13.3.2007 | 11:12
Samfylkingin á staðfastri leið fram af bjargbrúninni
Brjóstumkennanleg aðstaða Samfylkingarinnar í pólitíkinni um þessar mundir kom vel í ljós við umræður um störf þingsins í upphafi þingfundar í dag. Þar var Steingrímur J. Sigfússon krafinn svara um þau sinnaskipti sem komið hafa fram í málflutningi hans um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Guðjón Ólafur Jónsson rifjaði upp að í nóvember 2005 hefði Steingrímur verið krafinn svara um hvort hann væri yfirleitt meðmæltur einhverju máli eða hvort hann væri á móti öllu Hann kom upp í ræðustól þingsins og nefndi að hann væri t.d. á því að virkjanir í neðri hluta Þjórsár væru ágætur kostur. Það stóð stutt og var sennilega einhvers konar misskilningur því nú er Steingrímur á móti því máli eins og öðrum. Hann hefur einfaldan smekk: hann er á móti. Vísbendingar sem komið hafa fram um annað ber að hafa að engu.
En í þessari hálftíma umræðu hafði Samfylkingin aðeins eitt fram að færa, Mörður Árnason kvaddi sér hljóðs til þess að bera blak af Steingrími og VG, flokknum sem er búinn að koma Samfylkingunni ofan í léttvínsfylgi. (Í þessu samhengi má vitaskuld rifja upp að Mörður sjálfur hefur áður talað um virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem vænlegan virkjanakost þótt hann kannist ekki við það lengur.)
Aðstaða Samfylkingarinnar er brjóstumkennanleg af því að óttinn við glundroðakenninguna um innbyrðis sundirlyndi vinstri flokkanna leiðir til þess að talsmenn hennar á þingi þora ekki að deila á Steingrím J. Sigfússon eða Vinstri græn. Á sama tíma sýna skoðanakannanir að VG stækkar á kostnað Samfylkingarinnar og að óbreyttu er augljóst að Steingrímur verður forsætisráðherra fari svo ólíklega að stjórnarandstaðan nái þingmeirihluta í komandi kosningum og málefnalegri samstöðu um ríkisstjórnarsamstarf í framhaldi af því. Jafnframt er ýmislegt í hinum pólitísku spilum sem bendir til þess að mikil pólitísk samstaða sé nú orðin milli Sjálfstæðisflokksins og VG í ýmsum málum og að líklegast sé að næsta ríkisstjórn verði mynduð af VG og Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingarinnar bíði enn eitt kjörtímabil í stjórnarandstöðu.
En Samfylkingunni eru allar bjargir bannaðar, henni er um megn að skipta um kúrs frá því sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins af Össuri Skarphéðinssyni og Birgi Hermannssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni hans. Samfylkingin kann ekki annað en að skammast út í Framsóknarflokkinn jafnvel þótt augljóst sé að sú aðferðafræði ýti undir vöxt og viðgang öfgaflokka og bitni ekki síst á Samfylkingunni sjálfri.
ps. mér hefur verið bent á það af miklum vínsérfræðingi að það er rangt að Samfylkingin sé komin ofan í léttvínsfylgi, hún stefnir þangað hraðbyri en hangir enn í sérrí- eða púrtvínsfylgi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hver kom Framsóknarflokknum niður í "bjórfylgi"?
Sigfús Þ. Sigmundsson, 13.3.2007 kl. 11:19
Árni Páll lagði í þá í Silfrinu vitandi örugglega að glundroðakenningin lifnaði við en þarna segir talsmenn á þingi, það er þingflokkurinn sem mér finnst brjóstumkennanlegur, aðallega gamalt þjóðviljagengi.
Pétur Gunnarsson, 13.3.2007 kl. 11:38
Er að einhverju leiti sammála, var að taka saman vg og sjálfstæðisflokk og þetta eru lúmskt samrýndir flokkar. Sjá hér.
Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 11:39
Ég verð nú að segja að Guðjón Ólafur er þingmaður sem þreytir mann mjög. Hann áttar sig ekki á því að brandari hættir að vera fyndinn eftir að hann er sagður of oft. Hef varla séð þann þingfund þar sem hann kemur ekki upp með allskyns útúrsnúninga og tilvitnanir í löngu sögð orð. Ekki viss um að framsókn kæmi vel út úr því ef við færum að skoða það sem þingmenn þess flokks hafa sagt í hita leiksins.
Held að Guðjón ætti að fara einbeita sér að því að reyna að vinna eðlileg þingstörf svo að þingið komist einhverntíma í frí fyrir kosningar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2007 kl. 11:46
Heldur er þessi tveggja laga vínill þinn orðinn rispaður, Pétur minn, báðu megin. Frekar kýs ég Samfóléttvínið en sullið sem þeir selja í Melabúðinni og kalla Framsóknarléttbjór. Þar er nú ólíku saman að jafna. En hann er náttúrlega mun ódýrari en vínið og núna er hann á útsölu, því enginn vildi kaupa hann. Hjá Samfó eru dagar víns og rósa en Sjalli er alltaf á kúpunni í Svarta dauðanum. Sjalli og Framsókn eru náttúrlega ekki Fúl á móti, þau eru til dæmis ekki á móti því að þjóðin eigi í raun fiskinn í sjónum en ekki útgerðarmennirnir, eða hvað? Þau eru svo mikið Fúl á móti að það vill enginn búa á móti þeim í Hólablokkinni, enda þótt Sjalli skerpi skauta og Framsókn búi til þrumu ost og grauta.
Og sonur þeirra, óknyttadrengurinn og Framsóknarguttinn Ólafur, er nú ekki beint vinsæll hjá hinum krökkunum í götunni. Steini sagði til dæmis um daginn si svona: "Ef virkja á Kötu, Sollu, Önnu og Siggu á annað borð, væri skársti kosturinn að virkja neðri hluta Kötu." Framsóknarguttinn snýr út úr þessu á alla enda og kanta, grettir sig og bara hlær, búinn að rífa brækurnar og orðinn nær að einni klessu undir bíl í gær. Og stanslaust er hann flengdur, ræfillinn.
Samfó, Vinstri grænir og Frjálsblindir verða í næstu ríkisstjórn með Adda Kitta Gau sem sjávarútvegsráðherra. Sífellt í burðarliðnum Hægri grænir fæðast andvana í þessari viku og Framsókn fær örfáa þingmenn í boði hundraðshöfðingjans á Suðurlandi, sem hefur þar 20% fylgi út á nítján milljarða sauðfjárstyrk sinn. Hægri grænir hafa ekki slíkt fjárfylgi, enda ekki tekist enn sem komið er að eyða skattfé okkar í idiótí.
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:07
Heldur vildi ég sjá konu sem forsætisráðherra en karl. Hins vegar er Steingrímur ærið kvenlegur og dugar vel til allra verka, bæði innan stokks og utan.
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:13
Homme intelligent + femme intelligente = romance (Steini + Solla)
Homme intelligent + femme bête = bon coup (Steini + Magga)
Homme bête + femme intelligente = mariage (Addi + Solla)
Homme bête + femme bête = grossesse (Geiri + Magga)
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:42
Kæra Dharma Þetta með hagfræðina! Smá söguleg staðreynd. Nokkur atriði verðbólga hefur aldrei verið meiri en í stjórna íhaldsmanna. Grunnurinn af núverandi velmegun var slegin um 1990 með þjóðarsátt og var festi í sessi þegar ÓRG neitaði kennurum um launahækkun, fyrir vikið uppskar hann Grís nafnið. Það þurfti nefnilega félagshyggjumann til að labba uppá ríkisfjósið eftir íhaldssauði. Það er nefnilega svo að íhaldsmennirniri eru góðir með eigið fé, en almanna fé er þeim skítsama um. Viðhorf Péturs Blöndal er gott dæmi um að þetta fé sé án hirðis, (því megi skoffínin vaða í það).
Þetta með valdfíkninna, EES samningurinn hefði eflaust ekki komist í gegn hefði JBH ekki boðið DO forsætisráðuneytið í skiptum fyrir að samþykkja samninginn. Þá fór ekki mikið fyrir brennandi Brussel hatrinu. En tóninn sló Framsókn með X-B ekki ESB, sem eflaust e-h sem hefur hugnast íhaldinu vel.
Maggi Bjarna (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.