1.3.2007 | 17:47
Skattfrjáls framfærsla - norrænn einstaklingsafsláttur
Ég er búinn að lesa yfir pakkann með drögum að ályktunum sem lagður verður fyrir flokksþing framsóknarmanna í fyrramálið og er býsna ánægður með margt. Til dæmis um skatta einstaklinga, þar er lagt til að tekjur til lágmarksframfærslu séu ekki skattlagðar og tekinn upp einstaklingsbundinn persónuafsláttur að norrænni fyrirmynd. Hugmyndir um leiðir í skattamálum eru þessar:
Einfalda skattkerfið og auka eftirlit með undanskotum. Skilgreina lágmarksframfærslu miðað við aðstöðu hvers einstaklings og miða frítekjumark við að ekki sé greiddur skattur af þeirri fjárhæð. Kannaðir verði kostir þess að taka upp einstaklingsmiðaðan persónuafslátt og fella inn í hann bætur vegna húsnæðis, barna, örorku og annarra aðstæðna. Jafnframt verði kannaðir kostir þess að færa tekjujöfnun skattkerfisins meira inn í tekjuskattkerfið. Draga úr jaðarsköttum. Afnema skal stimpilgjöld.
Fyrstu skref verði að afnema stimpilgjöld nú þegar og vinna vandaðan framfærslugrunn sem notaður verði til grundvallar þegar frítekjumark verður ákveðið. Ég bendi mönnum og konum á að lesa nú og bera saman vinnubrögðin við ályktanagerð hjá okkur frömmurum annars vegar og VG hins vegar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skal biðja fyrir ykkur, Pétur minn. Gott mál að afnema stimpilgjöldin.
Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.