5.6.2007 | 13:46
Stjórnarandstaðan ósammála um þingsköp
Ný stjórnarandstaða á Alþingi náði ekki saman um afstöðu til fyrsta málsins sem kom til meðferðar í þingnefnd eftir kosningar. Við meðferð allsherjarnefndar á frumvarpi til laga um breytingu á þingsköpum Alþingis "klofnaði" stjórnarandstaðan og skilaði tveimur nendarálitum.
Að áliti 1. minnihluta standa Atli Gíslason, fyrir hönd VG, og Siv Friðleifsdóttir, fyrir hönd Framsóknarflokksins. Þau vilja að málinu hafi verið vísað frá enda hafi stjórnarmeirihlutinn rofið áratuga hefð sem sé fyrir því að leita þverpólitískrar samstöðu um breytingar á þingsköpum. Siv og Kolbrún Halldórsdóttir gagnrýndu það svo á þingfundi í dag að stjórnarmeirihlutinn hefði aðeins gefið allsherjarnefnd eina klukkustund á kvöldfundi til að fjalla um málið.
Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, skilar hins vegar sérstöku minnihlutaáliti og vill samþykkja frumvarpið enda sé nauðsynlegt að kjósa í þingnefndir sem fyrst. Vegna áforma um að sameina landbúnaðar- og sjárvarútvegsnefnd í eina en tvístra efnahags- og viðskiptanefnd í tvær er nefndarkjöri alþingis enn ekki lokið og segir Jón í áliti sínu að hvað sem líður gagnrýnisverðum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans í málinu séu þau staðreynd og mestu skipti að kosið verði í nefndirnar og að þær taki til starfa sem fyrst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536790
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.