Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
29.9.2006 | 14:26
Þetta snerist um Kárahnjúka
Það voru Vinstri grænir sem tryggðu sjálfstæðismenninum Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra á Ísafirði, formennskuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Kosningin var mjög spennandi og aðeins munaði fjórum atkvæðum.
Niðurstaðan hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir áhugamenn um ríkisstjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokksins. VG var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor. Flokkurinn er nú fyrst orðið raunverulegt afl á sveitarstjórnarstiginu og lét finna fyrir því afli við fyrsta tækifæri sem gafst og það var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri.
Framganga Smára Geirssonar, sem oddvita þeirra Austfirðinga sem börðust harðast fyrir álveri í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun, gerði að verkum að sveitarstjórnarmenn VG litu á hann sem höfuðandstæðing og máttu ekki til þess hugsa að honum yrði falið að leiða samtök sveitarstjórnarmanna. VG reyndi fyrst að skapa samstöðu um Árna Þór Sigurðsson sem valkost við Smára en þegar það gekk ekki eftir fylktu þeir liði um sjálfstæðismanninn Halldór Halldórsson.
Samfylkingarmönnum féll niðurstaðan þungt. Kom til hvassra orðaskipta Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur strax og niðurstaða úr kosningunni lá fyrir. Sveitarstjórnarmenn Samfylkingarinnar stóðu langflestir með Smára, sem og framsóknarmenn. Flokkslínur héldu þó líklega hvergi alveg, nema innan raða VG.
Einnig naut Halldór víðtæks stuðnings vestfirskra sveitarstjórnarmanna.
29.9.2006 | 11:37
Eru ekki allir í stuði?
Síðan ég horfði á Hemma Gunn í gærkvöldi er ég búinn að reyna að sjá fyrir mér að Davíð Oddsson hefði klætt sig í jogginggalla með hinum formönnum flokkanna og tekið þátt í Morfís-keppni til þess að hita upp fyrir Magna. Ég sé það bara ekki fyrir mér. Annað mál með Örn Árnason.
29.9.2006 | 11:34
Af hverju ekki Halldór?
Ungir Framsóknarmenn eru farnir að kenna sig við fallinn foringja. Hér segir að á fundinum hafi fráfarandi formaður beint spjótum að þingmanni flokksins í kjördæminu.
29.9.2006 | 11:31
Bitlingur í boði
Ég veðja á að Þórólfur Halldórsson hreppi hnossið. Hann er forystumaður í Sjálfstæðisflokknum í Vesturbyggð.
28.9.2006 | 19:03
Kvöldsaga
Það var einhvern tímann á Mogganum þegar mikið gekk á, ég man ekki hvert málið var en það var sótt að blaðinu.
Matthías Johannessen var kominn niður á gólf og menn litu til hans. Hvernig ætlaði hann að taka á málinu?
Matthías lét sér ekki bregða og sagði: Ég ansa ekki flugnasuði.
28.9.2006 | 13:22
Uppsagnarbréf með einkaflugvél
Í dag er Ólafur Örn Haraldsson aðstoðarforstjóri Ratsjárstofnunar á ferð og flugi á einkaflugvél um landið.
Hann flýgur á milli ratsjárstöðvanna í grennd við Bolungarvík, Þórshöfn og Höfn. Erindið er að segja upp öllum starfsmönnum ratsjárstöðvanna. Uppsagnirnar koma fólkinu á óvart. Það vissi að störfin yrðu lögð niður en átti ekki von á uppsögnum fyrr en næsta sumar. Fyrir því taldi það að ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu gefið vilyrði.
Uppsagnirnar eru þungt högg fyrir byggðarlögin, einkum Bolungarvík og Þórshöfn. Störfin eru afar sérhæfð og vel launuð og langt í frá að fólkið geti gengið að sambærilegum störfum í heimabyggð. Verst þykir fólki að sá aðlögunartíminn sem það hafði vonast eftir verður mun skemmri en lofað hafði verið.
28.9.2006 | 12:42
Orð dagsins
28.9.2006 | 12:36
Inn í skápinn
Staksteinar taka í dag í hnakkadrambið á frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins og vilja að þeir hafi hægt um sig á kosningavetri og séu svolítið miðjumannslegir. Ég bíð enn eftir að heyra Sigurð Kára og Pétur Blöndal tjá sig um Íbúðalánasjóðsstýrihópslokaniðurstöðuna. Það verður gaman að sjá hvort þeir taka mark á Staksteinum í því efni.
28.9.2006 | 09:07
Maður er nefndur
Mér finnst sennileg kenningin um að þetta sé Svanborg Sigmarsdóttir í dulargervi.
27.9.2006 | 18:00
Róbert á þing?
Innan Samfylkingarinnar er hávær orðrómur um að Róbert Marshall muni gefa kost á sér í prófkjörinu í Reykjavík, sem haldið verður 11. nóvember, og stefni á öruggt þingsæti. Framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 21. október.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536845
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar