9.12.2006 | 20:49
Íslendingur handtekinn í Palestínu
Ég hef hvergi séð fjallað um þetta í fjölmiðlum:
Ég var handtekinn af Ísraelskum hermönnum og látinn dúsa í gærsluvarðhaldi í rúmar fimm klukkustundir eftir að hafa ,,óhlýðnast" skipun hermanns á Huwwara-herhliðinu við borgina Nablus síðastliðinn laugardag. [...] Þegar ég kom á staðinn tók ég eftir palestínskri konu sem bað örvæntingarfull um að fá að vera hleypt í gegn án þess að bíða í röð þar sem barnið hennar væri fárveikt. Ég reyndi að bakka upp málstað konunnar með því ræða við hermennina um það sem amaði að barninu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi veistu það er nóg af áróðri gegn Ísraelsmönnum.
Vonandi eru fjölmiðlar að fá leið á þessu, aldrei séð maður fjallað um málefni frá sjónarhorni Ísraelsmanna.
Geiri (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 22:35
Var einmitt að lesa um þetta áðan. Ástandið er skelfilegt þarna og ævintýri þessa unga manns eru vel til þess fallin að varpa ljósi á það.
Skrítið að enginn fjölmiðill skuli gera mat úr þessum frásögnum.
K. Geir (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 23:06
Fréttin af honum Agli er í Blaðinu í dag á blaðsíðu 6..
Atli Fannar Bjarkason, 9.12.2006 kl. 23:24
þetta er hans frasög algerlega óstaðfest, þegar menn eru að segja svona og gera sig að hetjum er smá smell. Menn ættu frekar að gera sér mat úr því að æðati ráðamaður palestínumanna var í dag í'iran að handsala samning um að halda áfram að berjast og þurrka út Ísrael? þannig ég spyr afhverju taka Ísraelar ekki bara niður eftirlitstöðvarnar og hleypa sjálfsmorðssveitum Hamaz óhrindrað yfir, sem by the way hafa verið mikið að nota sjúkrabíla of konur til að gera skítverkin fyrir sig
ehud (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 23:55
ehud hér á landi er málfrelsi þar sem fólki er heimilit að tjá sig. Gaman að vita afhverju að þú telur að þessi drengur sé að ljúga. Hann er þó á staðnum ekki þú.
Ætlar þú að halda því fram að það séu ekki konur í Ísraelska hernum sem drepur svona c.a. 10 palestínu menn fyrir hvern Ísraela sem er feldur. Og það oftast nú síðustu árum í landnemabyggðum sem er búið að koma upp á landi Palestínu. Ert þú kannski einn af þeim sem heldur að eina lausn málsins sé að útríma palestínumönnum eða hrekja þá frá löndum sínum? Og fagnar þá kannski ógurlega þegar að Ísraelsmenn gera árásir akkúrat þegar samningar eru að nást.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2006 kl. 12:12
það að hann sé á staðnum staðfestir ekki sannsögli. Þú lætur að því liggja að Ísraelar stundi af yfirlögðu ráði dráp á óbreyttum borgurum, það er ekki rétt og ef þú kynntir þér málið myndirpu komast að því. Það eru engin stjórnvöld í Palsetínu þannig að Ísraelar verða sjálifir að fara á eftir þeim mönnum sem hafa framið eða eru á leiðinni að fremja hryðjuverk og í þeim aðgerðum falla því miður oft óbreyttir borgara, verða á milli aðila. Þetta er ekkert hlutfallareikningur hver drepur mest, ef svo væri væru Ísraelar ekki h´æalfdrættingar á við Sýrlendinga eða Jórdani.
Ég er einn af þeim sem vill sjá stórnvöld í Pals--u og land fyrir palestínumenn og frið og sammvinnu þessara þjóða. Ég vill leggja niður landnemabyggðir að lang mestu. En mundu að núverandi stjórnvöld í Pale-u vilja tortíma Ísraelsríki.
menn verða að sjá heildarmyndina Ísrael er milli steins og sleggju og tilveru þess er stöðugt ógnað og hlutur Írans er ógnverkjani í endurvakningu ofbeldis kynnið ykkur það og fjallið um
ehud (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 14:56
(ehud) Það er nú dálítið þreytandi að halda því fram að myndin sem við höfum að stöðunni þarna sé hliðholl palesínumönnum. Mundu það að flestar fréttir sem við fáum hér eru frá fréttastofum í eigu Bandaríkjamanna og öðrum sem eru hlutlausir í þessum málum. Bandaríkin hafa staðið eins og klettur að baki Ísrael og þeir sem hafa komið þangað hafa bent mér á að það var varla fyrir 20 árum skóli í Ísrael sem var ekki reystur af erlendu fjármagni. Á meðan gátu Ísraelsmenn byggt upp her sem er einn af 10 öflugustu herjum í heimi.
Þessum her hefur veri beitt óspart gegn börnum og unglingum sem mótmæla því að komast varla í skóla, fátækt og ömulegu skilyrðum sem þeim hafa verið sköpuð með því að kasta grjóti í átt að hermönnum og fyrir það eru þau drepin. Mundi það réttlæta að allir íslendingar væru drepnir eða sveltir ef að grunur væri að hér leyndist maður sem hugsanlega hefði framið/ætlaði að fremja einhvern glæp gengi t.d. Bretlandi/ eða ætlað að fremja Heldur þú að aðgerðir Ísraela skili einhverntíma þessum árangri að þessar þjóðir geti lifað hlið við hlið? Heldur þú að börn sem alast upp við þessi skilyrði læri að elska nágrana sína?
Bíddu hafa Íranir sjálfir farið með hernaði á eitthvert ríki síðan að þeir réðust inn í Írak á sínum tíma. Eru það ekki við Bandaríkin og "Villjugu þjóðirnar sem erum í stríði þar?
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2006 kl. 15:11
írak réðst á íran. æj ertu allveg með vinstri veikina á fullu. Bandaríkjamenn hafa stutt fullt af löndum um allan heim td Egypta, Jórdani S-kóreu ect. Rússar byggðu upp heri Sýrlendinga-Írana-Egypta (pre 73) og helling fleiri. Þessi börn og unglingar sem þú nefnir er oftar en ekki beitt gegn IDF af herskáum samtökum. Combat zone er hættulegur staður og ef þú ferð inn á hann seturu þig í hættu meðvitað, ég endurtek IDF drepur ekki saklausa borgar vísvitandi. Og þessi mótrök hjá þér einkennast af USA hatri og barnaskap.
Ég ítreka ég styð frið ef það finnst einhver til að semja við. Og kynntu þér uppgang Hamas og Hizbollha með íhlutum Írana að leiðarljósi og reyndu að sjá hvað þeir eru að reyna
ehud (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 15:43
Já kannski er ég með vinstriveikina. En ég eins og þú tek mína afstöðu og byggi hana á því sem ég heyri, les og því sem mér finnst og hef bara fulla heimild til þess. Ég held að þessar aðferðir Ísraels leiði aldrei til friðs. Ég held að til að koma friði þarna á þurfi SÞ að taka sér stöðu þarna á milli um ókomin ár. EN það vilja Ísraelsmenn ekki.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2006 kl. 15:50
Sameinuðuþjóðirnar my ass, þær horfðu á morðinn í Rúanda og núna Darfur, þær gerðu ekkert tiil að bjarga Múslímum í Bosniú það var kaninn sem þú hatar sem gerði það, og kaninn stillti líka til friðar í Líberíu etc SÞ er spillt kúkastofnun. Þeir hafa verið í Líbanon lengi lengi og marg oft hafa þeir horft upp á Hizbolha nota byggðir borgara sem skildi er þeir senda flaugarnar yfir til Ísraels og meira að segja var 3 hermönnum rænt fyrir nokkrum áru fyrir framan bækistöðvar þeirra og þeir bara horfðu á. Þú virðist ekki skilja það að það er enginn til að semja við hjá palestínumönnum, Hamaz vill útrýmingu Ísraels á að semja við þá. Þú ættir að kynna þér samninginn sem Arafat hafnaði í Camp David og ef þér finnst hann halla á Palestínumenn lestu hann þá aftur. Ástæðan fyrir þv´að Ísraelar vilja ekki SÞ eru margar og meðal annars finnst þeim sveitir þeirra duglausar og svo er ótrúlegt en satt gríðarlegt gyðingahatur í heiminum og hér á landi er það skuggalegt. Ég hef séð margar færslur aþr ina færsæla lausninn hefði verið sú að Hitler hefði drepið alla. Ísraela vilja frið og hafa marg oft boðið hann en aldrei fengið hljómgunn það er sannleikurinn
ehud (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 20:49
Þú þarna "Ehud" ég held að þú ættir að láta skoða þig milli eyrnana. Það sem er að gerast þarna niðru frá er nátturulega hræðilegt. Þetta er stríð á milli Ísralsríki og Palenstínu og staðan er sú að Ísrealsríki er yfir eins og er. Gyðingarnir halda hinum almenna borgara í járnkrumlu og eru í rólegheitum að murka lífið úr þessu fólki. Þetta kallast öðrum orðum "Þjóðarhreinsun". Ísrealsríki eru komnir með 45% land Palenstínu í sínar hendur og eru að safna restinni í rólegheitum. Þessir svokölluðu Kanar með gúmmíbrúðu í hvíta húsinu eru búnir að setja viðskiptabann á Palenstínu. Það sem verður að athuga í þessu samhengi er hvað alþýða Palenstínu er að þjást. Hamas, Hisbolla, Ísrealsher, ofsatrúaðir gyðingar og annað hyski er allt af sama meiði. Þeir sem þjást er fólkið í Palenstínu. Ef þú sérð þetta ekki í þessu ljósi þá þarftu að láta skoða á þér höfuðið. Drengurinn sem er þarna niður frá er hetja og Íslendingum til sóma.
Ólafur Sveinbjoörnsson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 00:52
það er ekki hægt að svara þér vegna þess að þú hefur afskaplega lítinn skilning á þessu máli. Heldurðu að almenningur í Ísrael líði ekki líka fyrir ástandið ps þetta er ekki þjóðarhreinsun það er allt annað. Það er það sem Hamas vill gera vð Ísraelsku þjóðina. Og þú notar orðið Gyðingarnir það er kynþáttahaturs bragur á því orði hjá þér
ehud (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 09:36
það að þú skulir svara svona fyrir þig segir mér bara að þú getur ekki verið með mikla greind og endurtek að láta skoða á þér höfuðið. Þetta eru ekki skoðanir mínar þetta er bara allvara það sem er að gerast það er verið að murka lífið úr alþýðu Palenstínu og það eru menn með þína hugsun og hatur sem eru aðstoða við það. Kallaðu mig kynþáttahattara og öllum illum nöfnum, mér er allveg sama. það breytir ekki ástandinu reyndu frekar að breyta hugsun þinni og taktu drenginn hann Egill Bjarnasson til fyrirmyndar. Það er fyrir svona fólk eins og hann að ástandið getur breyst.
Ólafur Sveinbjörnsson
Ólafur Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 14:36
Ég nenni ekki að setja út á ruglið í ehud nema að benda honum á að gyðingar eru ekki styggðaryrði, þar er hann að rugla saman við orðið júðar. En ég sá upphaflega slóðina á þessa bloggsíðu á annað hvort mbl.is eða vísi, þannig að eitthvað eru fjölmiðlarnir að fylgjast með honum þótt það mætti hugsanlega gera betur.
Ásgeir H (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 19:59
Það hefur enginn ennþá komið að mínum dómi með sannfærandi rök fyrir sínu máli , en samt eru menn að tala um ruglið í mér. Það eru nokkrar spurningar sem enginn ykkar hefur svarað, td við hvern eiga Ísraelsmenn að semja og getur ekki verið að öfgaöfl í Palestínu ýti undir og kyndi ofbeldið sér til hagsmuna á kostnað þjóðar sinnar.
Persónulega þrái ég frið þarna niður frá en ég sé bara eingan leiðtga sem er sannfærandi Hannan Ashrawi er ágæt en hún er ekki poppular. Marwan barquthi er sennilega skásti kosturinn enda talar hann reyprennandi hebresku og er vel að sér, málið er að hann er í fangelsi dæmdur fyrir hryðjuverk sem hann tók þátt í að skipuleggja. 25% ísraaelsku þjóðarinnar er undir fátæktarmörkum út af átökunum þannig að ekki hagnas ísrael á ástandinu og 70% pales þjóðarinnar.
Þið sem eruð að gaspra´hér og saka fólk um að rugla´ættuð frekar að vera málefnalegir og fjalla um málið að einhverju viti.
Ekki endurtaka ruglið sem hljómar allstaðar þetta eru risavaxnar fangabúðir, þeir eru að stunda þjóðarmorð,þeir vilja ekki frið, þeir ætla að sölsa undir sig allt land þeir eru að drepa saklausar konur og börn etc etc þetta er ekki sannleikurinn kynnið ykkur hann áður en þið myndið ykkur skoðun
þegar sagt er gYÐINGARNIR ER TÓNNINN NIÐRANDI ÞEIR ERU FÓLK ALLVEG EINS OG PALETÍNUMENN
ehud (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 22:01
Sharon á leiðarenda
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er frægastur fyrir fjöldamorð í flóttamannabúðunum Sabra og Chatilla árið 1982, þegar hann smalaði fólki, þar á meðal börnum, inn í hús, sem hann lét síðan sprengja í loft upp. Þetta var hefnd að hætti þýzkra nazista, sem á sínum tíma drápu allt fólk í Lidice.
Sharon verður fáum harmdauði. Hann er hryðjuverkamaður og stríðsglæpamaður, heldur verri en Simon Peres, sem einnig stóð að fjöldamorðum á Palestínumönnum í Líbanon. Þeir illu félagar eru nýlega búnir að stofna stjórnmálaflokk, sem á að starfa á miðju stjórnmála Ísraels, hvað sem það þýðir.
Eini kosturinn við Sharon er, að enn verri menn taka við af honum. Ég átti þess kost fyrir mörgum árum að hlusta á Ehud Olmert í kvöldverðarboði í Jerúsalem, þáverandi borgarstjóra og núverandi forsætisráðherra. Það var froðufellandi geðsjúklingur, sem talaði, minnti mig á bíómyndir af Hitler.
Ég hlustaði við annað tækifæri á Benjamin Netanjahu, sem þá var formaður Likud-flokksins. Hann var ekki eins skelfilegur og Olmert, en eigi að síður fullur af mannhatri. Raunar var vist mín í Jersúsalem eins og vera kominn í tímavél aftur til Berlínar á valdaskeiði herraþjóðar nasizta Hitlers.
Að fara frá Ísrael var eins og að losna úr martröð. Þegar ég fór yfir Allenby-brúna yfir til Jórdaníu fannst mér ég vera kominn til Evrópu. Þar var fólk vingjarnlegt og kurteist, hataði ekki útlendinga. Þar var fólk, sem kunni mannasiði, eins og ég hafði vanizt á ferðum mínum víða um Evrópu.
Ísrael er vandræðaríki, ein af rótum spennunnar, sem ríkir milli íslams annars vegar og krossfara nútímans í stjórnum Bandaríkjanna og Bretlands. Það hefur náð sér í atómvopn og kúgar Palestínu á margvíslegan hátt, nú síðast með miklum múr, sem liggur kruss og þvers yfir akra Palestínumanna.
Vandræðin í alþjóðamálum nútímans stafa af, að Ísrael hefur náð tangarhaldi á Bandaríkjunum, sem fylgja Ísrael í einu og öllu. Persónugervingar þessa illa öxuls eru George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ariel Sharon, en rætur öxulsins liggja í hægri sinnuðum, kristilegum ofsatrúarsöfnuðum vestanhafs.
Engin von er til betri tíma í Miðausturlöndum fyrr en Bandaríkin láta af eindregnum stuðningi við sögufræga bófa í stjórnmálum Ísraels, svo sem Ariel Sharon.
þessi texti er tekinn af Jónas.is sem er mannhatarinn og þaðan af verrra Jónas Krsitjánsson sem með blaðamennsku sinni hefur margann mannin kvalið að ósekju.
Þetta er ótrúlegur texti og manni fallast hendur af því að lesa þetta og vitandi að fullt af fólki les þetta og grípur sem sannleika. Sharon hefur margt á samviskunni en Shabra og Shattila var verk kristinna Líbana Phalangista sem voru að hefna fyrir morð á leiðtoga sínum og fjöldamorðum sem PLO höfðu framið í Kristnum bæ nokkru áður. Fullt af fólki féll 800 manns að talið sé og þar innan um konur og börn, en lang mest samt af skæriliðum PLO frá Alsír,Túnis og fleiri löndum. Aftur á móti bar Ísraelski herinn ábyrgð á búðunum og hefði aldrei átt að hleypa vígasveitum Marónítana inn það er allt önnur saga.
Skrítið að Jónas skuli ekki fjalla um svipuð fjöldamorð í sömu búðum áður sem þá voru framkvæmd með hjálp Sýrlendinga
ehud (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 23:38
Var allt í einu að fatta þetta. Ehud= Ehud Olmert . Gaman að forsetisráðherra Ísrael skuli eyða tíma í að fylgjast með íslensku bloggi. Verst hvað hann veður úr einu í annað. Og það er kannski lýsandi fyrir skoðanir stjórnvalda í Ísrael að fólk á Íslandi megi ekki hafa sínar skoðanir. Ef að ehud er ekki forsetisráðherra Ísrael þá vildi ég vita hvað veldur því að hann veit þetta allt betur. Er hann á staðnum? Hefur hann komið til allra þessara ríkja sem hann nefnir? Hefur hann komið til Palestínu. Hefur hann prófað að búa þar? Heldur hann að málfluttningur hans snúi fólki hér? Veit hann að eins og hann talar þá minnir hann helst á öfgamann? Er það af einhverjum sérstökum ástæðum sem hann skrifar undir dulnefni? Eða er hann kannski eins og maður gæti haldið:Ehud Olmert
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.12.2006 kl. 00:00
ertu ruglaður ég er ekkert að segja að þú megir ekki hafa skoðanir ég er bara að upplýsa þig um staðreynir og bíð en eftir svö0rum
já ég hef verið þarna niður frá reyndar nema aldrei í júdeu og samaríu nei ég meina palestínu
ehud er fyrir Ehud Barak sem var og er snillingur og bauð frið ekki alls fyrir löngu sem var hafnað
Ísraelar ´fóru frá Líbanon og Gaza og segðu mér nú Magnús hvað gerðist?
og svaraðu mér nú við hvern eiga Ísraelar að semja ég iða í skinninu eftir svari frá þér vel upplýstum manninum
Ehud Barak (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 00:25
Ok Ehud hvernig sérð þú fyrir þér að hægt sé að leysa þessar deilur. Það er ljóst að palestinumenn fylgja að stærstum hluta annað hvort PLO eða Hamas. Þeir kusu nú síðast Hamas. Ísraelsmenn gátu ekki samið við PLO og réðust á Palestínu í hvert skipti sem Hamas gerð sjálfsmorðsárásir. Hnepptu stjórnina í herkví. Þeir eru búnir að frysta alla skatta og peninga Palestínu þannig að þeir þurfa að smygla peningum inn í landið í ferðatöskum til að geta borgað lögreglu laun. Þeir hafa komið í veg fyrir að lögreglan fái almennileg vopn en heimta semt að hún afvopni hemdarverkamenn. Síðan í kosninum þá hafnar þjóðin PLO og snýr til Hamas vegna þess að PLO hafði ekki tekist að skapa þjóðinni betri skilyrði og Ísrael farið að setja múr niður langt inn í landi Palestínu þar sem þeir útiloka menn frá að komast til vinnu og að ökrum sínum.
Hverning kemst þarna á friður? Er það ekki líklegast að frið megi ná með því að Ísrael hverfi skilyrðislaust aftur fyrir landamæri sín eins og þau voru fyrir 1966 enda er þeim annað óheimilt skv. alþjóðalögum. Síðan væru Bandarískar sveitir á vegum SÞ setta upp á milli ríkjana. Bandaríksar sveitir vegna þess að Ísrael ætti að treysta þeim. Síðan yrði þetta ástand látið ganga þannig í ár eða áratugi á meðan ný kynslóð er að vaxa upp í hvoru landi sem ekki hefur ástæður til að ala hatur sín á milli.
Ísraelsmönnum tekst aldrei að útrýma Hamas eða PLO með drápum. Það kemur alltaf maður í manns stað. Því hver maður sem er myrtur á son, dóttur, föður eða frænda sem tekur upp málstaðinn í minnigu þess myrta.
Eins þarf að opna fyrir fjármagn sem Palestina réttilega á í Ísrael. Það væri síðan hægt að láta alþjóðlegt eftirlit fylgjast með því hverning þeim fjármunum yrði varið.
Ég tel að ofbeldi kalli á ofbeldi. Og bendi á íslenska málsháttinn. Sá vægir sem vitið hefur meira.
Og nú segi ég stopp í þessum umræðum hér á annarra manna bloggi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.12.2006 kl. 01:10
Haniyeh said that the financial aid was personally approved by Iran's supreme spiritual leader, Ali Khamenei, with whom he met on Sunday.
Following that meeting, Khamenei said: "The day will yet come when all of Palestine will be under Palestinian rule. Only struggle and resistance will restore all of Palestine, every centimeter of it, to its owners. The Palestinian government will receive full support from the Islamic Republic of Iran."
haaretz 2006 12 des
þetta eru stjórnvöldin í Palestínu
ehud (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 01:05
Jæja herra Ehud, líttu nú í augun á veruleikanum eins og hann er og kíktu á bloggið hjá Agli http://austurlandaegill.blog.is/blog/austurlandaegill/
Með von um bata.
Ólafur Sveinbjornsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 02:30
veistu veruleikann er ekki að finna á síðunni hans, bara hans upplifun og hvernig hann sér hlutina. Það að hann missi vin sinn er á engan hátt gott og ég er ekki stuðningsmaður ofbeldis. Ísraelski herinn bregst eflaust oft við á of harðan hátt við í sumum tilvikum, en við verðum að átta okkur á því að hermennirnir eru á aldri Egils og þeir vilja eflaust vera allstaðar annarstaðar en V-bakkanum eða við landamærin hjá Gaza. En Egill er bara með sína upplifun á síðunni og í hans huga er bara einn sökudólgur á ástandinu og allt sem palestínumenn gera rangt er hvergi minnst á. Þetta eru 2 hópar sem deila og sjaldan veldur einn er 2 deila. Ég er alltaf að bíða eftir því að einhver geti sagt mér hér á síðunni við hvern Ísrael eigi að semja og að einhver segir mér hvað gerðist í Líbanon og Gaza þegar Ísraelar fóru af þeim herteknu svæðum.
ehud (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.