21.12.2006 | 20:03
Blaðamannafréttir dagsins
Úff. Það er nú meira hringlið á honum Brynjólfi Guðmundssyni, fréttastjóra á Blaðinu. Mér er ekki ljúft að skrifa hér í þriðja skipti færslu um það hvort hann ætli að fara eða vera eftir að -sme er hættur sem ritstjóri, en eftir að ég er einu sinni byrjaður á þessu er engin leið að hætta, fyrst drengurinn heldur alltaf áfram að skipta um skoðun.
Haldið þið ekki að hann sé einu sinni enn búinn að snúa við Blaðinu? Hann ætlar að hætta um áramót, er búinn að taka tilboði frá -sme og verður með honum á nýja blaðinu. Sem sagt kominn í heilan hring frá því að ég skrifaði þetta og þetta. ég mun aldrei aftur minnast á það hvar Brynjólfur vinnur.
En það er fleira að frétta úr þessum bransa. Björgvin Guðmundsson, ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins, verður fréttastjóri nú eftir að Trausti Hafliðason er orðinn ritstjóri Blaðsins. Fyrra starf Björgvins sem fólst í umsjón með aðsendum greinum og efni á leiðaraopnu verður fyrst um sinn í höndum ritstjóranna tveggja.
Þriðja fréttin af mannahaldi á blöðum er svo sú að Brjánn Jónasson, einn af helstu fréttamönnum Morgunblaðsins nú um stundir, hættir þar um áramót og byrjar á nýju ári í vinnu á Fréttablaðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536781
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björgvin Guðmundsson á örulegga eftir að standa sig vel í þessu starfi, hann er klár strákur með skýra sín. Hann var á árum áður mjög öflugur bloggari.
TómasHa, 21.12.2006 kl. 21:13
Björgvin Guðmundsson á örulegga eftir að standa sig vel í þessu starfi, hann er klár strákur með skýra sín. Hann var á árum áður mjög öflugur bloggari.
TómasHa, 21.12.2006 kl. 21:13
Leiðinlegt að Binni hafi ákveðið að láta sig hverfa eftir allt, þetta mannaflakk minnir mig á gömlu tímana þegar ég fylgdist með NBA-deildinni, þar voru þeir samt með sér tímabil þar sem skiptingar máttu fara fram, blaðamannabransanum veitir ekki af svoleiðis.
Atli Fannar Bjarkason, 21.12.2006 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.