28.2.2007 | 11:11
Takk fyrir komuna
Morgunblaðið hefur sagt upp tveimur af sínum elstu blaðamönnum, öðrum tæplega sextugum, hinum hálfsjötugum. Þetta spurðist út á ritstjórninni í morgun.
Líklega hafa þeir samtals unnið hjá blaðinu í 60-70 ár og áttu fáein ár í eftirlaun. Flestir blaðamenn Moggans hafa áratugareynslu og hafa sýnt blaðinu japanskt trygglyndi í fullvissu þess að það sé svo voðalega gott að hafa trausta vinnu hjá stóru fyrirtæki út starfsævina. Svo hætti maður um sjötugt, fái gullúr og fari að spila golf. Þeir sem hætta og fara að vinna við aðra miðla eru jafnvel álitnir hálfgerðir svikarar, það eru nokkrar vikur síðan maður sem er nýhættur sjálfviljugur eftir tæp 20 ár fékk svoleiðis kveðjur frá gömlum samstarfsmanni. En á "peppfundi" á ritstjórninni nýlega lýsti ritstjórinn því yfir að blaðamenn skyldu vera á tánum, það væri verið að fylgjast með þeim. Peppið fólst í því að halda mönnum hræddum. Og í morgun spurðust þessar uppsagnir út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, nú er hún Styrmisbúð stekkur en grænn er hann nú og kominn út í Móa. Gísli gamli á Uppsölum sagðist vera umhverfisverndarsinni og hægri grænn. Ég held að hann hafi verið að ljúga því. Eða þá að Ómar hefur eitthvað verið að fikta við textavélina. Það er fallegt að Mogginn og einhverjir Sjallar hafi fengið náttúruna á gamals aldri með tilkomu Viagra en við skulum vona að þeir hafi ekki tekið of mikið af því. Nógu fyrirferðarmiklir eru þeir nú samt. Og það er náttúrlega ekki fallegt að reka þá sem ekki vilja taka inn Viagra þegar aldurinn færist yfir. Ekki er nú Mogginn merkilegur pappír að stunda slíkan Stalínisma.
Steini Briem (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:20
Ég var í þriggja mánaða launuðu sumarfríi þegar ég ákvað að hætta í blaðamennsku á Mogganum en var í nokkra mánuði að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að orða uppsagnarbréfið. Að lokum mundi ég eftir bréfi sem strákur í sveit sendi kærustunni sinni í Reykjavík og það hljóðaði svona: "Þetta er uppsagnarbréf." Og ég ákvað að senda Mogganum nákvæmlega eins orðað bréf.
Steini Briem (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:43
Sæll. Hvaða peppfund ertu að tala um? eru nefnilega nokkrir sem þetta gæti átt við ....
Jón (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.