28.1.2007 | 21:13
Stjörnuleikur Björgvins
Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og ráðherraefni, hefur undanfarnar vikur átt hvern stjörnuleikinn á fætur öðrum í pólitíkinni. Meðan Össur Skarphéðinsson stýrir þingflokknum inn í málþóf á þingi og felur Merði Árnasyni forystu um það, meðan vaxandi örvænting vegna lítils fylgis í skoðanakönnunum er sýnileg í öllum yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar á opinberum vettvangi andar Björgvin með nefinu og heldur uppi trúverðugum málflutningi sem vekur athygli út fyrir raðir flokksins. M.a. vakti á dögunum athygli þegar Björgvin brást markvisst við gegn umræðunni um ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og talaði um mögulega sameiningu framsóknarmanna og krata í Samfylkingunni.
Í dag birtist á Vefritinu viðtal við Björgvin í tilefni af afmælishátíð Grósku og er þar komið víða við, m.a. heldur Björgvin áfram að kveða þetta stef. Hann segir:
Við eigum aldrei að hætta að samfylkja fólki vinstra megin við miðju, eða frá miðju til vinstri. Það er ekki fullreynt með það og langt í frá. Ég tel að stór hluti VG og þorri kjósenda Framsóknar séu frjálslyndir jafnaðarmenn í grunninn. Þeir eiga heima hjá okkur í stórri hreyfingu jafnaðarmanna. Hreyfingu á borð við breska Verkamannaflokkinn. Sundrungin tryggir hægri mönnum og Sjálfstæðisflokki endalaus völd. [...]Glæstustu sigrar okkar jafnaðarmanna eru tengdir sameiningu á borð við þessa; Reykjavíkurlistinn og Röskva. Ég ætla áfram að vinna að því. Verkefninu er ekki lokið.
Ég tel ljóst að ef niðurstöður kosninganna í vor gefa tilefni til samræðna Samfylkingar og Framsóknarflokks um ríkisstjórnarmyndun muni Björgvin G. Sigurðsson leika þar lykilhlutverk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.