hux

Hvað nú?

Það er fagnaðarefni að ríkissaksóknari hafi skýrt ákvörðun sína í kærumáli Jóns Baldvins og Árna Páls með sérstakri yfirlýsingu. Það er óvenjulegt enda ber honum engin skylda til þess. Ríkissaksóknari heyrir nefnilega ekki undir einn né neinn, hann er ríki í ríkinu. Þegar hann ákærir menn er málatilbúnaður hans eðli málsins samkvæmt prófaður fyrir dómi en þegar hann ákærir ekki hefur enginn aðili í þjóðfélaginu færi á að fara yfir forsendur niðurstöðu hans; það gætir enginn þessa varðar.

Ríkissaksóknari túlkar venjulega allan lagabókstaf um embætti sitt með þrengsta mögulega hætti. Því er óvenjulegt að hann rökstyðji niðurstöðu sína með þeim hætti sem gert hefur verið í dag, fyrir því eru PR-ástæður eða pólitískar ástæður, ekki hitt að á honum hvíli lagaleg skylda til þess.

Menn sitja uppi með það að í þessum efnum er ekki hægt að deila við ríkissaksóknara. Hann vísar í yfirlýsingu sinni til forsendna og upplýsinga og dregur af þeim ályktanir sem verða hin endanlega niðurstaða málsins af því að enginn annar á að því aðkomu. (Árétta að þetta eru komment á staðreyndir um lögformlegt skipulag ákæruvalds í landinu og tengjast hugmyndum um hvernig almennu eftirliti með stofnunum samfélagsins eigi að vera háttað, þetta lýsir ekki einhverju vantrausti á persónu ríkissaksóknara.)

En höldum því líka til haga að markmið lögreglurannsókna er ekki að leiða í ljós hvort tiltekinn atburður hafi átt sér stað heldur að koma fram refsingu fyrir refsiverð brot á lögum, á þessu tvennu er mikill munur. Ástæða þess að rannsókn lýkur er sú að ekki atburður hafi ekki gerst heldur sá að rannsókn kallar ekki fram upplýsingar sem líklegt er að nægi til sakfellis yfir einhverjum einstaklingi fyrir brot á lögum. Þetta er bara svona.

Höldum því líka til haga að ef ríkissaksóknari telur fram komið að maður hafi haft uppi rangar sakargiftir ber honum skylda til að ákæra þann mann og draga fyrir dóm. Þeir sem vilja draga þá ályktun af því að rannsókninni er hætt að hleranir hafi ekki átt sér stað hljóta með sama hætti að túlka þá staðreynd að JBH og ÁPÁ eru ekki kærðir fyrir rangar sakargiftir með þeim hætti að þeir hafi ekki borið fram rangar sakargiftir, eða hvað?

Eins og mál standa nú verður mál Jóns Baldvins og Árna Páls vatn á myllu þeirra sem vilja sem minnst úr umræðum um hleranir gera. Það væri vont. Í því efni liggja nefnilega fyrir óyggjandi staðreyndir í skjölum og gögnum. Upplýsingar um hleranir hjá Hannibal, ASÍ, Ragnari Arnalds og öðrum eru ærin ástæða til þess að setja lög sem kveða á um sakaruppgjöf þeirra sem veitt geta þýðingarmiklar upplýsingar og sérstakan farveg rannsóknar þessara mála, t.d. hjá þingnefnd.


mbl.is Rannsókn á meintum hlerunum ekki haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu til í að þýða þennan texta yfir á íslensku?

KV (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 20:29

2 identicon

Ertu til í að þýða þennan texta yfir á íslensku?

KV (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband