8.2.2007 | 16:40
Takk fyrir komuna
En yfirlýsing Kristins er merkileg, t.d. þetta:
Frjálslyndi flokkurinn er að mörgu leyti með svipaðar áherslur og er að finna í stefnuskrá Framsóknarflokksins og hefur markað sér stað sem frjálslyndur og umbótasinnaður flokkur milli þeirra flokka sem eru til hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum.
Afsakið meðan ég dæli hér inn brosköllum eins og unglingsstúlka en auðvitað þarf Kristinn að reyna að selja sjálfum sér og öðrum að þetta snúist um eitthvað annað en hans eigin atvinnumál næstu fjögur árin. Þessi yfirlýsing sýnir fyrst og fremst prinsipleysi Kristins, sem kemur gömlum samstarfsmönnum hans ekki óvart, en auðvitað hefur hann markaðssett sig sem prinsipmanninn mikla í íslenskri pólitík. Samt er mér að sumu leyti eftirsjá að Kristni úr flokknum, hann er skarpgreindur maður, kann á mörgu skil, flestum slyngari og það er gaman að ræða við hann um pólitík á góðri stund. Líklega var ég sammála honum um málefni oftar en ekki en aðferðir hans við að vinna málefnum framgang eru ekki til útflutnings, að mínu mati, og hafa ekki skilað árangri. Vegni honum vel en megi frjálslyndir uppskera eins og þeir hafa til sáð. Mótsagnir, mótsagnir, já þannig er það.
Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona einn í viðbót
Eygló Þóra Harðardóttir, 8.2.2007 kl. 16:47
Ég býð Kristinn velkomin í hópinn. Kristinn hefur alltaf verið fylginn sér og menn vita fyrir hvað hann stendur. Það er löngu orðið ljóst að hann á ekki samleið með Framsóknarflokknum. Ef til vill á hann meira sameiginlegt með Frjálslyndum. Allavega hef ég trú á því að hann muni vilja vinna með flokknum í því að brjóta upp þetta arfavitlaust kvótakerfi sem við búum við í dag. En við skulum spyrja að leikslokum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2007 kl. 19:25
Má ég líka. Hvenær kemur Eygló?
p/s Pétur, þú mátt koma líka.
Georg Eiður Arnarson, 9.2.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.