7.6.2007 | 22:58
Óvenjuleg og beinskeytt gagnrýni
Athyglisverð gagnrýni Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, á stjórnkerfi útlendingamála í kvöldfréttum RÚV. Hún talar um úrelt stjórnkerfi, önnur ríki hafi endurskipulagt sitt stjórnkerfi í takt við breytta tíma til að auðvelda atvinnulífinu að keppa um hugvit erlendra sérfræðinga.
Saknaði þess að fréttamaður spyrði dýpra um málið. En þessi gagnrýni hlýtur ekki síst að beinast að því ráðuneyti, sem stofnun Hildar heyrir undir, þ.e.a.s. dómsmálaráðuneytinu og það er óvenjulegt að forstöðumenn opinberra stofnana gagnrýni með svo beinskeyttum hætti stjórnkerfið. Hins vegar á félagsmálaráðuneytið hluta af gagnrýninni enda er stjórnsýslu þessara mála skipt milli þessara tveggja ráðuneyta. Vinnumálastofnun félagsmálaráðherra annast útgáfu atvinnuleyfa en Útlendingastofnun útgáfu dvalarleyfa.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnarráðslögunum. Þar er ætlunin að sameina landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti, færa hluta af verkefnum heilbrigðisráðuneytis undir félagsmálaráðuneyti, eitthvað frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis og eitthvað fleira. Ágætis skref en bara skref í átt að nútímalegri stjórnsýslu. Væri ekki ráð að Alþingi tæki nú mið af þessari gagnrýni Hildar og fá hana á fund þingnefndar og gera breytingar á stjórnarráðslögunum og öðrum lögum sem málið snerta til þess að færa okkur inn í 21. öldina hvað varðar stjórnsýslu útlendingamála?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536781
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að vita meira um það hvað Hildur Dungal á við! þjóðverjar t.d hafa greitt götu þeirra sem hafa sérfræðimenntun og þá helst á háskólastigi en þá kemur alltaf þessi spurning um misrétti/jafnrétti. Börn háskólamenntaðra máttu t.d. koma eldri en börn þeirra sem ekki höfðu háskólamenntun (upp í 18 en annars bara uppí tólf eða eitthvað slíkt.) Við erum sennilega á eftir í því að viðurkenna prófgráður og/eða menntun aðkominna.
Baldur Kristjánsson, 8.6.2007 kl. 00:01
Það er athyglisvert að heyra þennan þátt tekinn út sérstaklega, þ.e. hugvit erlendra sérfræðinga. Ég tek undir með Baldri hér að ofan þar sem upp kemur spurning um misrétti eða jafnrétti.
Hins vegar höfum við staðið okkur illa almennt í því að viðurkenna sérfræðimenntun og rétttindi þeirra sem flytja til landsins, þannig að það fólk nýtur sín oft illa, og landið allt nýtur þeirra líka ver - ekki síst atvinnulífið.
Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 11:47
Já, ég tek undir með ykkur Baldur og Gestur, það er eitthvað ógeðfellt við þá hugsun sem Baldur nefnir og líka hitt Gestur að hér er víða erlent hámenntað fólk í láglaunastörfum þar sem menntun þeirra nýtist engan veginn.
Pétur Gunnarsson, 8.6.2007 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.