3.5.2007 | 00:19
Var þetta 1. maí eða 1. apríl?
Það vakti athygli mína að fyrsta frétt kl. 18 á RÚV var viðtal Brodda Broddasonar við Geir H. Haarde um að aldrei hefði verið rætt milli stjórnarflokkanna um að selja Landsvirkjun og að hann sæi ekki að það gerðist á næsta kjörtímabili. Af hverju að taka tvö viðtöl við Geir um sama málið á sama degi, Ingimar Karl hafði jú kynnt og spilað viðtal við Geir um sama mál í fréttum kl. 8 í morgun? Ég sá ekki hvert tilefnið gæti verið til tveggja viðtala við Geir á einum degi um sama málið en vissulega talaði Geir afdráttarlausar í kvöld en í morgun og kláraði væntanlega allar hugsanlegar spekúlasjónir í framhaldi af samsærisbullinu í Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins.
En nú sé ég þessa færslu á síðu Denna, þar sem hann heldur því fram að Ingimar Karl hafi endurnýtt gamalt viðtal við Geir í morgunfréttunum og sett í samhengi við bullið í Skúla Thoroddsen. Þetta hafi orðið tilefni krísufunda á fréttastofu RÚV. Fréttastofan sé búin að biðja Geir H. Haarde afsökunar á þessum vinnubrögðum.
Hvenær skyldi stjórn Starfsgreinasambandsins biðjast afsökunar á þáttöku framkvæmdastjóra síns í þessu leikriti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég velti fyrir mér hvenær fréttamenn eiga að bera ábyrgð líkt og þeir gera kröfu til með stjórnmálamenn. Það hlýtur að vera krafa að fréttamenn sem gerast sekir (Ef satt er) um svona vinnubrögð eig og hreint verða að taka pokan sinn. Svo er fréttastofa RUV að reyna að klóra eilíft í bakkan með þetta Jónínu mál og ekkert gengur. Þetta er til skammar og ég þarf að borga þetta með skattféi mínu!! Ætli ég fái mörg viðbrögð við þessu hjá mér
Gunnar Pétur Garðarsson, 3.5.2007 kl. 00:29
Ég held reyndar að Skúli hafi nokkuð til síns máls.. Það er nú svo þekkt með Framsóknarmenn að þeir viðurkenna ekki neitt og snúa svo út úr öllu tvist og bast þegar þeir eru staðnir að verki.. Þetta er nú bara eitt helsta einkenni Framsóknarmanna. Ég er nokkurn veginn viss um að ef ríkisstjórnin heldur velli og sett verður af stað ferli til að selja Landsvirkjun þá mun Jón segja.. það er ekki verið að einkavæða Landsvirkjun heldur færa það í nýjan og hagkvæmari búning sem mun gagnast þjóðinni vel og um leið losa eiginfjárstöðu. Tilviljunin ein réð því að S-hópurinn gat keypt helming eignarinnar.. bla bla.. þið þekkið ræðuna..
Björg F (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 00:47
Held að Björg F hafi ekkert til síns máls. Það er nú þekkt að vinstrimenn sem skyndilega snúast til hægri án þess að hafa nokkrrar hugsjónir fyrir því aðrar en að koma sér á framfæri eru bullukollar sem lítið mark er á takandi. Hélt líka að það væri hitamál fyrir hægrimenn að einkavæða og leysa úr læðingi kraft einkaframtaksins, en hún er væntanlega ekki hægrisinnaðari en Marx.
Ólafur Þór Stefánsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.