12.6.2007 | 12:19
Athugasemd
Borist hefur eftirfarandi athugasemd vegna síðustu færslu frá starfsmanni biskupstofu:
Ég geri alvarlega athugasemd við bloggfærsluna sem er á forsíðu HUX, http://www.hux.blog.is/blog/hux/entry/236355/
Hið rétta er að sr. Flosi Magnússon kom á Biskupsstofu í gær, mánudag, til að kvarta undan því að umsóknarfrestur um Tjarnarprestakall hefði runnið út á sunnudegi. Honum var bent á að þegar slíkt gerðist þá gilti næsti dagur á eftir sem síðasti dagur umsóknarfrests, enda er það viðtekin venja í stjórnsýslu.
Honum var ennfremur bent á að ef hann hyggðist sækja um embættið gæti hann komið með umsókn á Biskupsstofu fyrir lokun skrifstofu. Hann gæti einnig póstlagt hana.
Enginn kom á Biskupsstofu með umsókn í gær svo að það er alrangt að einhverjum hafi verið vísað frá. Hins vegar er beðið eftir þeim umsóknum sem berast með pósti tvo virka daga eftir að umsóknarfresti lýkur.
Kveðja,
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
verkefnastjóri samkirkju- og upplýsingamála Ecumenical Affairs, Communications
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536845
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Pétur! Það er hreint með ólíkindum hve fólk er fljótt að dæma alla skapaða hluti án þess að vita nánast ekkert um hvað málið snýst. Þetta sem hér hefur verið að þróast í kringum þetta mál er glöggt dæmi og nægir að lesa athugasemdir við fyrsta blogginu þínu um þetta mál. Dæmið eigi svo þér verðið ekki sjálfir dæmdir.
Jón Sigurðsson fréttaritari á Blönduósi
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 15:07
Þarna hefur orðið einhver misskilningur. Slíkt gerist iðulega í lífinu.
Hlynur Þór Magnússon, 13.6.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.