23.5.2007 | 09:12
Sannar sögur úr sveitum
Heyrði í gær tvær ágætar sögur úr kosningabaráttunni sem ég ætla að miðla hér áfram.
Fyrst þessi: Maður af höfuðborgarsvæðinu, sem nú er orðinn landsbyggðarþingmaður, kom á bóndabæ þar sem verið var að rýja fé. Hann horfði á atganginn og spurði bóndann: Eru menn hættir að taka gæruna um leið og ullina?
Svo þessi: Einn duglegasti landsbyggðarþingmaðurinn er sagður keyra um 100.000 km á ári. Varla fer svo fram útför í kjördæminu að hann sé ekki á meðal syrgjenda. Nýlega var hann einn þriggja gesta í kirkju þar sem öldruð kona var jarðsungin. Hinir tveir kirkjugestirnir litu á manninn og annar spurði: Hver er þetta? Þetta er útfararstjórinn, sagði hinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri sannarlega gaman að giska á þessi nöfn.
Er ekki viss með þann fyrr en nokkuð með þann seinni, hann er úr VG og dettur helst í hug að hinn sé þaðan líka.
Rúnar Birgir Gíslason, 23.5.2007 kl. 15:43
Góður Rúnar, þú ert sjóðheitur
Pétur Gunnarsson, 23.5.2007 kl. 16:42
Já það er svona, við Rúni vitum um þennan seinni.
Ragnar Bjarnason, 23.5.2007 kl. 19:20
Eins og við Raggi bendum á þá vita allir hver sá seinni er, ótrúlegt að hann nái að mæta á allar samkomur í sínu kjördæmi sem er víðfemt og samt tala manna mest á Alþingi.
Varðandi hinn þá var það bara útilokunaraðferðin. Enginn þingmaður í NV kjördæmi kemur af suðvesturhorninu. Líklega á það við um 1 þingmann NA kjördæmis en VG á einn á Suðurlandi sem er úr Rvík og hefur væntanlega ekki oft komið í sveit, verið upptekinn við lögfræðistörf.
Rúnar Birgir Gíslason, 27.5.2007 kl. 07:25
Glöggur, honum var þetta eignað af pólitískum andstæðingi.
Pétur Gunnarsson, 27.5.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.