10.6.2007 | 09:58
Fagra Ísland
Þennan sunnudagsmorgun lítur miðborg Reykjavíkur út eins og óeirðir hafi átt sér stað í Bankastræti sl. nótt. Að vísu sé ég ekki betur en rúður séu allar heilar en samt er gangstéttin þakin glerbrotum. Líklega voru þau glerbrot einu sinni bjórglös og vínglös, ætli þetta séu áhrif reykingabannsins? Gestir veitingahúsanna tolla síður innandyra og þar eru engin borð til að leggja frá sér glösin, þá eru þau bara látin falla, eða sett til hliðar og svo stígur einhver ofan á þau.
Það voru fáir á ferli hér í morgun helst túristar, rónar, einstaka ungir foreldrar með barnavagn og svo við nokkrir félagarnir. Túristarnir eru ekki að anda að sér hreina loftinu eða horfa á Esjuna, þeir fara varlega, horfa forviða á ummerki næturinnar og reyna að varast að stíga á glerbrot. Maður sér á þeim að þeir eru að velta því fyrir sér hvað hafi hér verið á seyði? Þeir komu hingað til að eyða fríinu í hreinasta og óspilltasta landi í heimi !!
Guði sé lof fyrir Hreinsunardeild Reykjavíkur, sagði félagi minn þegar við virtum þetta fyrir okkur. Hvernig væri þessi borg ef ekki væri fólk í vinnu við að tína upp skítinn eftir borgarbúa?
Hér er mynd tekin með farsíma í Bankastræti kl. 9.45 í morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536781
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bý í þessum "fallega" miðbæ og þetta er óþolandi, eins er veggjakrotið þar ófögur sjón.
Eva Þorsteinsdóttir, 10.6.2007 kl. 18:16
Bagdad á vondum degi Helga Vala? Sérðu sundursprengd lík, útlimi á víð og dreif, blóð, grátandi fólk, blóðuga sjúkraliða, brennandi hús, sprengda bíla? Ha?
Björgvin Valur - Bæjarslúðrið, 10.6.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.