hux

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Tæknileg mistök

Tvívegis var talað um tæknileg mistök í fréttunum í kvöld. Fyrst þegar Ísraelsher var að réttlæta fjöldamorðin á Gaza. Síðan þegar Árni Johnsen var að ræða um hegningarlagabrotin sín.


En hvað með Mohammed al-Durra?

Í tilefni þeirra orða ísraelska sendiherrans að Ísraelsher skjóti ekki óbreytta borgara af ásettu ráði langar mig til að rifja upp örlög 12 ára pilts sem hét Mohammed al-Durra.

Ísraelsher gekkst við verknaðinum.


Gamall temur, ungur nemur

Hlustið á Guðna Ágústsson taka Björgvin Sigurðsson á hné sér vegna forsíðufréttarinnar sem Björgvin plataði inn á Fréttablaðið á mánudag. Kosningabaráttan í Suðurkjördæmi er hafin.

Björgvin hefur ítrekað fært þetta í tal og fengið svör og athygli jafnoft en óneitanlega var kómískt að sjá þetta margrædda mál rata á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag. Hér er t.d. umræða Björgvins og heilbrigðisráðherra um málið á þingi í nóvember 2004 og hér er sama fyrirspurn og skriflegt svar ráðherra til Björgvins í maí 2004.


Kærleiksheimilið

Það hafa margir verið að velta fyrir sér innanbúðarmálum Samfylkingarinnar eftir prófkjörið og m.a. gert því skóna að 69% kosning formannsins í 1. sætið sé til marks um litla samheldni innan flokksins. Nú er óþarfi að tala lengur um þetta í einhverjum getsagnastíl, Össur er kominn með nýjan pistil þar sem hann talar hreint út; hann telur sig og sína menn setta til hliðar. Hann talar svo hreint út að meiri hreinskilni er ekki hægt að biðja um af manni sem er í þeirri stöðu að vera þingflokksformaður:


Fórnarlömb dagsins

Eins og kunnugt er hafa fordómar fylgt Frjálslynda flokknum allt frá upphafi. Flokknum hefur verið núið upp úr því að stofnandi hans hafi verið útbrunninn fyrirgreiðslupólitíkus sem settur hafi verið yfir viðskiptabanka í ríkiseigu sem hann hafi rekið þráðbeint á hausinn. Helstu afrek stofnandans séu á sviði laxveiða.

Þá hafa þeir fordómar mætt Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni flokksins, að hann sé lifandi sönnun atgervisflóttans af landsbyggðinni. Hins vegar er ekki ágreiningur um það að Sigurjón er sundmaður góður. Ólafur F. Magnússon, foringi flokksins í Reykjavík, hefur mætt þeim fordómum að hann sé svo sótthræddur að honum sé nánast um megn að sinna læknisstörfum sínum. Svona mætti lengi rekja þá fordóma sem frjálslyndir hafa mætt hjá þjóðinni. En nú ætla þeir að berjast á móti. Í gær kom miðstjórn flokksins saman og samþykkti ályktun þar sem mótmælt er þeim fordómum sem Frjálslyndi flokkurinn mætir hjá þjóðinni.

Til þess að menn geti kynnt sér víðsýni og frjálslyndi frjálslyndra og látið af fordómunum læt ég hér fylgja slóð á ritsafn Sverris Hermannsonar í gagnasafni Morgunblaðsins, einnig slóð á þingræður Sigurjóns Þórðarsonar.


Atvinnumál

Náttúrufræðistofnun hefur fengið nýjan starfsmann. Róbert Marshall, verðandi þingmaður, hefur fengið það verkefni að vinna við heimasíðu stofnunarinnar í hlutastarfi og sjá um að uppfæra hana.

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar er Jón Gunnar Ottósson, eiginmaður Margrétar Frímannadóttur. Róbert er á Suðurlandi talinn pólitískt afkvæmi Margrétar, sem Ingibjörg Sólrún kallaði ljósmóður Samfylkingarinnar.


Blóðmör

Sunnlendingurinn Sigurður Bogi ræðir prófkjör Sjálfstæðismanna á Suðurlandi: Á götuhornum á Suðurlandi hafði Kjartan Ólafsson hins vegar nánast verið blásinn af og fæstir af viðmælendum mínum töldu hann líklegan til pólitískra stórræða. Af löngum kynnum veit ég að Kjartan er vænsti piltur, en afrek hans á vettvangi stjórnmálanna eru helst hugmyndir um að leggja heilsárveg yfir Kjöl og hvetja fátækt fólk til að taka slátur, sem er að vísu alveg herramannsmatur.


Spuni dagsins

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og fyrsti þingmaður þess sem nú er Suðurkjördæmi, skrifar heilan leiðara um prófkjör undir fyrirsögninni Litlar pólitískar vendingar. Þar er ekki minnst einu orði á gamla kjördæmið ritstjórans og Árna Johnsen, bara fjallað um Samfylkinguna í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkinn í Kraganum.

Að mati Þorsteins eru tíðindi helgarinnar þessi: En mesti pólitíski viðburðurinn í prófkjörum helgarinnar felst þó án efa í kosningu Bjarna Benediktssonar í annað sæti listans. Síðan fylgir útlegging um að Bjarni hafi nú tekið forskot á aðra af sinni kynslóð í baráttunni um framtíðarleiðtogahlutverk hjá Sjálfstæðisflokknum.


Ekki er sopið kálið II

Það ólgar í Sjálfstæðisflokknum vegna kosningar Árna Johnsen. Friðjón er strax búinn að gera ágreining við Geir H. Haarde: Það má vera að Árni njóti traust flokksforystunnar, en hann mun ekki njóta trausts umtalsverðs hluta Sjálfstæðisflokksins. [...] Ég vil ekki sjá að kjördæmisráð Suðurkjördæmis samþykki þennan lista.

Hann hefur líka þetta að segja um málið: [Vera Árna] á lista sjálfstæðismanna mun kosta flokkinn nokkur atkvæði í kjördæmum hingað og þangað, meira en hann bætir við í S-kjördæmi ef það er eitthvað.


Fyllsta traust

Geir Haarde forsætisráðherra segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins eftir að Árni hlaut annað sæti á framboðslistanum í suðurkjördæmi og öruggt þingsæti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband