Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
4.10.2006 | 09:20
Ekki missa af þessu
Bókmenntaverðlaun dagsins hlýtur Össur Skarphéðinsson. Lesið hér frá upphafi til enda.
4.10.2006 | 09:08
Orð dagsins
Árni Páll Árnason í Mbl.:
Ákvörðun um að hefja samvinnu við bandarísk stjórnvöld um ýmsa þætti löggæslu og landamæravörslu er stefnubreyting af Íslands hálfu og stórpólitísk í eðli sínu. Stjórnvöld skulda þjoðinni skýringar á því hvað það er sem íslensk lögregla á að læra í vinnubrögðum við hryðjuverkavarnir, landamæragæslu og almennu löggæslusamstarfi af bandarískum heryfirvöldum sem henni býðst ekki að læra hjá lögregluyfirvöldum í nágrannalöndum okkar innan Schengen.
3.10.2006 | 16:44
Hvað segir Björn?
Það er spurning hvernig Birni Bjarnasyni fellur í geð ráðning nýs framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Andri Óttarsson hefur skrifað mikið á Deigluna og iðulega gagnrýnt embættisfærslur Björns í embætti dómsmálaráðherra. Skoðum nokkur dæmi:
Þessi grein heitir Versta frumvarp sögunnar, þar er meginefnið gagnrýni á Sturlu Böðvarsson en með beittu skoti á dómsmálaráðherrann:
Í miðjum umræðum um skipan Björns Bjarnasonar á hæstaréttardómara lagði Andri til málanna þessa grein, sem hann kallaði: Ráðherraleg óhlýðni:
3.10.2006 | 14:31
Maðurinn bak við tjöldin hættir
Kjartan Gunnarsson hættur. Þetta eru sannarlega tímamót. Það er sagt að Kjartan hafi aldrei þegið laun fyrir störf sín hjá Sjálfstæðisflokknum, ólíklegt að Andri Óttarsson sé að fara að vinna þarna í sjálfboðavinnu.
Þetta er staðfesting á róttækri breytingu á valdahlutföllum í Sjálfstæðisflokknum. Andri er úr Deigluarminum, hluti af hirðinni í kringum Borgar Þór, stjúpson Geirs H. Haarde. Hanna Birna er nýhætt störfum á skrifstofunni og nú Kjartan. Frjálshyggjudeildin er búin að missa þau tök á flokksmaskínunni sem hún hefur haft í áratugi. Það hljóta að vera framundan umbrotatímar í flokksstarfinu.
Kjartan hefur verið einhver valdamesti maðurinn í íslenskum stjórnmálum í 26 ár. Nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar, áður Þorsteins Pálssonar og Geirs Hallgrímssonar. Kjartan var hvatamaður að kjöri Davíðs í formannsstólinn árið 1991. Þótt hann væri á þeim tíma undirmaður Þorsteins Pálssonar vann hann að framboði og kjöri Davíðs gegn Þorsteini. Sá stuðningur var þungur á metunum. Enginn framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks hefur haft viðlíka áhrif.
3.10.2006 | 11:22
Atvinnumál
Mér telst svo til að 33 af 63 alþingismönnum séu á leið í prófkjör á næstu vikum. Ætli atvinnumál verði ekki meginmál haustþingsins að þessu sinni?
3.10.2006 | 11:03
Hagnýt ættfræði
Valgerður Bjarnadóttir ætlar að sækjast eftir öruggu þingsæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún hefur verið áberandi í greinaskrifum og sem álitsgjafi í sjónvarpi undanfarin ár. Valgerður er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og þess vegna systir Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Fái Valgerður framgang í prófkjörinu munu þau systkinin hittast á þingi og sitja þar hvort fyrir sinn flokkinn. Ætli það auki líkur á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að gera Valgerði að þingmanni?
Í stjórnarmeirihlutanum sem nú situr hafa eins og kunnugt er verið bræður, hvor í sínum flokki. Kristinn H. Gunnarsson, framsóknarmaður, og Gunnar I. Birgisson, sjálfstæðismaður, eru hálfbræður. Gunnar hefur nú sagt af sér þingmennsku til þess að einbeita sér að starfi bæjarstjóra í Kópavogi.
2.10.2006 | 21:39
Hvar er fjarstýringin?
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra annað kvöld í beinni útsendingu á RÚV. Þetta er algjör tímaskekkja, það ætti að láta dagskrá RÚV óhreyfða og vísa okkur þessum 2% sem horfum á þetta á beinar útsendingar frá sjónvarpsstöð Alþingis á Digital Ísland eða Skjánum. Það er ekki lengur hægt að treysta á að nokkur sé að horfa á þetta, fjarstýringin flytur fólk á ljóshraða yfir á Stöð 2, Sýn, Skjá einn eða Sirkus. Þar er örugglega betra sjónvarpsefni í boði. Það er oft ágætt sjónvarpsefni að hafa á Alþingi, en sjaldnast í þessum umræðum. Það eru líka oft ágætar pólitískar umræður á Alþingi en sjaldnast í umræðum um stefnuræðu.
Utandagskrárumræður, umræður um störf þingsins, athugasemdir um fundastjórn forseta og óundirbúnar fyrirspurnir eru beinlínis eru á dagskrá þingsins til þess að sjá sjónvarpsfréttunum fyrir líflegu myndefni úr þingsalnum. Sumir þingmenn hafa náð mikilli leikni í því að spila á það form, til dæmis Össur, Steingrímur J og Helgi Hjörvar sem tala blaðlaust og af innlifun á þeim tveimur mínútum sem þeim er þá úthlutað og passa að "punchline-ið" komi akkúrat þegar forseti rís virðulega á fætur og lætur glymja í bjöllunni.
(Bloggerinn er að stríða mér og er búinn að setja kvóta á lengd færslna, því verður framhald hér að neðan í næstu færslu.)
2.10.2006 | 21:33
Jómfrúrræða Jóns á kvöldinu hans Steingríms
Meira um stefnuræðuna. Ég sagði hér að ofan að oft sæist gott sjónvarpsefni í þingsalnum. Það gerist hins vegar sjaldnast í umræðum um stefnuræðuna. Fólk sem í utandagskrárumræðum, athugasemdum og andsvörum sýnir mikil tilþrif, tilfinningahita og á köflum leiftrandi mælsku minnir þetta kvöld iðulega á sýslumann a ð lesa upp aðfarargerð. Það er bara Steingrímur J sem blómstrar alltaf á þessu kvöldi, mætir blaðlaus í pontuna eins og endranær og lætur vaða á súðum í viðtengingarhætti. Sjaldnast verða þarna raunverulegar umræður, flestir halda sig við nestið sitt og eyða ekki orði á það sem aðrir hafa sagt.
Það er þó eitt sem gerir þessar umræður athyglisverðar í ár, í þeim mun nýr formaður Framsóknarflokksins í fyrsta skipti stíga í ræðustól Alþingis og flytja boðskap sinn. Í Gallup í kvöld kom fram að flokkurinn situr fastur í 9% fylgi og vinsældir nýja formannsins í ráðherrastóli mælast mitt á milli Björns Bjarnasonar og Sturlu Böðvarssonar. Það er kannski ekki óvænt, því Jón er lítið þekktur, en bendir til þess að hann eigi mikið verk óunnið fyrir kosningar. Það er því mikið í húfi fyrir Jón að honum takist vel upp í kvöld. Ætli hann mæti blaðlaus í pontuna?
2.10.2006 | 09:57
Tvö dagblöð
Ég var að lesa bloggið hans Skapta og reyna að klóra mig fram úr fyrirsögnum spænskra blaða um Eið Smára þegar blaðið La Vanguardia varð á vegi mínum. Það mætti halda að sama góða fólkið hefði hannað hausinn á því blaði og hannaði haus Fréttablaðsins á sínum tíma.
2.10.2006 | 09:32
Fjórir Eyjamenn í prófkjörum á Suðurlandi?
Spurningin er víst ekki hvort Róbert Marshall fer í prófkjör á vegum Samfylkingarinnar heldur hvar. Ég sagði frá því um daginn að rætt væri um að hann ætlaði sér í prófkjörið í Reykjavík. Samfylkingarfólk á Suðurlandi býst líka við því að Róbert fari fram þar enda borinn og barnfæddur Eyjapeyi eins og kunnugt er og leysti Árna Johnsen af í Brekkusöngnum meðan Árni var á Kvíabryggju.
Ef Róbert lætur slag standa verða amk fjórir Eyjamenn að sækjast eftir þingsæti í prófkjörum næstu vikna, því báðir þingmenn Eyjamanna, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu, og Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki, sækjast eftir endurkjöri. Svo er auðvitað Árni Johnsen.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar