15.12.2006 | 14:26
Þættinum hefur borist bréf
Helgi Seljan hefur svarað fyrirspurn minni, sem ég beindi til hans hér og sent mér bréf sem er svohljóðandi:
"Sæll Pétur.
Sá að þú beindir þeirri spurningu til mín hvers vegna ég hefði kosið að taka það fram að þú hefðir verið ritstjóri kosningavefs Framsóknarflokksins í umfjöllun Kastjóss um verkefnaráðningar hjá borginni og fyrirtækjum í hennar eigu. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að í síðustu kosningabaráttu Framsóknarmanna í borginni gegndir þú ritsjórastöðu Hrifluvefsins, sem þá var kosningavefur Framsóknarmanna í Reykjavík. Þarna var ekki og ég endurtek svo það sé alveg á hreinu alls ekki verið að tala um vefsíðu þína hux.blog.is."
Helgi lætur fylgja bréfi sínu afrit af frétt NFS frá 19. mars sl. þar sem fjallað var um tilburði fyrrverandi borgarfulltrúa sem taldi sig ritskoðaðan af því að pistill hennar fékkst ekki birtur á Hriflunni og henni vísað með umkvörtunarefni sitt á póstlista flokksfélaga. Fjölmiðlar stukku á málið, sem í mínum huga snerist ekki um ritskoðun heldur ritstjórnarlegt sjálfstæði. En ég ítreka það sem ég sagði hér um daginn að ég var ritstjóri Hriflunnar um nokkurra vikna skeið en hætti því starfi að eigin frumkvæði þegar ég réði mig til Fréttablaðsins ca. 20. mars. Þá voru tæpir tveir mánuðir í kjördag og kosningabaráttan varla hafin. En ég þakka Helga bréfið og hvet hann að lokum til að taka Sigmar sér til fyrirmyndar og fara að blogga sjálfur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536806
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.