hux

Velkominn aftur, Steingrímur

Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogi Vinstri grænna er kominn í leitirnar. Ég var farinn að óttast að hann hefði horfið ofan í hyldýpi þeirrar pólitísku sjálfsvorkunnar og sektarkenndar sem draup af hverju orði hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á dögunum þegar hann flutti heila ræðu í beinni sjónvarpsútsendingu á besta tíma. Sú ræða fjallaði um það að Steingrímur hefði leikið af sér eftir kosningar og bæri höfuðábyrgð á því að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn. 

En það er greinilegt að Steingrímur er búinn að gráta og risinn upp öflugri en nokkru sinni fyrr. Rétt í þessu var hann að ljúka við klassíska eldmessu að eigin hætti í þinginu og skammaði Össur Skarphéðinsson blóðugum skömmum fyrir að hafa keypt nokkra lítra af grænni málningu til þess að dulbúa Samfylkinguna með í aðdraganda kosninganna. Það var auðvitað verið að tala um stjóriðjustefnuna sem Samfylkingin þóttist vera á móti í kosningabaráttunni. Össuri varð nokkur um við lesturinn, sem von var, en um leið og hann bar af sér sakir fagnaði hann því að Steingrímur væri snúinn aftur og virtist eins og hann ætti að sér. Auðvitað er það einmitt það sem upp úr stóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Valur - Bæjarslúðrið

Hann er sumsé farinn að láta eins og brjálað foreldri á leik hjá sjötta flokki?

Björgvin Valur - Bæjarslúðrið, 7.6.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Fín líking, Björgvin Valur.

Pétur Gunnarsson, 7.6.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Oddur Ólafsson

Steingrímur var nú bara að reyna að fá samfó til að haga sér eins og fullorðið fólk og bera ábyrgð á og standa með eigin ákvörðunum.  Það má vel vera að vinstri stjórn hafi aldrei verið í spilunum, en Sólrún lét aldrei reyna á það.  Það var hinsvegar Sólrún sem talaði við Katrínu, og það voru reyndar S og D sem mynduðu stjórnina og skrifuðu undir stjórnarsáttmálann.  (VG kom ekki að myndun þessarar ríkisstjórnar eins og svo margt samfylkingarfólk virðist halda.)  Það má benda á að enginn þarf á Íslandi að taka nauðugur þátt í stjórnmálastarfi, hvað þá að taka þátt í myndun ríkisstjórnar sem er þeim ekki að skapi.  

Það hefði verið miklu meiri reisn yfir þeim ef þau hefðu bara sagt hreint út að þau langaði til að mynda ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum.

Oddur Ólafsson, 7.6.2007 kl. 23:13

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Oddur fer hér með fleipur eins og alþjóð veit. Vg var boðið samstarf um græna vinstri stjórn en hafnaði pent. Töldu sig örugga um að vera næstir á óskalista Sjálfstæðismanna og ljáðu ekki máls á neinu öðru. Þýðir ekkert að hlaupast undan því.

Dofri Hermannsson, 8.6.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband