hux

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Týnda ræðan

Andrés Magnússon er byrjaður að blogga og auðvitað fjallar hann um samskipti Skúla Helgasonar og sme og veltir fyrir sér hverju goðin reiddust.

En það sem vakti athygli mína var að Andrés fullyrðir í neðanmálsgreinBorgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar sé nú horfin af vef Samfylkingarinnar.


Til hægri snú

Orðið á götunni er með athyglisverðar upplýsingar um hvernig afstaða Magnúsar Þórs Hafsteinssonar til útlendinga á Íslandi hefur breyst frá árinu 2004 til 2006. Styður hugmyndir um að þetta sé markviss tilraun til að komast úr 3% farinu og halda vinnunni næstu fjögur ár.


Þættinum hefur borist bréf

Bréfritari er Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar sem gerir grein fyrir sinni hlið á samtali sínu við Sigurjón M. Egilsson. Bréfið er í lengra lagi en hér eru feitustu bitarnir:


"Blessaður Pétur!
Þú fjallar á ágætri bloggsíðu þinni um samtal mitt við ritstjóra Blaðsins í gær og lýsir yfir einlægum áhuga á samtalinu. Mér er ljúft og skylt að sinna því enda hlynntur samræðum eins og félagar mínir í Samfylkingunni. Samtal okkar Sigurjóns fjallaði um lítið smáatriði sem tengist Blaðinu og reyndar nokkuð persónulegt. Nú þarf ég að tala varlega því málið snýst um fjarstaddar persónur sem ég þekki lítið og get því ekki farið út í smáatriði. En ég læt nægja að segja að málið snúist um spennu og ástríður, óendurgoldna ást og lofsöng sem stundum fer vandræðalega yfir strikið.

[...] Tvennt kemur fram í máli Sigurjóns sem ber vott um verulegan misskilning. Annars vegar kveður hann mig hafa pantað hrókeringar á ritstjórn Blaðsins og hins vegar hótað aðgerðum ef menn létu ekki svo lítið að afgreiða pöntunina. Hvort tveggja er skemmtilegt en því miður fjarstæðukennt. Ég er nú ekki svo stórtækur að ég gangi um og panti hrókeringar hjá fjölmiðlum eða yfirhöfuð nokkrum aðilum í þessu þjóðfélagi enda væri það fullkomlega út í hött.

[...] Ég get því fullvissað Sigurjón um að Samfylkingin mun ekki grípa til neinna aðgerða gegn Blaðinu umfram það að lesa það auðvitað – sem varla flokkast undir fréttnæm athafnastjórnmál.

[...] Láttu svo vita ef þú vilt að við Sigurjón höfum þig á ‘speakernum’ í næsta spjalli.
Bestu kveðjur
Skúli Helgason."


Skammir en ekki hótanir

Sme tjáir sig nánar um hringingu framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar og segir: Mér er lífsins ómögulegt að taka fljótfærnisleg orð framkvæmdastjórans sem hótun, og þá hótum um hvað, heldur einhver að hann ætli að lemja mig?


Hvítur vann

Demókratar náðu fulltrúadeildinni og enn er tvísýnt um öldungardeildina. Bandaríkjamenn eru þar með búnir að endurvekja þrígreiningu ríkisvaldsins í reynd en fráfarandi meirihluti Repbúblíkana var forsetanum svo þægur í taumi að mönnum þætti jafvel orð á því gerandi hér á landi.


Hvað segir Ameríka?

Howard Fineman í Newsweek: "Across the planet, people want to know: do Americans still see the world the way George W. Bush does? Do they still accept (or tolerate) his theory of how to achieve peace and security? . . .Voters are angry about the loss of American life and treasure, but many of them also worry about whether we are losing something just as precious, and as critical to our security: our sense of commanding moral mission in the world."


Ég hefði viljað heyra þetta símtal

Sigurjón M. Egilsson segir að framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hafi heimtað hrókeringar á ritstjórn Blaðsins og hótað því að flokkurinn mundi grípa til aðgerða gegn Blaðinu ef ekki verði orðið við kröfunum. Meira á bloggi sme.


Kosninganótt framundan

Ég verð á fótum fram á nótt að fylgjast með úrslitum kosninganna í Bandaríkjunum. Ætla fyrst og fremst að sækja fréttir á vefinn, en horfi á gervihnattasjónvarpið með öðru auganu. Talkingpointsmemo er besta blogg sem ég les. Stofnendur Daily Kos og MyDD eru feður "the netroots" hreyfingarinnar sem felldi Lieberman í forkosningunum og hefur átt mikinn þátt í að endurlífga Demókrataflokkinn og fókusera andstöðuna við Bush-stjórnina. Þeir eru allir með puttann á púlsinum og örugglega oft og iðulega langt á undan sjónvarpsstöðvunum með tölur. Huffington Post er með aðgengilegt fréttayfirlit og vel uppfært, sömuleiðis Raw Story.


Furðufrétt dagsins

Ríkið er nýbúið að kaupa prentsmiðju í gegnum Íslandspóst. Það er búið að leggja undir sig vænta sneið af ljósmyndamarkaðnum og gera töku á passamyndum að verkefni lögreglunnar. Nýjustu fréttir eru þær að ríkið sé stærsti aðilinn í framleiðslu hugbúnaðar á Íslandi.


Tími til kominn

Þessi frétt er á forsíðu Fréttablaðsins: "Formenn allra stjórnmálaflokkanna hafa fallist á að bókhald stjórnmálaflokkanna verði opnað og fært upp á yfirborðið, að tilteknum ákveðnum skilyrðum og fullri sátt um þau. "


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband