að ástandið á fjölmiðlamarkaðnum væri nú þannig að fyrir hverja krónu sem neytendur settu í að kaupa fjölmiðla settu útgefendur tvær krónur. Valdi og Sigga Dögg voru of litlir fiskar í of stórri laug, en gott hjá þeim að reyna. Nú borgar væntanlega Baugur upp lánssamninginn við Björgólf eldri og leysir þau undan skuldbindingum, eða hvað? DV fær fína blaðamenn í vinnu, ef Króníkufólk þiggur tilboðið.
Þetta átti sér aðdraganda fyrir nokkrum vikum sem sagt var frá hér og hér, þá slitnaði upp úr en nú liggja fyrir samningar.
DV kaupir Krónikuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.3.2007 | 11:54
Sól í Straumi biðst afsökunar á auglýsingu
Sól í Straumi hefur beðist afsökunar á birtingu auglýsingar í tengslum við baráttu samtakanna gegn stækkun í Straumsvík. Samtökin segja að auglýsingin sé ómálefnaleg og styðji ekki málstað samtakanna. Mistökum innanhúss hjá RÚV sé um að kenna að auglýsingin birst þótt áður hafi verið ákveðið að afturkalla hana. Sannarlega athyglisvert.
Lesendur Moggabloggsins hafa kannski séð þessa auglýsingu á bloggi Sóleyjar Tómasdóttur, þar sem lítill drengur kvartar undan öndunarerfiðleikum og mamma hans segir honum að hlusta bara á Björgvin Halldórsson. Ætli Sóley fallist á það með Sól í Straumi að auglýsingin sé ómálefnaleg og ekki málstaðnum til framdráttar?
Af heimasíðu Sólar í Straumi:
Vegna auglýsingar sem birtist á RUV 27. mars vill Sól í Straumi taka fram að auglýsing þessi var birt fyrir mistök sem urðu innanhúss hjá RUV. Hópnum hafði verið sýnd auglýsingin sem gerð er í anda Hugleiks Dagssonar og var ákveðið að sýna hana ekki vegna þess að innihaldið þótti ómálefnalegt og ekki styðja við þá málefnalegu umræðu sem hópurinn hefur staðið fyrir á undanförnum mánuðum. Sól í Straumi hefur undir höndum skriflega staðfestingu frá RUV um að auglýsingin hafi verið afturkölluð en því miður fór hún í loftið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536845
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar