Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
6.1.2007 | 14:32
Berja hausnum við Múrinn
Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig.
Þetta þótti mörgum fréttnæmt enda furðulegt að varaformaður flokks sem kennir sig við femínisma grínist með reynslu eins og þá sem Thelma Ásdísardóttir lýsti í bók sinni í tilraun sinni til að gera lítið úr þeim lýsingum á andlegu ofbeldi og kvenfyrirlitningu sem Margrét Frímannsdóttir lýsti að hún hefði búið við af hálfu Steingríms J. og fleiri kalla í þingflokki Alþýðubandalagsins. Björn Ingi og Össur hafa báðir fjallað um þá heift VG í garð pólitískra andstæðinga sem þessi skrif eru til vitnis um og undrast að þessi skrif varaformannsins hafi ekki vakið meiri athygli en raun er á en engir fjölmiðlar hafa tekið þau upp.
Uppfærsla í framhaldi af aths: Ég sagði hér áðan Múrinn væri búinn að fjarlægja þennan brandara úr áramótauppgjöri sínu án þess að hafa um það nokkur orð en þar hljóp ég á mig því að ég linkaði þá í fljótfærni á vitlaust áramótauppgjör úr gagnasafni Múrverja. Rétt er að hann er þarna enn blessaður brandarinn og alveg jafnvonlaus og síðast þegar ég sá hann. Hins vegar er það rétt að þarna er komin ný færsla um þetta mál. Undir hana rita Ármann Jakobsson, Steinþór Heiðarsson og Sverrir Jakobsson. Þeir hnykkja á heiftinni sem Össur fjallar svo vel um, árétta brandarann um Margréti og Thelmu, eða hvernig öðru vísi er hægt að skilja þá staðreynd að hvorki draga hann til baka né biðjast á honum afsökunar en útskýra hann þannig að þeir hafi verið að gera með honum grín að kostulegum ritdómi Jóns Baldvins um bók Margrétar. Brandarinn er þarna hins vegar enn á sínum stað og er ekki að sjá á Múrverjum að þetta hafi verið nokkuð annað en í mesta lagi lítils háttar tæknileg mistök.
ps. Þeir sem vilja lesa eldri útgáfu af þeirri málsgrein sem ég er nú búinn að breyta geta gert það í aths.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.1.2007 | 13:37
Stórt er spurt
Í hinu ágæta fyrsta tölublaði DV undir ritstjórn -sme var meðal annars frétt um málefni Byrgisins og ástandið þar þessa dagana. Eftir lestur þessarar fréttar var ég huxi yfir ýmsum atriðum sem að málum Byrgisins snúa.
Ef ég man rétt liggur fyrir að Byrgið hefur fengið um 27 milljónir á ári frá ríkinu í rekstrarstyrk, auk þess hefur ríkið greitt 9 milljónir á ári í húsaleigu. Alls eru þetta 36 milljónir. Þarna hafa líklega verið um 40 vistmenn þegar mest var og strax í fyrsta Kompásþættinum kom fram að þeir greiddu um 57 þúsund krónur á mánuði í leigu og fæði meðan á dvölinni stendur. Þeir peningar koma af örorkubótum vistmanna og framfærslustyrkjum sveitarfélaga til vistmanna. Nú er komið fram að Reykjavík hefur borgað til Byrgisins um 58 þúsund krónur vegna um 20 skjólstæðinga.
Ég skil þetta þannig að þetta séu 58x20 á mánuði eða 1.160 þúsund krónur á mánuði eða 13.920.000 krónur á ári. Ég gef mér að þetta sé um helmingur af leigutekjum, sem nemi þá samtals 27.840 þúsund krónum (sem mundi þýða að rekstrarframlag ríkisins nemur akkúrat um helmingi). Að afgangurinn af leigunni komi frá Kópavogi, Hafnarfirði og öðrum sveitarfélögum þar sem vistmenn eru eða hafa síðast verið búsettir. Líklega kemur eitthvað af leigu heimilislausra vistmanna af örorkubótum þeirra og líklega má gera ráð fyrir því að talsverð rýrnun sé á leigunni og að kannski fjórðungur hennar innheimtist ekki.
Þetta ætti að þýða að innheimtar leigutekjur eru samtals 20.880.000 krónur á ári og að tekjur Byrgins séu samtals 48.720 krónur á ári og að það beri engan húsnæðiskostnað af því að ríkið greiðir leiguna á Efri-Brú með sérstöku framlagi upp á 9 milljónir á ári. Ef húsnæðisframlag ríkisis er tekið nema tekjurnar amk um 57,7 milljónum króna. Þá eru undanskildir hugsanlegir styrkir frá öðrum sveitarfélögum og fyrirtækjum, sem fyrir liggur að Byrgið aflar.
Allt eru þetta spekúlasjónir en ég held að þær eigi ágætlega við miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið. Ég held að þetta sé varfærnisleg áætlun. Það væri t.d. fróðlegt að vita hve önnur sveitarfélög en þau á höfuðborgarsvæðinu hafa styrkt starfsemina mikið. Ég hef upplýsingar um að það hafi víða verið leitað hófanna.
Í fréttinni í DV kemur svo fram í gær að svo virðist sem Byrgið hafi lítil sem engin útgjöld haft til þessa af því að greiða mat fyrir vistmenn, því að ég get ekki skilið fréttina öðru vísi en þannig að allur matur hafi verið gefinn af Bónus, bakaríi á Selfossi og kannski fleiri fyrirtækjum, en einhver þeirra hafa kippt að sér höndum síðustu vikurnar.
Eftirtöldum spurningum hef ég aldrei séð svarað í fjölmiðlum:
- Hvað eru margir starfsmenn á launaskrá hjá Byrginu í hlutastarfi og fullu starfi?
- Hverjir eru helstu útgjaldaliðir fyrir utan launakostnað?
- Vinna vistmenn sjálfir við matseld og þrif frá því að afeitrun lýkur eða er þar um keypta vinnu að ræða, að hluta eða að öllu leyti?
Guðmundur Jónsson og núverandi forstöðumaður hafa lengi verið á launaskrá en hvað margir aðrir?
Miðað við ofangreindar spekúlasjónir hefur Byrgið amk 48.720 þús. kr til ráðstöfunar til greiðslu launakostnaðar á ári. Er óvarlegt að ætla að fyrirtæki í þessari starfsemi með þessar tekjur hafi um það bil 10 starfsmenn á launum í fullu starfi?
Annað atriði er þetta: Nú hefur komið fram að rekin hefur verið einhvers konar afeitrunarstarfsemi í Byrginu, en án tilskilinna leyfa. Það þýðir að þar hafa verið stundaðar lyfjagjafir á valíum og líbríum (og hugsanlega öðrum lyfjum vegna meðferðar morfínfíkla) til vistmanna í 10-30 daga eftir komu á staðinn.
- Hver er lyfjakostnaður vegna afeitrunar í Byrginu?
- Hafa þau lyf verið greidd af hinu opinbera eða eru þau kannski greidd með þeim styrk sem Byrgið fær frá ríkinu.
- Hafa lyfjafyrirtæki og/eða lyfsalar gefið lyf til afeitrunar?
- Og hvað með laun þeirra tveggja lækna sem hafa tekið faglega ábyrgð á afeitruninni, þ.e. fyrstu dögum meðferðarinnar, eru þau greidd af þessum styrkjum eða með öðrum hætti, t.d. úr ríkissjóði.
Auðvitað er vel hugsanlegt að þeir merku læknar Ólafur Ólafsson og Magnús Skúlason leggi þarna fram sjálfboðavinnu við afeitrunina og líti á hana sem líknarstarf sem hún auðvitað er.
Svo er eftir spurningin: Að hvaða leyti er sá hópur sem sækir meðferð til Byrgisins frábrugðinn þeim hópi sem leitar í Krísuvík og í Hlaðgerðarkot? Og jafnvel til SÁÁ og geðdeildar Landspítalans? Er hugsanlegt að munurinn sé fyrst og fremst munur á ímynd og þá tilkominn vegna þess hve forsvarsmenn Byrgisins hafa verið duglegir í að leita liðsinnis fjölmiðla í sókn sinni inn á styrkjamarkaðinn?
En svör við öllum þessum spurningum finnst mér að muni auðvelda manni að fá mynd af því hvernig starfsemin hefur verið og í framhaldi af því stendur maður á fastari fótum þegar kemur að því að meta hvort nægilegt opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni í Byrginu og hjá öðrum sambærilegum stofnunum. Miðað við það, sem nú liggur fyrir, bendir fátt til þess.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 16:07
Hættulegasti vegur landsins?
Það urðu tvö banaslys í umferðinni á Kjósarskarðsvegi í fyrra og nú í upphafi þessa árs eru fimm manns slasaðir eftir bílveltu á þessum spotta sem einhverjir tugir bíla aka um á hverjum degi.
Það hlýtur að vera forgangsmál í umferðaröryggismálum að fá svör við því hvaða áform vegagerðin og samgönguráðherra hafa um úrbætur á veginum um Kjósarskarð.
Hér eru slóðir á fréttir í gagnasafni mbl.is um banaslysin tvö, sem urðu í maí og október 2006.
Fimm slasaðir eftir bílveltu á Kjósarskarðsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2007 | 12:35
Sjónvarpsstjóri dagsins
RÚV, 365, Skjár 1. Þetta er allt eitthvað svo 2006. Hver þarf á þessu að halda þegar maður hefur YouTube og OnlineVideoGuide?
Hér eru Led Zeppelin á tónleikum að fjalla um innflytjendamálin með Immigrant Song í boði YouTube. Síðan taka þeir Black Dog.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2007 | 10:15
Orð dagsins
Leiðari Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag finnst mér merkilegur. "Það er ekki ásættanlegt að efnahagsleg stöðnun sé forsenda fyrir stöðugleika í þjóðarbúskapnum," segir hann og hafa aðrir ekki betur sett puttann á púlsinn í evrumálum.
Mér fundust talsverð tíðindi í því að Þorsteinn talaði með svo ótvíræðum hætti um evrumálin og þessi yfirlýsing er markverðari en ella ef hún er metin í ljósi sögunnar:
Að því er Evrópusambandið varðar hafa allar aðstæður líka breyst. Þau sjónarmið sem áður voru gild gegn aðild eru það sum hver ekki með sama hætti lengur.
Hér skrifar maður sem var formaður Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma, fyrir kosningarnar 1991, þegar Sjálfstæðismenn voru harðir andstæðingar samningsins um EES. Stefna Þorsteins í Evrópumálum sem formanns Sjálfstæðisflokksins var sú að ná tvíhliða samningum við Evrópusambandið, það voru bæði hagsmunir sjávarútvegsins og spurningin um fullveldisafsal sem réði þeirri afstöðu, ef ég man rétt.
Einhvern tímann var sagt að sú afstaða Þorsteins hefði ráðið miklu um að Davíð Oddsson bauð sig fram gegn honum til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Nú eru breyttir tímar og Þorsteinn, sem eins og jafnan er jarðbundinn og varfærinn í allri afstöðu er búinn að skipta um skoðun. Mér finnst ekki til skýrara tákn um það að í dag eru það hófsemdarmennirnir í þjóðfélaginu sem vilja taka upp evru og huga að nánara sambandi við Evrópu en ævintýramennirnir einir sem vilja áfram gera út á krónuna.
1.1.2007 | 13:45
Gleðilegt ár
Óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar. Ef árið 2007 verður jafngott og skaupið verður það magnað. Ég held ég hafi séð hvert einasta skaup frá upphafi sjónvarps á Íslandi og svei mér ef þetta slær ekki þau öll út, nema helst þessi sem Flosi Ólafsson gerði í svarthvítu fyrstu ár sjónvarpsins.
Skaupið í gær var iðandi af ferskleika og andagift, beitt eins og hnífur og laust við klisjur. Páll Magnússon gerði vel í að fá þetta fólk til að halda úti vikulegum þáttum og gefa Spaugstofunni löngu tímabært frí. Hér er íslenskt Monty Python gengi í fæðingu. Frábært.
En jafngott og skaupið var náði það ekki að toppa þær gleðifréttir sem urðu í lífi minnar fjölskyldu um hádegisbil á gamlársdag. Þá kom í heiminn lítill drengur sem mun kalla mig afa og konuna mína ömmu. Móður hans heilsast vel og tengdasonur minn er líka býsna brattur og glaður og virkaði ekki síður þreyttur en dóttir mín eftir átökin. Ég hef verið í sporum hans og skil hann vel, það álag sem fæðingar hafa í för með sér á feður hefur löngum verið vanmetið. Mér finnst eins og það hafi verið á árinu sem var að líða sem elsta dóttir okkar fæddist en það eru víst orðin liðlega 26 ár síðan.
Sá litli er enn á vökudeild því hann fékk legvatn í lungun í fæðingunni og er með sýklalyf í æð. Allt er það á góðri leið. Við fengum að sjá hann í gærkvöldi og áttum þá ógleymanlega stund við undirleik flugeldasveitar höfuðborgarsvæðisins með foreldrunum, föðurforeldrum og móðursystkinum hins nýfædda prins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536849
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar