8.12.2006 | 19:22
Brynjólfur vill ritstýra Blaðinu
Það bíður mikil áskorun þeirra Sigurðar G. Guðjónssonar útgáfustjóra og Karls Garðarssonar framkvæmdastjóra að halda Blaðinu gangandi við þær aðstæður sem nú blasa við í útgáfunni.
Ritstjórinn -sme hefur sagt upp störfum, líka þrír aðrir lykilstjórnendur á ritstjórninni, Janus sonur sme, og fréttastjórarnir Brynjólfur Guðmundsson og Gunnhildur Arna. Enginn blaðamaður hefur sagt upp, t.a.m. ekki Trausti Hafsteinsson, bróðursonur sme, en sögur gengu um það í dag. Andrés Magnússon blaðamaður er á uppsagnarfresti sem rennur út um áramót og í byrjun vikunnar hætti Örn Arnarson, umsjónarmaður erlendra frétta, en hann hefur ráðið sig til starfa á nýju og endurbættu Viðskiptablaði. Eini stjórandinn á ritstjórninni, sem enn hefur ekki sagt upp er Elín Albertsdóttir, hún er nýkomin til starfa, og sagði samstarfsmönnum sínum í dag að hún teldi að hún hefði nánast verið fengin um borð í fleyið á röngum forsendum.
Það er ekki auðvelt að sjá hvers vegna Sigurður G. og Karl báðu -sme ekki að taka föggur sínar og fara út um leið og hann tilkynnti þeim fyrirætlanir sínar, það hlýtur að vera erfitt fyrir bæði ritstjórann og eigendurna að hafa kallinn vappandi á ritstjórninni við þessar aðstæður. Kannski telja þeir að þeir standi þannig betur í dómsmáli eða lögbannsmáli sem þeir munu væntanlega höfða gegn honum þegar hann gengur á dyr.
Í fljótu bragði er kannski fyrsti kostur Sigurðar og Karls sá að taka tilboði Brynjólfs Guðmundssonar en uppsögn hans var skilyrt. Hann sagðist hafa ráðið sig til blaðsins til að vinna með sme og vildi ekki vinna með öðrum ritstjóra. Hins vegar væri hann sjálfur tilbúinn til að verða ritstjóri. Gunnhildur Arna sagðist líka segja upp því hún væri ekki tilbúin til að ákveða með framtíð sína á blaðinu fyrr en hún vissi hver yrði ritstjóri og hvort hún treysti sér til að vinna með honum. Enginn fyrirvari fylgdi hins vegar uppsögn Janusar, um leið og sme sagði honum af uppsögn sinni, stóð hann upp frá vinnu, gekk inn til Karls Garðarssonar og sagði upp. Janusar beið starf við umbrot Nyhedsavisen í Danmörku þegar hann ákvað að fylgja karli föður sínum upp í Hádegismóa í sumar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2006 kl. 14:02 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.