Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
11.9.2006 | 20:36
Financial Times um síðustu fimm ár
'The way the Bush administration has trampled on the international rule of law and Geneva Conventions, while abrogating civil liberties and expanding executive power at home, has done huge damage not only to America's reputation but, more broadly, to the attractive power of Western values.'"
11.9.2006 | 14:13
11. september
"2,973 Total number of people killed (excluding the 19 hijackers) in the September 11, 2001 attacks 72,000 Estimated number of civilians killed worldwide since September 11, 2001 as a result of the war on terror 2 Number of years since US intelligence had any credible lead to Osama bin Laden's whereabouts" Sjá líka þetta hér.
Á þessum fimm árum hafa Bandaríkin breyst úr forysturíki hins frjálsa heims í Rogue State undir forystu manna sem fá vonandi makleg pólitísk málagjöld í þingkosningunum vestanhafs í nóvember. Vonandi ná demókratar völdum í bæði fulltrúa- og öldungadeildum og geta snúið sér að því að koma lögum yfir þetta hyski. (Mæli með að menn lesi bæði stefnuskrá repúblíkana í Texas sérstaklega kaflann um Sameinuðu þjóðirnar og skrif þessarar merku konu um hugmyndafræðilegan föður hinna neó-konservatívu.)
Sem betur fer er herinn nú að fara. Við eigum að semja við Breta, Dani og Norðmenn um hefðbundnar varnir, taka ábyrgð á hryðjuverkavörnum og ratsjáreftirliti í lofthelginni sjálf og leita samstarfs við Norðmenn, Dani, Breta og Rússa um eftirlit með Norðursiglingum.
9.9.2006 | 23:27
Er Elín karlremba?
Ég var að horfa á stórfrétt dagsins í beinni útsendingu þegar klukkan varð sjö. Staðan var 3-3 í framlengdum bikarúrslitaleik kvenna, dómarinn flautaði til leiksloka og framundan var vítakeppni til að skera úr um hvort stelpurnar í Val eða Breiðabliki yrðu bikarmeistarar.
Þá var útsendingin rofin og tilkynnt að nú væri komið að fréttum!
Ég setti mig í stellingar og bjó mig undir að verða fyrir sjokki, minnugur þess að RÚV taldi ekki nauðsynlegt að hætta útsendingu á landsleik Englands og Þýskalands 17. júní árið 2000 þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir. Það hlaut eitthvað rosalegt að hafa gerst.
Elín Hirst birtist á skjánum og ég hélt niðri í mér andanum. En viti menn, þrjár helstu fréttir laugardagsins - að hennar mati - voru þessar: 1. Óhapp í norsku kjarnorkuveri - enginn slasaðist; 2. Sumir krakkar í grunnskólanum eru svo duglegir að læra að þeir eru búnir með námsefnið áður en þeir koma í 10. bekk; 3. Tony Blair vill ekki viðurkenna að hann er pólitískt dauður og hélt ræðu í dag.
Eftir að þessar þrjár fréttir voru farnar í loftið skipti Elín yfir á Laugardalsvöllinn. Fyrir tilviljun voru Valsstúlkur á því augnabliki að tryggja sér sigurinn með síðustu vítaspyrnunni. Blikar höfðu brennt af tveimur spyrnum. Auðvitað hafði þetta allt verið ótrúlega dramatískt og spennandi en ég fékk ekki að sjá það.
Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlæja. Það var hreinlega engin stærri frétt í gangi í íslensku þjóðfélagi í dag en bikarúrslitaleikur kvenna í knattspyrnu.
Konurnar á heimilinu voru ekki lengi að saka Elínu um karlrembu og fullyrtu að þetta hefði aldrei verið gert ef þetta hefði verið bikarúrslitaleikur Vals og Blika í karlaflokki. Dóttir mín manaði litla bróður sinn til þess að hringja í RÚV og kvarta en hann náði ekki sambandi; það voru allar línur uppteknar.
8.9.2006 | 16:28
Hugmynd að kosningaauglýsingu?
Hugtakið neikvæð kosningabarátta fær nýja merkingu hér.
8.9.2006 | 16:18
Hrossakjöt ólöglegt í Bandaríkjunum
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp til laga um bann við slátrun hrossa til manneldis. Sjá hér. Staðfesti öldungadeildin frumvarpið verður það að lögum í Bandaríkjunum.
8.9.2006 | 13:53
Stakkur sýslumaður
Það er í gangi hörð ritdeila á Vestfjörðum. Nafnlaus dálkahöfundur í Bæjarins besta fór hörðum orðum um ráðningu Gríms Atlasonar í starf bæjarstjóra Bolungarvíkur.
Bæjarstjórinn svaraði af hörku á bloggsíðu sinni og lét þann nafnlausa ekkert eiga inni hjá sér. Í svarinu lætur bæjarstjórinn að því liggja að hann viti hver nafnleysinginn er og að hann búi austur í Flóa.
Lengra gengur hann ekki en ég hef upplýsingar um að sá sem skrifar í BB undir nafninu Stakkur sé enginn annar en Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi, sem áður var sýslumaður þeirra Ísfirðinga og um leið oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni.
Þótt Ólafur Helgi sé fluttur burt er hann með Vestfirðingum í andanum og áhugasamur um mál fjórðungsins. Eins og allir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum er hann enn í sárum yfir falli meirihluta sjálfstæðismanna í Bolungarvík, sem var meðal fréttnæmustu atburða sveitarstjórnarkosninganna í vor. Nú eru sjálfstæðismenn einir flokka í minnihluta í þessu fyrrverandi höfuðvígi Vestfjarðaíhaldsins.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar