Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
30.11.2006 | 19:36
Pistill dagsins
30.11.2006 | 18:54
Erlendar fréttir
Connecticut: The more psychotic the voter, the more likely they were to vote for Bush.
30.11.2006 | 16:25
Að ansa flugnasuði
Í dag er í Blaðinu eitthvert kjaftæði - dylgjur - um það að ég sé hér að blogga í leynilegum erindum Framsóknarflokksins og á launum við það frá ríkinu. Fyrstu viðbrögð voru að hlæja, þau næstu að reiðast og hringja í minn ágæta félaga -sme og spyrja hann hvaða vitleysa þetta sé og hvaða fólk hann væri eiginlega kominn með í vinnu. Sme fullvissaði mig um að hann hefði tekið þannig á málinu innanhúss að ég fer ekki fram á meira.
Ég blogga fyrir sjálfan mig og á mínum forsendum þegar ég vil, um það sem ég vil og rek ekki annarra skoðanir en mínar eigin. Ég er í Framsóknarflokknum og starfaði hjá honum frá september 2003 til september 2005, þá í félagsmálaráðuneytinu til mars 2006, síðan hjá Fréttablaðinu til júní 2006. Síðan þá hef ég unnið á eigin vegum og gengur takk bærilega. Ég skipulegg daginn sjálfur, borða þegar ég vil, tek pásu þegar ég vil, fer í frí þegar ég vil, blogga þegar ég vil.
Viðskiptavinir eru fyrirtæki og stofnanir, líka einstaklingar. Sumir sem ég vinn fyrir eru framsóknarmenn, aðrir, t.d. þeir sem ég vinn mest fyrir þessa dagana, eru sjálfstæðismenn. Ég er nýkominn úr vinnu fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Ég fæ ekki krónu fyrir að blogga, hvorki frá einum né neinum, og bloggið mitt er ekki til sölu. Pólitíkin hér er mín pólitík. Ég eyði í þetta ca. 30-40 mínútum á dag, kannski 2 tímum þegar mest er, sjaldnast fer meiri tími en 10 mínútur í hverja færslu. Þetta er ekki mikið mál fyrir einhvern sem hefur unnið við blaðamennsku lengi og er heldur ekki mikill tími í ágætis hobbí. Og hafðu það. Ég man ekki til þess að nokkur samfylkingarmaður eða sjálfstæðismaður hafi þurft að réttlæta sitt blogg, líklega ætti ég bara að taka þetta sem komplíment, geri það þegar mér rennur reiðin.
29.11.2006 | 22:02
Orð og morð
Orð eru ágæt, orðhengilsháttur getur líka verið ágætur, sem samkvæmisleikur. En orðhengilsháttur um hvort það skipti einhverju máli hvort menn tali um það ástand sem nú ríkir í Írak sem borgarastyrjöld, civil war, eða átök trúarhópa, sectarian conflict, er bara andlaust kjaftæði og hefur ekkert með ástandið í Írak að gera, það hvorki versnar né batnar við það hvort orðið verður ofan á í samkvæmisleiknum. Getur e.t.v. skipt máli í kennslubókum í stjórnmálafræði eða sagnfræðiriti og þá í einhverju fræðilegu samhengi - nú eða í einhverju dómsmáli - en að því slepptu er þetta bara smekklaus brandari. Samkvæmisleikur þessi er nú stundaður víða, sérstaklega í Bandaríkjunum en þar stjórna menn sem eru mjög góðir í orðhengilshætti og því að hafa stjórn á fréttaflutningi en virðast ráða illa við flest önnur verkefni sem þeir hafa færst í fang.
29.11.2006 | 17:49
Írak í dag
Leiðari NY Times: [A]t this point there may not be anything that can salvage Iraq. But more denial and drift will only lead to more chaos.
Jimmy Carter: I think that the original invasion of Iraq, and all of its consequences, yes, were a blunder, including what happened with the leadership. [...] it's going to prove, I believe, to be one of the greatest blunders that American presidents have ever made.
29.11.2006 | 14:19
Hvað kostar sjálfsvirðingin?
Þorsteinn Pálsson skrifar enn einn athyglisverðan leiðarann í Fréttablaðið í dag í framhaldi af þeim gleðifréttum að samningar séu að komast í gang um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna. Þorsteinn segir réttilega að hér hafi menn aldrei rætt það hvað varnir landsins megi kosta. Ekki hefur einu sinni verið kallað eftir opinberum upplýsingum um hvaða áhrif það hefði haft á kostnað við aðild að NATÓ að ganga ekki til nýrra samninga við Bandaríkjamenn.
Það eru auðvitað fyllsta ástæða til þess að fjalla um þetta mál, þ.e. ef menn vilja ganga uppréttir og reka hér utanríkisstefnu á eigin forsendum. Hin hernaðaróðu Bandaríki vörðu sýnist mér um 4,7% sinnar landsframleiðslu til hermála árið 2005 en voru í um 3% árið 2000, sem er svipað hlutfall og Bretar vörðu til málaflokksins árið 2004. Norðmenn voru með 2,5% árið 1995. Japanir nota 1% af GDP í varnir. Þessar upplýsingar hefur Google útvegað mér úr ýmsum áttum. Setjum sem svo að Íslendingar verji 1% af landsframleiðslu til varnarmála, eru það ekki um 10 milljarðar? Það mætti segja mér að menn spari sér að minnsta kosti þá upphæð nú þegar með þeim ömurlega málamyndagerningi sem nýi varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn er. Það er spurning hvað menn eru tilbúnir að greiða fyrir það að losna úr stöðu aftaníossa Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi og vera menn til þess að reka sjálfstæða utanríkisstefnu á eigin forsendum. Í mínum huga er það hluti af uppgjörinu við Íraksstríðið að ræða þetta opinskátt. En auðvitað er það ekki draumaviðfangsefni stjórnmálamanna á kosningavetri.
29.11.2006 | 13:57
Handhafi ákæruvaldsins
Fréttablaðið fjallar í dag um þær mannabreytingar sem verið er að gera hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, ríkislögreglustjóra og saksóknara og hafa það væntanlega fyrst og fremst að markmiði að auka trúverðugleika efnahagsbrotadeildarinnar. Þarna er búið að setja í gang kapal sem ganga mun upp á næstu mánuðum, þá verður Jón H. Snorrason orðinn aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Áhugaverðum spurningum er enn ósvarað: Fyrir nokkrum dögum varð Bogi Nilsson ríkissaksóknari 66 ára. Lögmenn hafa undanfarin misseri verið að spekúlera í því hver eigi að verða eftirmaður hans, en allar líkur voru taldar á að hann léti af embætti og leyfði Birni Bjarnasyni að skipa arftaka sinn fyrir lok þessa kjörtímabils. Þannig var staðan amk áður en loftið fór að leka úr Baugsmálinu.
Í upphafi Baugsmálsins var staða Jón H. Snorrasonar slík að nafn hans bar á góma þegar rætt var um næsta ríkissaksóknara. Hann er ekki lengur í þeirri stöðu. Þess í stað vænta menn nú þess að arftaki Boga Nilssonar verði sóttur út fyrir kerfið og þá annað hvort í raðir dómara eða starfandi hæstaréttarlögmanna. Margir eru þar til nefndir en það nafn sem mér finnst athyglisverðast er Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, sem hefur verið áberandi sem verjandi í sakamálum, nú síðast sem verjandi Jóns Geralds Sullenbergers. Brynjar hefur gert talsvert af því að láta í té álit á málum í fjölmiðlum og hefur gert það af skynsemi og yfirvegun og er greinilega ekki bundinn á klafa neinna fylkinga. En það sem enginn veit er hvort fararasnið er á Boga Nilssyni eða hvort hann ætlar sér að gegna embætti lengur en talið var áður en Baugsmálið fór í þann farveg sem það nú er í.
28.11.2006 | 09:40
Of mikið forskot
Það er fyrst og fremst tvennt sem mér finnst að mætti breyta í þessu RÚV-frumvarpi. 1. Það er fáránlegt að ríkið fari að ryðjast með sitt afl inn á örsmáan og viðkvæman markað fyrir auglýsingar á netinu eins og núgildandi útgáfa leyfir.
2. Kostunin. Það þarf að taka á henni, ég vil banna kostun í RÚV, hún þurrkar út eðlileg mörk efnis og auglýsinga og á ekki heima í almannaþjónustuútvarpi. Við þær þröngu aðstæður sem stofnunin hefur búið undanfarin ár hefur hún nýtt sér möguleika kostunar út í ystu æsar. Mér hefur sýnst að hún hafi jafnvel rutt brautina inn á nýjar og ósmekklegar leiðir í kostun, ekki síst á Rás 2. Ég hef heyrt sögur af því sem þeir, sem gefa út tónlist og standa fyrir viðburðum, láta bjóða sér í samskiptum við almannaútvarpið til þess að þeir geti hjálpað því að sinna menningarhlutverki sínu. Það væri athyglisvert að sjá og heyra einhverja úr þeim bransa lýsa reynslunni af samskiptum við ríkið á því sviði.
Mér finnst líka æskilegt fyrir auglýsingamarkaðinn og sjónvarpsáhorfendur að setja fast hlutfall um hámark auglýsinga sem birta megi í miðlum RÚV, t.d. fastan mínútufjölda á klukkustund. Að því sögðu skil ég að útvarpsstjóri sé spenntur að fá þetta frumvarp samþykkt. Það mun leysa hann úr spennitreyju og binda enda á þá uppdráttarsýki sem stofnunin hefur glímt við undanfarin 15 ár. En það verður að setja afli ríkisins á fjölmiðlamarkaði skorður. Forskotið er of mikið.
28.11.2006 | 09:29
Pólitískar hleranir
Vill einhver andmæla því að í tilfelli Hannibals hafi hleranirnar verið pólitískar? Fyrrverandi ráðherra, sitjandi þingmaður og forseti ASÍ hleraður. Úrskurðar aflað þannig að dómarinn kom upp í ráðuneyti til þess að blessa yfir. Ætli þeir sem óttuðust að Hannibal væri öryggi ríkisins hættulegur hefðu ekki frekar þurft á kvíðastillandi lyfjum en að halda frekar en lögregluaðgerðum af þessu tagi.
27.11.2006 | 11:18
Mistök dagsins
Einhver vandræðalegustu mistök sem ég hef séð í íslensku blaði eru gerð í Fréttablaðinu í dag. Blaðamaðurinn Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar þar viðtal við Dofra Hermannsson, framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar og varaborgarfulltrúa, um þá erfiðu stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í vegna ófullnægjandi úrræða fyrir börn á frístundaheimilum ÍTR.
Hugrún lætur vera að geta þess að þessi ungi fjölskyldufaðir er atvinnustjórnmálamaður. Þess í stað leyfir hún honum að skrúfa frá krana og gagnrýna þann meirihluta sem tók við stjórnartaumum í Reykjavíkurborg í sumar. Hún lætur þess ekki einu sinni getið að fjölskyldufaðirinn ungi er varaborgarfulltrúi og í raun einn flutningsmanna þeirra tillagna sem Hugrún kynnir í fréttinni. Hún blekkir lesendur blaðsins, hún sér þeim ekki fyrir þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er og eðlilegt að liggi fyrir við mat á þessu efni.
Verst er að við vinnslu fréttarinnar á blaðinu tókst ekki að koma í veg fyrir að þessi pólitíski áróður Hugrúnar rataði á síður blaðsins og alla leið heim til lesenda. Þar eru mistökin, hins vegar er óhugsandi annað en að einbeittur áróðursvilji búi að baki skrifum Hugrúnar. Ég efast ekki eitt andartak um að Fréttablaðið muni biðja lesendur sína velvirðingar á þessari pólitísku misnotkun á fréttasíðum blaðsins í fyrramálið.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar