hux

Skotskífa sett á Einar Odd

Athyglisverð niðurstaða að Kristinn H. Gunnarsson ætli sér að setjast í aftursætið hjá Guðjóni Arnari Kristjánssyni í Norðvesturkjördæmi. Mest hefur verið um það rætt að hann mundi leiða lista á vegum flokksins enda hefði maður talið að frjálslyndir mundu tefla fram manni með þá miklu reynslu sem Kristinn býr yfir sem ráðherraefni. Var annað hvort Reykjavíkurkjördæmið nefnt í því sambandi.

Það verða sem sagt tveir fyrirferðaðrmiklir  Vestfirðingar, Guðjón Arnar og Kristinn H. Gunnarsson sem skipa efstu sæti frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi. Báðir njóta nokkurs persónufylgis í sínu kjördæmi, sem á rætur að rekja til gagnrýni þeirra á stefnu stjórnvalda í sjávarútvegi og byggðamálum. Með þessari niðurstöðu mun Kristinn geta einbeitt sér að slíkum málflutningi og forðast að lenda á oddinum í útlendingaumræðu flokksins. Sjálfsagt mun sameiginlegt framboð þeirra félaga hrista upp í hlutunum í pólitíkinni í þessum landshluta á næstunni og skal því spáð hér að þessi niðurstaða auki ekki líkur á því að Einar Oddur Kristjánsson, Vestfirðingurinn í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, nái kjöri.


mbl.is Kristinn í 2. sæti hjá Frjálslyndum í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hafa þessir menn gert fyrir Norðvestrið? En spurningin í þessu tilfelli er náttúrlega hvað Norðvestrið geti gert fyrir þá.

Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband