hux

Velkominn Mr. Burns

Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins á morgun. Það verður mikið fagnaðarefni að fá svar hans við spurningunni um hvaða augum bandarísk stjórnvöld líti þá yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda að þau harmi stríðsreksturinn í Írak. Felur þetta í sér afturköllun á áður veittum stuðningi að mati Bandaríkjamanna? Er þetta áfall fyrir Bandaríkjamenn í ljósi 60 ára náinnar samvinnu ríkjanna tveggja eða er þetta eins loðið og teygjanlegt í allar áttir eins og ýmsir stjórnarandstæðingar hafa vakið á og eitt þeirra mála sem Kristinn H. Gunnarsson átti við þegar hann talaði í þinginu í morgun um ríkisstjórn hins ófrágengna stjórnarsáttmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

auðvitað er þessi yfirlýsing bara til að reyna að fá þjóðina til að halda kjafti og hætta að kvarta yfir þessu ... ég get ekki séð annað ... loðið og teygjanlegt er mín skoðun

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 15:48

2 identicon

Gleymdu þessu....hann fær sömu spurningu og fjöldamorðinginn frá KÍNA sem alþingi bauð með VIP athöfn til Íslands og hún er svona: "Welcome, how do you like Iceland ?"

Thats it....

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband