24.5.2007 | 22:33
Skörin og bekkurinn
Alþingi er kosið af almenningi til þess að fara með vald í umboði almennings. Þannig að þingmennirnir og ráðherrarnir eru fulltrúar almennings. Á hinn bóginn eru til ýmis sérhagsmunahópar sem gæta sérhagsmuna ákveðinna hópa í þjóðfélaginu. Mikið af þessu eru ágætis samtök en það er ekki málið heldur hitt að þetta eru sérhagsmunasamtök, sem gæta hagsmuna einstakra hópa og vinna í þágu þeirra fremur en heildarinnar, það eru þjóðkjörnir þingmenn og ráðherrar sem sitja í umboði þjóðkjörins þings og formlegs umboðs þjóðkjörins forseta sem gæta eiga hagsmuna heildarinnar.
Tvær fréttir sem ég sá í sjónvarpinu í kvöld urðu mér tilefni þess að þylja hér upp þessi almæltu tíðindi.
Fyrst var það viðtal við Sigurstein Másson, formann Öryrkjabandalagsins, í Kastljósi í kvöld. Sigursteinn sagði:
Ég vil taka undir orð Grétars Þorsteinsonar forseta ASÍ að eitt það mikilvægasta sem er að finna í þessum stjórnarsáttmála og það mikilvægasta sem þessi ríkisstjórn getur gert til góðs það er að efla samráð og samvinnu við þau hagsmunasamtök sem lýðræðislega hafa verið valin til þess að gæta hagsmuna fólksins í þessu landi.
Athyglisvert. Það eru einmitt stjórnvöld, sem hafa verið lýðræðislega valin til þess að gæta hagsmuna fólksins í þessu landi í umboði þess. ÖBÍ og ASÍ eru ágæt samtök en þau sækja á stjórnvöld í þágu sérhagsmuna hversu ágætir og réttlátir þeir sérhagsmunir kunna að vera á stundum.
Hin fréttin var viðtal við nýja viðskiptaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson, í fréttum Stöðvar 2. Þar sagði Björgvin:
Ég er búinn að hafa samband við ýmsa þekkta aðila úr viðskiptalífinu sem ég mun hitta á næstu vikum og setja mig mjög vel inn í málin.
Ætlar viðskiptaráðherran að fá ýmsa þekkta aðila úr viðskiptalífinu til að setja sig inn í málin? Varla eru það þeir sem eiga að aðstoða hann við að ná þessum ágætu markmiðum nýja stjórnarsáttmálans:
Mikilvægt er að heilbrigð samkeppni og eðlileg verðmyndun þrífist á öllum sviðum atvinnulífsins og að neytendur njóti góðs af þeirri samkeppni. Efla skal samkeppniseftirlit í því skyni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að samfylkingin hefur einhvern áhuga á að efla samkeppni á lánamarkaði þá ætti að afnema stimpilgjöld strax. Nú stendur í stjórnarsáttmálanum "Stimpilgjald í fasteignaviðskiptum verði afnumið á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa."
Samfylkingin lofaði að afnema skattinn og ályktaði um það á landsfundi og ég vísa í orð Jóhönnu Sig frá þessu ári: "Það getur enginn varið þennan skatt", sjá hér http://www.xs.is/Forsida/Frettir/Frettir/Lesafrett/1508
Hvaða aðstæður eru það nákvæmlega sem Samfylkingin er að bíða eftir og talaði ekki um fyrir kosningarnar og af hverju getur samfylkingin varið skattinn núna eftir kosningar ?
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 05:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.