2.5.2007 | 18:57
Afruglari dagsins
Ég fór ekki rétt með að Ísland í Bítið væri ekki á netinu, það er það víst. Og viðtalið í morgun þar sem Heimir og Kolbrún afrugla bullið í Skúla Thoroddsen. Hér er uppritun að meginluta viðtalsins, lesið og sjáið eigin augum á hvaða fótum maðurinn stendur í dylgjum sínum, sem hann notar viðtalið til að leggja á flótta í málinu og saka RÚV um að oftúlka orð sín.
Heimir: Leyfðu mér nú að lesa af heimasíðu Starfsgreinasambandsins. Hér segir bara til þess að taka af allan vafa með þetta: Skúli sagðist hafa fyrir því heimildir að farið væri að undirbúa sölu Landsvirkjunar og búið væri að ákveða hver yrði næsti forstjóri Landsvirkjunar.
Skúli: Lestu það sem ég sagði og það stendur líka hérna á heimasíðu
Heimir: Já, en þetta stendur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins orðrétt. En það er annað sem líka vekur athygli. Þú segir að jafnvel sé búið að tryggja Finni Ingólfssyni og S-hópnum hluta af kökunni
Skúli: Ég, ég hérna, það er líka rangtúlkun sko þegar maður fjallar um mikilvæg mál eins og t.d. auðlindamál eða orkumál eins og ég var að gera þarna og þá segi ég orðrétt ég skal bara segja, lesa það fyrir þjóðina og þá sem eru að hlusta á Bylgjuna hvað ég sagði. Ég sagði: Í gær hófst einkavæðing orkufyrirtækja í eigu ríkisins, ríkið ákvað að selja FL Group og Glitni hlut sinn í Orkuveitu Suðurnesja fyrir rúma 7 milljarða og ég fullyrði að undirbúningur sölu Landsvirkjunar er hafinn og ég sagði líka: haldi ríkisstjórnin velli í kosningunum 12. maí verður það gert. Sko
Kolbrún: Af hverju heldur þú að það verði gert, eru flokkarnir búnir að gera eitthvert samkomulag með sér?
Skúli: Ég var að hlusta á Geir Haarde í Ríkisútvarpinu áðan, ekki neitaði hann þessu. Hann sagði að það væri kannski ekki tímabært. Ég meina sko þjóðin fékk líka að fylgjast með hérna landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var nýlega og þeirri umfjöllun sem átti sér stað um sölu hérna orkufyrirtækjanna þannig að það er náttúrulega bara kjánaskapur að halda því ekki fram að það sé fullt af fólki í þessu þjóðfélagi sem gjarnan vill gera þetta og það sem ég er fyrst og fremst að gera er að vekja athygli á þessari umræðu. Það skiptir máli að það komi skýr svör fram um það, bæði fyrir þá 50 þúsund einstaklinga sem eru í Starfsgreinasambandinu hvaða stefnu stjórnvöld hafi í þessum málum. Ég heyrði að Jón Sigurðsson hann andmælti mér harðlega og sagði að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt á sínum fundi að þetta kæmi ekki til greina og það er gott. Ég er ánægður að heyra það
Kolbrún: En getur það þá ekki skýrt kannski það að Framsóknarflokkurinn er að skipa Pál Magnússon stjórnarformann, kannski til að stoppa þá að þetta gerist?
Skúli: Nei, bíddu nú við, bíddu nú við þá segi ég síðan, ég segi hér af hverju held ég þessu fram að hérna að undirbúningur sölu Landsvirkjunar sé á döfinni það er jú vegna þessa landsfundar Sjálfstæðisflokksins, það er vegna þess að þeir eru byrjaðir að semja, þetta er stefna sjálfstæðismanna. Nú Landsvirkjun hún ætlar, það liggur fyrir, Landsvirkjun ætlar að gera upp reikninga sína í dollurum það er ljóst vegna þess að íslenska krónan hún er ónýtur gjaldmiðill ef þú ætlar að fara að presentera einhverja söluvöru fyrir erlendum fjárfestum þá þýðir ekki að gera það í einhverri íslenskri krónu sem hoppar og skoppar það gengur ekki
..
Heimir: Nei
en
.
Skúli: Þannig að sko það sem ég er að gera, ég er reyndar að draga ályktanir. Þetta með hérna S-hópinn það átti nú svona kannski frekar að vera hérna brandari en öllu gamni fylgir alvara.
Heimir: Já, en þú spyrð engu að síður: viljum við þetta er ekkert stopp á spillingunni spyrðu.
Skúli: Ég spyr, ég varpa fram þeirri spurningu minnugur þess að ástæðan fyrir því að ég dreg hér upp nafn Finns Ingólfssonar og S-hópsins það er bara vegna þeirrar umræðu að þegar Búnaðarbankinn var seldur á sínum tíma þá lá það ljóst fyrir að hann var seldur á einhverja 18 milljarða og þessi S-hópur hagnaðist um aðra 18 milljarða og það var talað um það að þetta hefði verið gjöf.
Heimir: Já, já en það er rétt þú segir að
..
Skúli: Ég varpa þessu fram
..
Heimir: Já, já þú ert ekkert að fullyrða um það neitt það er alveg rétt.
Skúli: Ég er ekkert að fullyrða eitt né neitt.
Heimir: Það kemur líka fram á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að þú svona segir líklega gæti það verið liður í því að tryggja S-hópnum hluta af kökunni þ.e.a.s að skipa Pál Magnússon sem stjórnarformann fyrirtækisins Landsvirkjunar en þú segist hafa heimildir fyrir því að það væri búið að undirbúa sölu Landsvirkjunar og búið að ákveða hver yrði næsti forstjóri, hvaða heimildir eru það?
Skúli: Ég segi ekki að ég hafi heimildir fyrir því
Heimir: Ja, ég veit ekki meir því þetta kemur fram á síðu Starfsgreinasambandsins og þú ert þar framkvæmastjóri.
Skúli: Já, ég hérna setti þetta ekki upp sjálfur, ég sagðist í ræðu minni hafa heimildir fyrir því að Kjartan Gunnarsson yrði forstjóri Landsvirkjunar það er það eina sem ég sagðist hafa heimildir fyrir
Heimir: Hvaða heimildir hefur þú fyrir þér í því?
Skúli: Þið blaðamenn eruð nú ekki vanir að gefa upp ykkar heimildamenn. Þið standið vörð um þá
Heimir: Já, en þú ert ekki blaðamaður.
Skúli: Nei, nei ég er það ekki.
Kolbrún: Heldur þú að það yrði vont fyrir Landsvirkjun ef Kjartan Gunnarsson yrði, færi þar fyrir?
Skúli: Kjartan. Sko ég hef þekkt Kjartan frá því við vorum hér saman í Háskóla og reyndar kannski lengur. Hann er hinn mætasti maður og hérna vandur að virðingu sinni og ég hef ekkert upp á Kjartan Gunnarsson að klaga
.
[...]
Skúli: Þetta dæmi um Finn Ingólfsson og S-hópinn það var bara verið að rifja upp gamla sögu sem var mjög umdeild á sínum tíma. Ég vil ekki að slíkt endurtaki sig.
Heimir: Nei, nei Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins takk kærlega fyrir spjallið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú virðist vera algjörlega staðreyndaheldur, félagi.
Pétur Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.