Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
4.11.2006 | 12:26
Ég held ekki
Rétt í þessu var sonur minn að fá sms í gemsann sinn þar sem hann er beðinn um að styðja Kristínu Á. Guðmundsdóttur í 3ja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Ég verð að hryggja Kristínu með tvennu:
1. Pétur Axel býr í Reykjavík.
2. Hann er bara 11 ára.
4.11.2006 | 12:21
Talsmaður neytenda í 4. sæti
Gísli Tryggvason burstaði kosninguna um 4ja sætið hjá framsókn í Kraganum, hlaut 151 atkvæði.
Þar með er fjölmiðlabindindi hans lokið og þá hafa íslenskir neytendur fengið röddina á ný.
4.11.2006 | 12:05
Una María aftur 3ja
Una María Óskarsdóttir verður aftur í 3ja sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, rétt eins og í kosingunum 2003. Úrslit urðu þessi:
Una María 139 atkvæði.
Gísli Tryggvason 79 atkvæði
Hlini Jóngeirsson 11 atkvæði.
4.11.2006 | 11:50
Samúel verður í 2. sæti hjá framsókn
Samúel Örn Erlingsson tryggði sér 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi rétt í þessu. Í annarri umferð var kosið milli hans og Unu Maríu Óskarsdóttur. Úrslit urðu þessi:
Samúel Örn Erlingsson 148 atkvæði
Una María Óskarsdóttir 90 atkvæði.
4.11.2006 | 11:42
Samúel vann fyrstu umferð, önnur umferð í gangi
Það þarf fleiri en eina umferð til að fá fram úrslit milli Kópavogsbúanna fjögurra sem vilja 2. sæti framsóknar í Kraganum. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi:
Samúel Örn Erlingsson 91 atkvæði
Una María Óskarsdóttir 75 atkvæði
Gísli Tryggvason 60 atkvæði
Þórarinn E. Sveinsson 11 atkvæði.
4.11.2006 | 11:38
Enn er fjör
Á kjördæmisþingi framsóknar í Kraganum er búið að óska því við formann kjörnefndar að leynileg kosning verði um 1. sætið. Því var hafnað og ekki orðið við óskum um að bera málið undir fundinn sjálfan. 376 þingfulltrúar eru á kjörskrá.
4.11.2006 | 10:23
Það er fjör
Tvöfalda kjördæmisþingið hjá framsókn fer hraustlega af stað. Um leið og þingið var sett var dreift atkvæðaseðlum til að kjósa um öll sætin nema það fyrsta. Nokkrir þingfulltrúar hafa þegar óskað eftir því að kosið verði einnig um 1. sætið.
4.11.2006 | 09:50
Prófkjörsdagurinn mikli
Prófkjörsdagurinn mikli runninn upp. Í dag er meðal annars tvöfalt kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Í Fréttablaðinu í gær sagði að Siv Friðleifsdóttir hefði gríðarlegan styrk í kjördæminu og víst er að enginn býður sig fram gegn henni.
Í Blaðinu í dag eru svo einhverjir nafnlausir framsóknarmenn í kjördæminu að lýsa óánægju með að þeir fái ekki að kjósa um fyrsta sætið þótt Siv sé ein í kjöri. Þeir hefðu viljað sýna óánægju með auðum atkvæðum, ef ég skil rétt. Það gætu verið eftirmálar kjördæmisþingsins á dögunum þar sem Siv lenti meðal annars upp á kant við alla sveitarstjórnarmenn flokksins í kjördæminu, Ómar í Kópavogi, Sigrúnu í Garðabæ, Þröst í Mosfellsbæ og Guðrúnu Helgu á Seltjarnarnesi.
Ef það er svo að Siv hefur þann styrk í kjördæminu sem Fréttablaðið segir ætti Una María Óskarsdóttir að vera algjörlega örugg með sigur í baráttunni um annað sætið. Una María hefur lengi verið hægri hönd Sivjar og það er ekki vafi á því að heilbrigðisráðherra mun beita sér af öllu því afli sem hún býr yfir fyrir kjöri Unu Maríu í 2. sætið. Það eiga 380 manns rétt til að sitja á þinginu og taka þátt í kosningunni. Það verður fróðlegt að vita hvað margir mæta og kjósa. Þetta skýrist allt í dag.
4.11.2006 | 09:36
Jöfnum niður á við
Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu.
Friðlaus af öfund, eða er hægt að kalla þetta eitthvað annað? Er þetta virkilega stefna VG, ha Steingrímur? Ég segi bara eins og Björn Ingi, sem bendir líka á að þingmaðurinn virðist ekki vera mjög vel að sér um skatta og tekjur ríkisins. Kannski ekki að undra, VG hefur alltaf verið meira fyrir útgjöldin.
4.11.2006 | 09:35
Athyglisverð ummæli
Sæunn: Ég get ekki annað en sett ummæli seðlabankastjórans og pirring hans út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í samhengi við prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 537238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar