hux

Hástökk án atrennu

Það kemur ekki á óvart að Hjálmar Árnason hafi ákveðið að bjóða sig fram gegn Guðna Ágústssyni í 1. sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Það hefur lengi mátt skynja á Hjálmari að hann var orðinn leiður á að eiga ekki möguleika í ráðherrastóli. Ég vann um tíma náið með Hjálmari (sem er afskaplega góður vinnufélagi) og hef búist við því að hann veldi annan tveggja kosta: 1. að bjóða sig fram gegn Guðna. 2. að draga sig í hlé og hætta afskiptum af stjórnmálum. Ég lagði aldrei trúnað á þær frásagnir að hann ætlaði sér áfram að sitja í 2. sætinu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með baráttu þessara gömlu vopnabræðra,  Hjálmars og Guðna. Ég hef ekki trú á að Hjálmar geti lagt Guðna að velli.

Ég er sannfærður um að staða Guðna er mjög sterk í kjördæminu og innan flokksins en það er greinilegt að Hjálmar gerir út á þá umræðu að enginn Suðurnesjamaður sé í fremstu víglínu hjá flokkunum. Þannig að hann ætlar að láta póstnúmerið, sem hann býr í, og liðsinni utanflokksfólks tryggja sér forystusætið. Eina von hans er að smala miklu liði utanflokksfólks til þátttöku í prófkjörinu. Spurning hvort það gangi jafnvel hjá Hjálmari og það gekk hjá Árna Johnsen.

Ég held hins vegar að allt eins líklegt sé að þetta verði til að 2. sætið gangi Hjálmari líka úr greipum. Hann er engan veginn óumdeildur innan flokksins í kjördæminu, hvorki á Suðurnesjum né annars staðar. Tel mig reyndar vita að það sé honum nokk sama um, hann vilji berjast fyrir sínu, leggja allt undir og annað hvort veita forystu eða draga sig í hlé og berjast til síðasta blóðdropa.


mbl.is Hjálmar Árnason gefur kost á sér í efsta sætið í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband