29.5.2007 | 09:27
Össur ræður aðstoðarmann
Í morgun fékk ég símtal frá manni sem veit allra manna best hvað gerist í iðnaðarráðuneytinu. Hann var að segja mér að búið væri að ganga frá ráðningu aðstöðarmanns Össurar Skarphéðinssonar. Eins og ég vissi og hafði sagt frá hér er það Einar Karl Haraldsson. Þá var ráðningin til umræðu, nú er hún frágengin.
Einar Karl og Össur eru gamlir vopnabræður úr pólitíkinni, líklega voru þeir báðir einhvern tímann ritstjórnar Þjóðviljans. Síðar var Össur ritstjóri á Alþýðublaðinu og DV ef ég man rétt en Einar Karl fyrsti ritstjóri Fréttablaðsins. Líklega eiga þeir eftir að líta saman í blöðin á morgnana félagarnir.
Einar Karl hefur starfað sem almannatengslaráðgjafi árum saman og hefur sem slíkur unnið mikið fyrir stjórnendur Kaupþings. Nú tekur hann að sér að vera Össuri til halds og traust um vanda Vestfirðinga, rammaáætlun um vernd og nýtingu vatnsafls og jarðhita og önnur þau stórmál sem blasa við iðnaðarráðuneytinu næstu misserin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hja þér Pétur með að vera fyrstur með fréttirnar af aðstoðarmanni Össurar. Össi sjálfur virðist ekki hafa vitað af þessu fyrr en þú stakkst uppá Einari sem aðstoðarmanni:) Össur hlýtur að þakka þér en spurning með okkur hin, þ.e. hvort við getum " þakkað" þér fyrir þessa tillögu sem orðin er að veruleika... múhaha. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 29.5.2007 kl. 11:40
Já Hlynur, ég mun ekki gera tilkall til að hafa átt hugmyndina að þessu og hvet þá sem eru óánægðir til að láta það í ljós annars staðar. Ég frétti að þetta væri í pípunum, daginn sem ríkisstjórnarskiptin urðu, hygg að það hafi samt ekki verið rétt sem ég sagði að þeir hefðu hist í ráðuneytinu, þeir hittust annars staðar, en sú ónakvæmni gaf Össuri færi á að koma með það sem spunameistarar kalla "non-denial denial" þannig að hann neitaði því að þeir hefðu hist í ráðuneytinu en ef að var gáð neitaði hann því ekki að hann ætlaði að ráða kallinn, sem nú er komið á daginn. Einar Karl er einhver reyndasti krísustjórnunarráðgjafi í landinu og það að Össur velur hann finnst mér vera yfirlýsing um að hann ætlar sér að spila varnarleik, það á ekki að taka sénsa í hans ráðuneyti.
Pétur Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 12:36
Gleymdu ekki að Einar hefur unnið mikið fyrir forsetann og í samkrulli við Gunnar Pál PR mann Baugs, forsetans, Villa Vill og þá sérstaklega Kaupþings. Það verða hæg heimatökin núna fyrir uppkaup almannaeigna nún fyrir þá sem dugar ekki lítið heldur allt hér á landi, í Færeyjum, á Englandi, í Danmörku....
Treysti aldrei þessum mönnum. Reynslan hefur kennt mér að ger það ekki!
Hélt að Össur væri ekki svona tækifærissinnaður eða huglaus.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.