9.2.2007 | 11:17
Að vera eða vera ekki flokkaflakkari
"Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að flokkaflakkari sé ekki heiðursnafnbót," sagði Kristinn H. Gunnarsson í pistli þar sem hann kvartaði undan því að hafa í fréttaskýringu Siigurðar Þórs Salvarssonar í Fréttablaðinu 19. maí 2005 verið borinn saman við Gunnar Örlygsson og kallaður flokkaflakkari.
Eftir að Gunnar Örlygsson, hljópst fyrir borð frjálslyndra og gerðist messagutti hjá Sjálfstæðisflokknum, skrifaði Sigurður Þór Salvarsson fréttaskýringu í Fréttablaðið og talaði þar um flokkaflakkara og taldi Kristin til þeirra enda hefði hann yfirgefið Alþýðubandalagið og gengið í Framsóknarflokkinn. Okkar maður vildi ekki kannast við þá nafnbót og gerði athugasemd, sá heimasíðu sinni, sem er svohljóðandi:
Óvönduð fréttaskýring 19. maí 2005
Í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag skrifar Sigurður Þór Salvarsson,blaðamaður, fréttaskýringu í tilefni þess að Gunnar Örlygsson flutti sig óvænt á milli flokka, úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Greinin er fremur óvönduð og í henni ýmsar augljósar staðreyndavillur. Greinarhöfundur rekur nokkur dæmi þess að þingmenn hafi skipt um flokk, nefnir mig til sögunnar og segir að ég hafi starfað óslitið innan raða Alþýðubandalagsins þar til ég hafi skyndilega gengið til liðs við Framsóknarflokkinn og gefur mér nafnbótina flokkaflakkari.
Ég geri verulegar athugasemdir við þessa lýsingu blaðamannsins. Mál mitt er ekki sambærilegt vistaskiptum Gunnars Örlygssonar, lýsingin er ekki rétt og orðið flokkaflakk á ekki við í mínu tilviki.
Hafa verður í huga að Alþýðubandalagið ákvað á aukalandsfundi í júlíbyrjun
1998 að taka þátt í sameiginlegu framboði fyrir alþingiskosningarnar 1999 ásamt Alþýðuflokki, Þjóðvaka og Samtökum um kvennalista. Af því leiddi að sjálfsögðu að stefnt var að stofnun nýs stjórnmálaflokks í kjölfarið og að flokkurinn hætti starfsemi og myndi ekki bjóða fram í kosningunum 1999, né síðar. Sérhver þingmaður Alþýðubandalagsins, og reyndar hinna flokkanna, sem vildi halda áfram varð að bjóða sig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl og ganga í annan stjórnmálaflokk í framhaldinu. Það kallar Sigurður Þór Salvarsson flokkaflakk að ganga úr Alþýðubandalagi í Framsóknarflokkinn, en ekki ef gengið er úr sama flokki í Samfylkinguna eða Vinstri græna. Þetta kalla ég óvandaða fréttaskýringu svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Ég vildi á sínum tíma að Alþýðubandalagið starfaði áfram og lagðist því gegn samþykkt aukalandsfundarins 1998. Þegar fyrir lá málefnagrundvöllur nýja framboðsins um haustið ákvað ég að taka ekki frekar þátt í því og sagði mig úr Alþýðubandalaginu í október. Var utanflokka þar til ég gekk í Framsóknarflokkinn tveimur mánuðum síðar.
Hvort tveggja er því rangt sem segir í fréttaskýringunni, að ég hafi starfað
óslitið í Alþýðubandalaginu þar til ég gekk í Framsóknarflokkinn og að úrsögn mín hafi komið skyndilega. Rétt er að rifja upp að þrír þingmenn höfðu sagt sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins áður en ég tók mína ákvörðun. Aðstæður voru þannig í mínu tilviki að flokkurinn hafði ákveðið að bjóða ekki fram, ég var andvígur þeirri ákvörðun, var ekki sáttur við málefnagrundvöll nýs framboðs, og það voru aðeins 7 mánuðir til kosninga þegar ég gekk úr gamla flokknum.
Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að bera þær saman við mál Gunnars Örlygssonar nú og afþakka með öllu nafnbótina sem Sigurður Þór Salvarsson vill endilega hengja á mig. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að flokkaflakkari sé ekki heiðursnafnbót.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.