Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
31.10.2006 | 21:17
Viska dagsins
31.10.2006 | 20:40
Sagnaþulur samtímans
Í útgáfu Össurar er frásögnin af átökunum innan Sjálfstæðisflokksins svo spennandi og dramatísk að betri reyfari kemur tæplega á markaðinn þetta árið. Það þýðir ekkert að birta úr þessu kafla, þetta þarf að lesa frá upphafi til enda. Ég veit ekki um heimildagildið en stílþrifin trúi ég að fari langt með að tryggja þessari útgáfu sess á spjöldum sögunnar.
31.10.2006 | 16:43
Menn fólksins
KB-banki greiðir sjö milljarða í skatta, samkvæmt álagningarskrá, meira en nokkur aðili í landinu. Á dögunum var í fréttum að hagnaður fyrirtækisins fyrstu níu mánuðina væri meiri en verðmæti alls sjávarafla sem kemur hér að landi á heilu ári. Saga þessa fyrirtækis undanfarin áratug er náttúrlega ekkert annað en ótrúlegt ævintýri.
Fyrir 10 árum keyptu sparisjóðirnir 50% hlut Búnaðarbankans í því sem þá hét Kaupþing. Á þeim tíma var fyrirtækið að mig minnir metið á um 300 milljónir króna. Sigurður Einarsson var þá aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, en tók skömmu síðar við forstjórastóli. Minn gamli og góði skólabróðir er tvímælalaust langmesti gróðapungur Íslandssögunnar og húrra fyrir honum. Í höndum hans og samstarfsmanna hans hefur þetta fyrirtæki blómstrað og fært hluthöfum sínum og öllu þessu samfélagi lygilegan arð. Verðmæti þess hefur aukist stjarnfræðilega, einhver sagði mér að það hefði allt að því 2000 faldast á þessum tíma.
Mér finnst rétt að nefna þetta af því að þeir sem eiga heiðurinn af þessu ævintýri hafa að mínu mati aldrei notið sannmælis í umræðu hér á Íslandi, þeir hafa allan tímann verið með áhrifamikla hælbíta á eftir sér og hafa þeir einskis látið ófreistað til þess að láta spunavélar sínar rakka þessa starfsemi niður og rægja jafnt hér heima og erlendis, meðan öðrum er hossað fyrir afrek sem ekki komast í hálfkvisti við það ævintýri sem uppbygging og vöxtur Kaupþings hefur verið undanfarinn áratug. Og þar hafið þið það.
31.10.2006 | 16:39
And the winner is...
Eftir líflegar umræður í kommentakerfinu hér að neðan treysti ég mér til þess að úrskurða að Anna Kristín Gunnarsdóttir er verðugur handhafi titilsins Óþekkti þingmaðurinn. Aðrir sem koma sterkir inn og deila 2.-4. sæti eru Valdimar Leó Friðriksson, Þuríður Backman og Jón Gunnarsson.
30.10.2006 | 20:27
Niður brekkuna
Aðeins 3 af 25 stærstu dagblöðum Bandaríkjanna juku útbreiðslu sína síðustu mánuði. NY Post það eina sem bætir við sig að gagni. LA Times missir 8%, NY Times 3,5. Meira hér.
30.10.2006 | 18:27
Óþekkti þingmaðurinn eða Vitlausa póstnúmerið
Kostulegar þessar skýringar Önnu Kristínar Gunnarsdóttur á hrakförum sínum í prófkjörinu. Ég á reyndar erfitt með að setja mig inn í þessa stemmningu að það skipti miklu máli í hvaða póstnúmeri þú býrð hvort þú færð einhver atkvæði. Veit ekki til þess að á þessu landsvæði sé einhver að spá í hvort frambjóðandi býr í 105, 109 eða 220. En ég veit að úti á landi er þetta eitthvað sem skiptir máli. Ég held samt að þetta ráði ekki úrslitum þegar frambærilegt fólk á í hlut og að Anna Kristín reyni þarna að selja sjálfri sér fullauðvelda skýringu.
Nú er hún sitjandi þingmaður og kannski sá þingmaður sem fæstir Íslendingar þekkja. Hún átti aldrei séns í 1. sætið og tapar 2. sætinu fyrir manni sem var hættur eftir tilþrifalítinn pólitískan feril. Hún hangir með 16 atkvæðum í 3ja sætinu. Sú sem var næstum búin að fella hana enn neðar var einn fjögurra "vestfirskra" frambjóðenda í toppslagnum og aðeins búin að búa í kjördæminu í nokkrar vikur. Anna Kristín var hins vegar eini frambjóðandinn úr norðvesturhluta kjördæmisins sem sóttist eftir forystusæti.
Ég kaupi ekki að póstnúmerið hafi ráðið úrslitum og held að málið sé einfaldlega þetta: Hefði Anna Kristín notað betur það tækifæri sem hún hefur fengið á þessu kjörtímabili hefði hún rúllað þessu upp. Hún hafði forskot þegar lagt var af stað, eina konan í hópi alþingismanna í kjördæminu, en það nýttist henni ekki.
Ps. Er Anna Kristín réttur handhafi titilsins Óþekkti þingmaðurinn? Hverjir aðrir koma til greina? Svör óskast í komment.
30.10.2006 | 11:29
Mjór munur
Helgu Völu Helgadóttur vantaði aðeins 16 atkvæði til þess að fella Önnu Kristínu Gunnarsdóttur úr 3ja sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV. Hún hafnaði í 5. sæti, þar sem Sigurður Pétursson var með massívan stuðning í 4. sætið, sem hann sóttist eftir.
30.10.2006 | 09:12
Sagan öll
Sme segir fréttir á blogginu sínu, í tilefni af útkomu nýja tímaritsins, athyglisverð lesning, m.a. þetta:
29.10.2006 | 22:20
Fram og aftur Miklubrautina
Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður ákváðu á 30 manna kjördæmisþingi í dag að stilla upp framboðslista sínum vegna alþingiskosninganna næsta vor. Jón Sigurðsson formaður vill skipa fyrsta sætið og ekki er annað vitað en að Guðjón Ólafur Jónsson alþingismaður stefni í annað sætið. Óvíst er um fyrirætlanir Sæunnar Stefánsdóttur, þingmanns kjördæmisins og ritara flokksins, en hún er um þessar mundir á ferðalagi um Norðausturkjördæmi.
Framsóknarmenn stilltu upp í báðum Reykjavíkurkjördæmum fyrir síðustu kosningar og margir vildu að önnur leið yrði farin nú, annað hvort með kosningu á tvöföldu kjördæmisþingi beggja Reykjavíkurkjördæmanna eða prófkjöri. Ekki var stemmning fyrir þeirri leið norðan Miklubrautarinnar.
Óvíst er hvað gerist í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þar er kjördæmisþing annan fimmtudag og þá skýrist fyrst hvort framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur stilla sameiginlega upp framboðslista eða hvort þeir sunnanmegin fara eigin leiðir og efna til tvöfalds kjördæmisþings eða prófkjörs.
29.10.2006 | 18:47
Egill má sköpum renna
Björn skrifar sig frá úrslitunum í nýjum pistli. Kemur víða við. Gefur í skyn að hverfafélögum sé beitt í þágu ákveðinna manna en ekki flokksins í heild. Jón Baldvin og andstæðingar utan flokks fá sinn skerf fyrir "atlöguna" og einnig SUS fyrir "dæmalausa ályktun" á viðkvæmasta stigi prófkjörsbaráttunnar. Svo eru það álitsgjafarnir. Úr hópi þeirra nefnir Björn sérstaklega Sigurjón M. Egilsson og Egil Helgason til sögunnar "sem þá álitsgjafa sem sótt hafi harðast" að sér.
Þetta er í annað sinn sem Björn nefnir Egil Helgason til sögunnar þegar hann sleikir sárin eftir að hafa tapað kosningum. Eftir borgarstjórnarkosningarnar 2002, þar sem Birni mistókst að fella Reykjavíkurlistann, sagði hann þetta í pistli:
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536845
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar