Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
11.10.2006 | 09:53
Vestur skinka
Eggert Magnússon að fara að kaupa West Ham? Fyrir hvaða peninga? Peningana sem hann á í Straumi? Á hann peninga í Straumi, hann er þar fulltrúi "smærri hluthafa" en situr hann ekki bara þarna sem leppur fyrir helsta styrktaraðila KSÍ? Bresku blöðin verða örugglega ekki lengi að kveikja á nánu samstarfi Eggerts við sjálfan BTB.
En auðvitað á hann fleiri vini, þannig að það er óvíst að þetta hafi nokkuð með BTB að gera. Í húsi FIFA eru margar vistarverur, sá Panorama-þátt frá BBC í sumar þar sem fjallað var um Sepp Blatter og vini hans í CONCAF, sem er UEFA þeirra í Suður-Ameríku. Kæri Páll, værirðu ekki til í að sýna okkur þann þátt á RÚV og má ég í leiðinni biðja þig um að taka síðustu seríuna af West Wing til sýninga sem allra fyrst.
10.10.2006 | 18:26
Aukaatriði og aðalatriði
Hleranamálin verða ólíkindalegri með hverjum deginum sem líður, nú síðast með þessum yfirlýsingum Jóns Baldvins. Það er ekkert einkamál sagnfræðinga að komast til botns í þessu, þetta er rammpólitískt viðfangsefni í samtímanum, ekki síst þegar menn standa frammi fyrir umræðu um að setja svona starfsemi lagaramma í fyrsta skipti. Hvernig á það að vera hægt án þess að vita hvernig staðið hefur verið að verki til þessa?
Það hefur ekkert að segja að takmarka slíka rannsókn við einhverja sex dómsúrskurði. Ég vil virða Jóni Baldvin það til vonkunnar að hafa ekki tekið málið upp á sínum tíma, ætlað Bandaríkjamönnum verknaðinn og látið kyrrt liggja fyrr en nú þegar öll þessi umræða kemur fram og það eru teknar að renna á menn tvær grímur um þennan þátt í sögunni.
10.10.2006 | 09:39
Lengi lifi Paul
10.10.2006 | 09:24
Tveir vinir og annar ekki í fríi
Það er athyglisvert að bera saman viðbrögð þeirra Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, og Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, við matarverðslækkuninni. Grétar tjáir sig á forsíðu Moggans í dag, fagnar aðgerðunum en lýsir hóflegum fyrirvörum. Mjög forsetalegt hjá honum. Gylfi tjáði sig í kvöldfréttum RÚV í gær, byrjaði á því að nefna lækkun vsk af sælgæti og fann lækkununum allt til foráttu. Mjög prófkjörsframbjóðandalegt hjá honum.
Nú höfum við dæmi um tvo prófkjörsframbjóðendur sem veita þekktum stofnunum forstöðu og hyggjast skora forystumenn hvor í sínum stjórnmálaflokki á hólm í prófkjörum. Guðfinna Bjarnadóttir vill í fremstu röð sjálfstæðismanna og skorar Björn, Gulla, Pétur Blöndal og Ástu Möller á hólm. Hún tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta með saklausum tölvupósti og var samstundis send í frí.
Gylfi Arnbjörnsson vill í forystusveit Samfylkingarinnar og skorar Ingibjörgu Sólrúnu, Össur, Jóhönnu, Helga Hjörvar og Steinunni Valdísi á hólm. Nokkrar vikur eru síðan hann gaf kost á sér en hann heldur áfram að vinna eins og ekkert sé og fær að reka prófkjörsbaráttu sína með því að koma fram sem talsmaður ASÍ og umboðsmaður launafólks í landinu í fjölmiðlum.
9.10.2006 | 11:08
Hvernig eru tekjumöguleikarnir?
