hux

Nýtt dagblað

Viðskiptablaðið orðið dagblað. Ég var spenntur að sjá það af því að með Guðmundi Magnússyni og Bergdísi Sigurðardóttur hafði ég átt þátt í hugmyndavinnu í aðdraganda breytingarinnar. Við þrjú höfum hins vegar ekki verið nærri síðasta mánuðinn þegar farið var að hrinda hugmyndum í framkvæmd og þess vegna könnumst við við sumt en annað síður og enn annað hreint ekki eins og gengur. Það er mikið ævintýri að búa til nýtt blað og það mun sjálfsagt mótast á næstu vikum. Það að Bergdís var ekki á staðnum til að fylgja eftir ýmsu í umbrotinu sést á blaðinu í dag og það er skrýtið "statement" að velja sem burð á forsíðu nýs blaðs frétt sem er skreytt með 1d mynd af forsíðu annars blaðs, þótt vissulega sé það áhugavert skúbb að Gunnar Smári sé nú í Ameríku að leita að nýjum markaði fyrir fríblöð.

En... gaman að þessu, þarna er fín ritstjórn, þótt fámenn sé, margir mjög góðir blaðamenn sem ég þekki vel. Ég er viss um að þetta verður góð viðbót í flóruna og er búinn að panta áskrift. Vona að með tímanum feti blaðið sig lengra inn í þjóðmálafréttirnar og -umræðu. Viðskiptablaðið fæst í lausasölu í Pennanum og einhverjum Essó-stöðvum og sjálfsagt víðar. Og í Exista mönnum á þessi útgáfa sér sterka bakhjarla þannig að þetta er komið til að vera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband