11.4.2007 | 17:34
Ókeypis í strætó fyrir námsmenn
Ókeypis í strætó fyrir námsmenn í Reykjavík frá og með næsta hausti. Það eru fréttir. Var þetta ekki kosningaloforð hjá Birni Inga? Ég man ekki betur. Mér finnst þessi punktur líka mjög góður: "Þjónusta við sorphirðu verður bætt til að auka endurvinnslu. Boðið verður upp á bláar tunnur fyrir dagblöð frá heimilum og þjónusta á grenndarstöðvum verður aukin." Það er ekki vanþörf á og löngu tímabært.
Almennt finnst mér þessi nýja umhverfisstefna borgarinnar sem Vilhjálmur og Gísli Marteinn voru að kynna í dag til fyrirmyndar. Mér sýnist að í henni kristallist vel sá munur sem er á stíl þeirra sem láta athafnirnar tala og hinna sem láta umræðuna nægja.
Hvað á ég við? Jú, þessi stefna er aðgerðaráætlun, þar sem er að finna fjölmörg raunhæf verkefni og viðfangsefni sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar að ráðast í. Menn geta séð fyrir sér hvernig svona áætlun hefði litið út frá meirihluta sem þar sem VG væri ráðandi. Vísbending um það kom fram í andstöðu flokksins við aðgerðir til þess að fækka mávum við Tjörnina. VG vildi frekar að farið yrði í átak til þess að efla hreinlæti í borginni. (Þó er - eins og einhver benti á - það afleiðing aukins hreinlætis við strandlengjuna sem mávagerið er meira áberandi en nokkru sinni fyrr.) Sem sagt: þeim megin eru abstraksjónir teknar fram yfir en áþreifanleg verkefni.
En athafnastjórnmálamennirnir í ráðhúsinu fara þveröfuga leið, þeir velja áþreifanleg og raunhæf verkefni sem borgarbúar verða varir við og munu breyta ásýnd borgarinnar.
Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536619
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Taktu eftir því Pétur og aðrir lesendur að enginn af svokölluðum umhverfisverndarsinnum hefur séð ástæðu til þess að blogga um þessa frétt ennþá (og fagna henni). Svokallað umhverfisverndarfólk sem stjórnaði í borginni síðustu ár og talaði og talaði um svona hluti en gerði aldrei neitt. Það heyrist ekki í því. Allir þessir grænu kadddlar og kédddlingar, heyrist ekki í þeim. Sjálfskipaða umhverfisverndarelítan, heyrist ekki í henni. Heyrist ekkert í öllum þessum grenjandi blaðurskjóðum.
Ég hjóla amk glaður heim á eftir og vona að staðið verði við betri hljólreiðastíg. Hann var illa ruddur í vetur eins og síðustu vetur.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 18:03
Góða ferð heim, Hákon.
Pétur Gunnarsson, 11.4.2007 kl. 18:06
Er þetta að verða sósíalistaríki? Þegar hægri stjórn tekur upp á svona kjánaskap þá virðist ekki vera nein von. Áframhaldandi forsjárhyggja og mismunun á vegum yfirvalda sama hver er við völd, afsakað með að þetta sé "góður og grænn málstaður". Bílaeigendur verða örugglega áfram skattpíndir til þess að eiga efni á þessu. Það er sanngjarnt að hver og einn borgi fyrir þá þjónustu sem honum er veitt, sama hvort þjónustan sé grá eða græn. Við erum mesta bilaþjóð í heiminum en samt er þetta með dýrustu stöðum til þess að reka bíl, fyrst og fremst vegna þess að hér eru háar álagningar þar sem meirihlutinn fer i gróða hjá ríkinu. Hvernig öðruvísi á að eiga efni fyrir þvi að spreða svona rétt fyrir kosningar?
Ekki erum við mesta bílaþjóð í heiminum vegna þess að það sé svo ódýrt, sama hversu oft yfirvöld berja hausnum í vegginn þá verður stór meirihluti sem kýs að nota einkabílinn. Við erum lítil þjóð í stóru landi og verðum bara að sætta okkur við það að það hentar best að vera á eigin faratæki. Getum huggað okkur með því að húsnæðin okkar eru hituð með hreinni og náttúrulegri orku.
Geiri (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 19:36
Minni á að ferðum stofnleiða strætó var fækkað síðast liðið sumar. Það var eitt fyrsta verk nýja meirihlutans að fækka ferðunum þannig að nú keyra S-vagnarnir á tuttugu mínútna fresti en ekki á tíu mínútna fresti áður. Ef þeir Bingi og Villi laga þetta þá er smá sjens að ég trúi á umhverfisstefnuna þeirra. Fyrr ekki.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 11.4.2007 kl. 21:28
Það væri gaman að vita hversu miklum tekjum borgandi farþegar strætó eiga að skila og hversu mikið kostar að innheimta....og hvort ekki væri hagkvæmara að hafa frítt fyrir alla.
Steini (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:44
Þetta er ágætt dæmi um muninn á athafnastjórnmálamönnum og kjaftagagnsstjórnmálamönnum.
Gústaf Níelsson, 11.4.2007 kl. 23:15
Þakka þér fyrir góða kveðju Pétur, ferðin heim var góð.
Það eru svo margir fletir á því hversu bílaumferð á að vera greið og hve mikið á að gera fyrir almenningssamgöngur. Bíllinn er þægindatæki og gott mál. Undanfarin ár hefur fólk haft það svo gott að það á jafnvel 2 og 3 bíla og bílum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað miklu meira en íbúunum.
Það getur verið "þjóðagslega hagkvæmt" að þurfa ekki að eyða of miklum tíma í umferðarteppur og þessvegna þurfi að greiða úr þeim. Ef gatnakerfið væri vél með eitthvað hlutverk hjá einkafyrirtæki mætti hinsvegar segja að þessi "vél" væri mjög illa nýtt og eigandinn myndi einfaldlega gera þá kröfu að vélin yrði betur nýtt af fyrirtækinu áður en hann myndi stækka hana. Umbætur í gatnakerfinu myndu ekki greiða leið bíla að nokkru marki 21 tíma sólarhringsins. Þær kæmua aðallega að gagni milli 8 og 9 og 15:30-17:30. Gatnakerfið í borg bleytunnar er á stærð við svipuð kerfi í miljónaborgum erlendis. Það mætti því nýta það mun betur en mér líst samt vel á Sundabraut/göng. Það fer mikið og dýrmætt land undir malbik, bæði undir götur og bílastæði. Ef bílastæðum yrði fækkað um helming í miðborginni þá myndi umferð líklega dragast saman en fyrst yrðu reyndar allir brjálaðir. Gott gatnakerfi og mikið af bílastæðum eru því ákveðin þægindi og fórn á landrými. Það er líka alltof mikið "bruðl" í notkununni á gatnakerfinu, þe fólk er að keyra alltof langar leiðir í og úr vinnu og til að sækja þjónustu. Allt af því það er svo auðvelt að vera á bíl á Íslandi.
Ég var í skóla í Þýskalandi og campusinn var inn í skógi nokkra km frá borginni. Frítt var fyrir stúdenta í strætó og campusinn var bara opinn fyrir bíla starfsmanna og strætó. Tveggja hæða bílastæðagrind var fyrir utan campusinn og þar máttu stúdentar leggja og labba nokkur hundruð metra eftir því hvar á campus þeir voru. Mjög fáir stúdentar voru á bíl og alltaf var fullt í strætó. Hér verður allt vitlaust ef stúdentar geta ekki lagt Porsche jeppanum sínum inni í andyri HÍ.
Nú er ég farinn að blogga á blogginu þínu Pétur, sorry.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.