20.2.2007 | 12:41
Skotskífa sett á Einar Odd
Athyglisverð niðurstaða að Kristinn H. Gunnarsson ætli sér að setjast í aftursætið hjá Guðjóni Arnari Kristjánssyni í Norðvesturkjördæmi. Mest hefur verið um það rætt að hann mundi leiða lista á vegum flokksins enda hefði maður talið að frjálslyndir mundu tefla fram manni með þá miklu reynslu sem Kristinn býr yfir sem ráðherraefni. Var annað hvort Reykjavíkurkjördæmið nefnt í því sambandi.
Það verða sem sagt tveir fyrirferðaðrmiklir Vestfirðingar, Guðjón Arnar og Kristinn H. Gunnarsson sem skipa efstu sæti frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi. Báðir njóta nokkurs persónufylgis í sínu kjördæmi, sem á rætur að rekja til gagnrýni þeirra á stefnu stjórnvalda í sjávarútvegi og byggðamálum. Með þessari niðurstöðu mun Kristinn geta einbeitt sér að slíkum málflutningi og forðast að lenda á oddinum í útlendingaumræðu flokksins. Sjálfsagt mun sameiginlegt framboð þeirra félaga hrista upp í hlutunum í pólitíkinni í þessum landshluta á næstunni og skal því spáð hér að þessi niðurstaða auki ekki líkur á því að Einar Oddur Kristjánsson, Vestfirðingurinn í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, nái kjöri.
Kristinn í 2. sæti hjá Frjálslyndum í Norðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað hafa þessir menn gert fyrir Norðvestrið? En spurningin í þessu tilfelli er náttúrlega hvað Norðvestrið geti gert fyrir þá.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.