21.5.2007 | 23:38
Nú og þá
"Nú er tækifæri til að binda endi á einokun hægri manna á lyklavöldunum að stjórnarráði Íslands og ljúka því tímabili að allar kosningar snúist um það hvern Sjálfstæðisflokknum þóknist að taka með sér inn í hlýju valdins," skrifaði Björgvin G. Sigurðsson, ráðherraefni í væntanlegri ríkisstjórn, í vetur er leið. Björgvin hefur verið manna áhugasamastur um að Samfylkingin verði mótvægi í íslenskum stjórnmálum við Sjálfstæðisflokkinn. Björgvin sagði:
Án sterkar Samfylkingar er ekkert mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn í póltíkinni. Þá deilir þessi hægri sinnaðasti íhaldsflokkur í Evrópu áfram og drottnar einsog hann hefur gert síðastliðin sextíu ár. Þá hófst stórverldistími hans með síendurteknum klofningi jafnaðar- og vinstri manna. Nú er mál að linni.
Síðan þetta:
Fái Samfylkingin góða kosningu verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi. Það verður merkur áfangi í baráttu kvenfrelsissinna og jafnaðarmanna fyrir raunverulegu jafnrétti karla og kvenna.[,,,] Það verður að grípa til róttækari aðgerða en gert hefur verið til að ná árangri og raunverulegu jafnrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún í embætti forsætisráðherra myndi skipta þar gífurlegu máli. Því verða konur og jafnréttissinnar af báðum kynjum að standa þétt að baki framboðum Samfylkingarinnar um land allt.
Lesist í heild hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536798
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf sama hrekkjusvínið! Mér finnst að þú eigir að temja þér svolitla samúð. Framsóknarflokkurinn ætlaði sér ekki bara heldur var hið raunverulega "mótvægi" við íhaldið á þriðja og fjórða áratugnum og breytti öllu hér eins og við vitum og hefur verið okkur öllum til gæfu. En þið genguð í björg íhaldsins var það ekki og skríðið nú í land næstum drukknuð. Segðu reynslusögu og varaðu Björgvin við af hlýju og nærgætni. Það semur betur við þitt sinnelag.
Pétur Tyrfingsson, 22.5.2007 kl. 01:48
Segðu mér Pétur, ætlar þú að vitna í færsluna Spegill Spegill ef framsókn og VG ganga í sömu sæng, eða Kosið í Vor eftir Valgerði Sverrisdóttur, og líklega væri fljótlegt að finna fleiri dæmi, en vinnan kallar og svara.
Ragnar (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 09:20
Ég var líka að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að vera mótvægi við sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Þó framsóknamenn tali stundum þannig að langt virðist milli þeirra og VG sýnist mér eitt og annað benda til þess að þeir væri til í að ganga í eina sæng með þeim. Jafnvel þó þeir segðust sjálfir ekki taka þátt í ríkisstjórn með það fylgi sem þeir siðan enduðu með. Ég sjálfur efast ekki um að Björgvin og samfylkingin hefðu staðið við stóru orðin ef fylgið hefði dugað.
Rögnvaldur Hreiðarsson, 22.5.2007 kl. 11:52
Nafni og Röggi, þetta er allt gert í bullandi kærleika og taktu ekki feil á því að líklega hefur enginn stjórnmálamaður verið meir og oftar skjallaður hér á þessu bloggi en téður Björgvin. Það verður ekkert undan því komist að Samfylkingin ætlaði að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn en ekki enn einn samstarfsaðili hans og allt gott með að halda því til haga. Auðvitað er samstarfsflokkurinn hver sem hann er alltaf mótvægi, miðað við hvernig staðið væri að málum ef einn flokkur hefði hreinan meirihluta. Þannig var það líka með Framsóknarflokkinn sem hefði sloppið út úr samstarfinu lítt skaddaður ef stjórnarsamstarfið hefði ekki verið endurnýjað eftir kosningarnar 2003, hin stóru mistök framsóknar voru að endurnýja þá. Ég kannast hvergi við að hafa sagt að ég telji að framsókn ætti að vinna með VG og Samfylkingu, ég hef hins vegar lýst undrun á áhugaleysi Samfylkingar á þeim kosti, m/v allar stóru yfirlýsingarnar.
Pétur Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.