31.1.2007 | 21:45
Eimskip á nú Pósthúsið - sameinast dreifing Mbl og Fbl?
Eimskipafélagið hefur tekið yfir starfsemi Pósthússins, sem m.a. annast dreifingu Fréttablaðsins og annars efnis sem flæðir inn á heimili landsmanna. Einar Þorsteinsson, sem sóttur var til fyrirtækisins frá Íslandspósti árið 2004, lét af störfum fyrir nokkru.
Pósthúsið hefur verið rekið með miklu tapi tvö undanfarin ár. 365 hefur átt tæpan helming í félaginu en meðal annarra eigenda var lengi FL Group. Nú er það breytt og Eimskip er komið með þessa starfsemi undir sinn hatt. Hverjir eiga aftur Eimskip? Jú það eru meðal annars sömu aðilar og eiga nú með beinum og óbeinum hætti 66% hlutafjár í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, þ.e.a.s. Björgólfur Guðmundsson og tengdir aðilar.
Sú staðreynd gefur tilefni til þess að spurt sé hvort framundan sé sameining á dreifikerfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins? Vilji eigenda Fréttablaðsins hefur lengi staðið til þess að ná samningum við Morgunblaðið um sameiginlega dreifingu enda er almennt ekki talið mikið vit í því að blöðin tvö séu að láta blaðbera sína elta hverja aðra hér um götur að næturlagi. Augljós hagkvæmnisrök mæli með sameiningu dreifingar og þannig geti blöðin betur einbeitt sér að því að keppa í blaðamennsku. Fréttablaðsmenn hafa árum saman reynt að ná saman um nýtt fyrirkomulag við Morgunblaðsmenn en ávallt talað fyrir daufum eyrum. Nú gæti nýtt hljóð verið komið í strokkinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma dagblaðaprentuninni - það hafa líka verið viðræður um sameiningu prentsmiðjanna.
Svansson, 1.2.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.