21.4.2007 | 18:08
Langt í skólann
Athyglisverðar upplýsingar koma fram í grein Guðjóns Ólafs Jónssonar í Mogganum í dag um afstöðu VG og Frjálslyndra til húsnæðismála námsmanna. Guðjón var á fundi hjá Stúdentaráði með Kolbrúnu Halldórsdóttur, Jóni Magnússyni og fleirum. Hann segir svo frá:
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, taldi hins vegar bestu lausnina þá að stúdentum við Háskóla Íslands yrði komið fyrir í fyrrverandi húsnæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, og þaðan gætu þeir ekið kvölds og morgna til náms í Reykjavík. Undir þessa hugmynd tók Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslynda flokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Án þess að ég sé að setja fram neina sleggjudóma, þá er þetta heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkru sinni lesið. Á námsárunum bjó ég sjálfur á stúdentagörðum HÍ og líkaði vel. Áður en ég komst þangað inn leigði ég á Hagamel og líkaði ágætlega líka. Ég hefði nú aldrei hætt að búa á Hagamel og flutt til Keflavíkur. Ekki nema HÍ hefði verið fluttur til Keflavíkur líka, þá er aldrei að vita.
Aðalsteinn J. Halldórsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 18:37
Heldurðu Pétur að Guðjón Ólafur sé að segja satt og rétt frá?
Gústaf Níelsson, 21.4.2007 kl. 23:19
Okey svo ef ég skil stefnu VG hafa þeir talað um að minnka mengun, meðal annars með að bæta almennings samgöngur og hafa færri bíla í umferð. Hvernig er hægt að gera það? Jú meðal annars að sjá til þess að fólk þurfi ekki að nota bílinn í daglegum amstri. Hverjir eru betri en fólk á lágum launum líkt og námsmenn, með að kaupa sér ekki bíl þá geta þeir sparað sér pening og um leið mengað minna um leið. Hvernig dettur þá fólki í hug að hafa námsíbúðir á suðurnesjum? Er ekki hægt að útvega námsíbúðir nálægt bænum? En gaman að heyra að hjá VG að mikilvægt sé fyrir stúdenta að hafa bíl til umráða.
E.Ólafsson, 22.4.2007 kl. 00:15
Ljótt er að heyra ef satt er. En Kolbrún Halldórsdóttir og Jón Magnússon eru nú dálítið sérstakt fólk og eiga eflaust best heima í Framsóknarflokknum.
Jóhannes Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 10:10
Gústaf, nú var ég ekki á fundinum en gef mér að Guðjón Ólafur væri ekki að færa þessar fréttir nema þetta hafi verið svona.
Pétur Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.