Davíð Logi segir í Mogganum að það blási byrlega fyrir framboði Íslands í öryggisráðinu. Ég hef verið svag fyrir þessu framboði, af því að ég hef trúað því að hvort sem kosningin vinnst eða ekki muni gefast tækifæri til þess að ljúka við að umbreyta utanríkisþjónustunni þannig að hún verði hæfari um að móta og framfylgja hér sjálfstæðri utanríkisstefnu, byggða á mati á íslenskum hefðum og hagsmunum í breytilegum heimi.
En eftir að þessi varnarsamningur liggur fyrir, um ósýnilegt tvíhliða varnarsamstarf og sýnilegt samstarf við mennina sem gáfu okkur Abu Ghraib og Guantanamo, þá eru runnar á mig tvær grímur. Ef við erum tilbúin í slíkar æfingar til þess að spara aðildargjöldin að NATO, hvað munu menn láta hafa sig út í þegar í Öryggisráðið er komið?
9.10.2006 | 10:52
Össur dagsins
Össur fer á kostum þessa dagana. Nú er hann með námskeið í beitingu smjörklípuaðferðarinnar.
8.10.2006 | 21:36
Skjallbandalagið og andhverfa þess
Sammála. Merkilegast finnst mér samt í þessu að ef ég skil yfirlýsinguna sem Helgi sendi fréttastofu sjónvarpsins rétt mun hann sjálfur ekki eiga krónu í félaginu og tekur þátt í þessu sem stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi sem heitir því voðalega nafni Samvinnutryggingar. Það er spurning hvort prófessorinn, sem rætt var við í fréttinni, hafi vitað það þegar hann svaraði spurningunni. Mér sýnist þetta sambærilegt við að formaður bankastjórnar Seðlabankans væri í stjórn einhvers lífeyrissjóðs, sem væri að kaupa hlut í einhverju félagi á markaði.
Merkilegt hvernig allt fer á hvolf ef eitthverjir sem tengast framsókn hreyfa sig í viðskiptalífinu. Egill Helgason, sem er allra manna skapbestur, umhverfist ef hann heyrir á Finn Ingólfsson minnst. Ég er klár á því að Finnur fór alveg yfir strikið í ummælum um Egil í Kastljósinu í fyrra en come on, þetta er ekkert minna en hallærislegt.
8.10.2006 | 13:34
Vatnaskil
Í fyrsta skipti frá 2001 treysta Bandaríkjamenn nú demókrötum betur en repúblíkönum til þess að standa vörð um siðferðisgildi og leiða baráttu gegn hryðjuverkamönnum. Fann þetta í gegnum TPM.
8.10.2006 | 13:19
Follow the money
Michael Corgan staðfestir í viðtali við Egil Helgason að þetta er svona. Nýi samningurinn við Bandaríkin færir okkur í rauninni ekkert það sem ekki er tryggt með NATO-aðildinni sjálfri.
Það getur bara þýtt eitt, menn eru að semja við Kanann aftur til þess að spara sér að taka þátt í þeim kostnaði sem annars mundi fylgja fullgildri aðild að NATO.
Aronskan hefur sigrað. Hvað hefði ríkið þurft að borga mikið til NATO ef ekki lægi fyrir tvíhliða samningur við Bandaríkin? 10 milljarða? 25? Hver sem upphæðin er þá eru menn að spara sér hana með því að hengja sig áfram í tvíhliða samning við Kanann í staðinn fyrir að borga sjálfir kostnaðinn sem fylgir því að vera fullgildur, óháður aðili á alþjóðavettvangi. Í leiðinni er samstarfið útvíkkað á brautir löggæslu- og öryggisgæslu í anda Abu Ghraib og Guantanamo Bay.
7.10.2006 | 12:02
Html er ekki mitt tungumál
Bloggerinn er búinn að vera með uppsteit, drap stílsniðið mitt, þannig að ég þarf að byrja á hægri stikunni upp á nýtt. Það er svolítil handavinna, gef mér einhverja daga í að koma því í gott horf, á meðan eru engir tenglar.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar