22.5.2007 | 18:46
Spá um ráðherralista Samfylkingar
Ingibjörg Sólrún verður utanríkisráðherra segir RÚV og það stemmir við það sem ég hef heyrt.
Aðrir ráðherrar Samfylkingar spái ég að séu: Össur, Jóhanna, Þórunn, Kristján L. Möller og Björgvin G. Sigurðsson. Gunnar Svavarsson gæti steypt Björgvin af þessum lista.
Heyri að Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið og það er rætt um að dýralækinirinn Árni M. Mathiesen setjist þangað. Hver verður þá fjármálaráðherra? Einar Kristinn, ef til vill.
Það er líka sagt að iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti verði skipt upp og að sami maður verði gerður atvinnuvegaráðherra Samfylkingarmegin, eða amk landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Kemur í ljós í kvöld.
Það er djarfur leikur hjá Ingibjörgu Sólrúnu að fara í utanríkisráðuneytið, lítið bara á reynslu Halldórs Ásgrímssonar, Jóns Baldvins og Steingríms Hermannssonar, það var formennsku þeirra ekki til framdráttar að vera í utanríkisráðuneytinu. Hins vegar gæti þetta verið til marks um mikla áherslu á utanríkismál af hálfu nýju stjórnarinnar og þá kemur sambandið við ESB fyrst upp í hugann.
Mogginn segir hér að Geir hafi kynnt þingmönnum málefnasamninginn en meginefni fundarins hefur sjálfsagt verið að kanna hug þingflokksins til þess hvernig eigi að skipa ráðherrastóla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Það er djarfur leikur hjá Ingibjörgu Sólrúnu að fara í utanríkisráðuneytið, lítið bara á reynslu Halldórs Ásgrímssonar"
Ég er nú hræddur um að Halldór hafi verið frekar "neutral" sem utanríkisráðherra, þ.e.a.s. ekkert borið neitt ofmikið á honum (enda blessunarlega mikið erlendis). Enda er þetta embætti sem stendur ekkert sérstaklega mikill styr um.
Það var hinsvegar verra mál þegar hann tók við forsætisráðuneytinu með 13-14% fylgi á bakvið sig. Þar með held ég að hann hafi hreinlega komið af stað niðursveiflu Framsóknar, sem enn sér ekki fyrir endan á................ Blessunarlega !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.