hux

Samningur Egils rann út í dag og nýr var ekki gerður

Það er ekki auðvelt að sjá hvernig Ari Edwald ætlar sér að halda Agli Helgasyni. Samningurinn sem Egill Helgason, gerði fyrir tveimur árum við 365 um Silfur Egils, rann út í dag, 1. júní.Enginn samningur hefur verið gerður í staðinn og þess vegna virðist blasa við að hann sé laus allra mála. Það er ekki flóknara en það. 

En á Vísi er Ari Edwald að halda því fram að Egill sé samningsbundinn til tveggja ára í viðbót. Ég hef upplýsingar um að þeir hafi að vísu átt í viðræðum fyrir nokkrum vikum, Egill og Ari, án þess að samningur hafi verið gerður. Sá samningur sem í gildi var fékk að renna út án þess að nýr væri gerður og í honum eru að því er ég heyri engar klásúlur sem takmarka atvinnufrelsi Egils að loknum samningstímanum. Einfalt mál, hefði maður haldið. Eða hverju getur krafa vinnuveitenda byggst þegar tímabundinn samningur rennur sitt skeið á enda án þess að nýr samningur sé gerður í staðinn? þegar stórt er spurt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....munnlegur samningur er lagalega séð jafn bindandi sem og ef öll samningsdrög hafa verið samþykkt en bara undirritun eftir er mér sagt....svo er það bara spurning um sönnunarbyrði.....orð gegn orð osvfrv...

Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 07:31

2 identicon

...sorri stína....las bréf lögmanns 365 og egill greyið steinliggur í þessu máli.....karlanginn.

Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband