25.1.2007 | 19:40
Samfylkingin bíður með uppstillingu vegna Margrétar
Margrét Sverrisdóttir var að staðfesta í Sjónvarpsfréttum að fólk úr öðrum flokkum hefði komið að máli við hana og boðið henni sæti á framboðslistum.
Samfylkingin í Reykjavík er enn ekki búin að kynna sína framboðslista þótt prófkjör hafi þar verið haldið snemma í nóvember. Ein helsta ástæða þess er sú að menn vilji bíða og sjá hvernig mál þróast í Frjálslynda flokknum.
Fari svo að Margrét og hennar fólk verði undir gefist gott færi á að bjóða henni sæti á lista í Reykjavík og er þá talað um 5. sætið í öðru hvoru kjördæminu. Margrét hefur átt gott samstarf við ýmsa úr Samfylkingunni, þar á meðal formanninn, Ingibjörgu Sólrúnu.
Nú er líka komið í ljós að allar helstu konur innan Frjálslynda flokksins eru á bandi Margrétar, þar á meðal Sigurlín Margrét, sem karlarnir í flokknum ætla að láta víkja úr leiðtogasæti í Kraganum til að skapa pláss fyrir Valdimar Leó Friðriksson. Það væri mikið kúpp fyrir Samfylkinguna að landa Margréti, Sigurlín, Guðrúnu Ásmundsdóttur og helstu konum Frjálslynda flokksins í sínar raðir fyrir kosningabaráttuna í vor. Sú gæti orðið niðurstaðan ef Margrét tapar fyrir Magnúsi Þór um helgina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Pétur!
Hvar er nú blessað barnið sem bendir okkur á að keistarinn sé klæðalaus? Þetta þykir mér afskaplega athyglisverð umræða svo ekki sé meira sagt. Og lýsandi fyrir ekki bara það í hvaða öngstræti pólitíkin er komin heldur og öll umræða um hana. Umræða í öngstræti því engum dettur í hug að velta því upp hvort þetta getur talist eðlilegt: Að ef einhverjum vegnar ekki vel í prófkjöri þá sé bara hið eðlilegasta mál að fólk skipti um flokk. Eins og fótboltakallar fótboltalið. Valdimar vegnar illa í prófkjöri og þá er bara sjálfsagt mál að skipta um flokk! Honum tekið fagnandi. Og mönnum virðist finnast það hið eðlilegasta mál að ef Margréti vegni illa í prófkjöri þá bara skipti hún um flokk. Þegar svo er komið getur varla skipt nokkru einasta máli hvað menn hafa fram að færa eða hvaða skoðanir þeir standa fyrir. Eða hvað?
Af hverju eru menn í stjórnmálum? Jahh, hlýtur það ekki að vera vegna þess að menn telja sig fylgjandi ákveðnum sjónarmiðum og jafnvel hugsjónum. Ganga þá til liðs við þann stjórnmálaflokk sem skyldastir eru þessum hugsjónum til að fylgja skoðunum sínum eftir. En þessi blygðunarlausa umræða sýnir fram á að þetta gengur að mestu út á sérhagsmuni. Eiginhagsmuni stjórnmálamannanna og þeirra sem standa þeim næst. Og fólki virðist finnast það hið eðlilegasta mál. Í það minnsta er talað þannig.
En þér eruð kannski eruð á heimavelli í slíku andrúmi - í orðræðu á þeim forsendum sem hér eru raktar - Framsóknarmenn? Nei, ég segi svona.
Með bestu kveðju,
Jakob Bjarnar
Jakob (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 20:06
Stórmerkilegar upplýsingar fyrir okkur í Frjálslynda flokknum að það sé búið að ákveða að Sigurlín eigi að víkja fyrir Valdimar Leó. Lumið þið kannski á fleiri upplýsingum handa okkur?
Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 23:05
Já, greinilega verið að áhættugreina þetta fram og til baka hjá Margréti.
TómasHa, 25.1.2007 kl. 23:22
Það er reyndar vandséð hvað Samfylkingin getur boðið Margréti og öðrum mögulegum flóttamönnum úr Frjálslynda flokknum. Tæpast verða gerðar breytingar á 8 efstu sætum úr prófkjörinu í Reykjavík, og sæti 9 og 10 komu í hlut hæfileikakvennanna Valgerðar Bjarnadóttur og Kristrúnar Heimisdóttur.
Báðar eru þær handgengnar formanni Samfylkingarinnar og hæfilega metnaðargjarnar. Hví ættu þær að víkja? Og það er nú ekki einsog þetta séu einu sinni líkleg þingsæti...
Hrafn Jökulsson, 26.1.2007 kl. 00:52
Er þetta ekki bara út í loftið?
Margrét færi þá líka úr öskunni í eldinn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2007 kl. 01:26
Það er málefnaágreiningur á milli Margrétar og núverandi forystu Frjálslynda flokksins. Hún vill minni áherslu á innflytjendamál og útlendingaandúð en bæði núverandi formaður og varaformaður. Því er kosningin um varaformannsembætti flokksins ekki bara kosning á milli einstaklinga, heldur ekki síður kosning um það hvaða stefnu flokkurinn ætlar að taka.
Valdimar Leó var hins vegar ekki málefnalega ósammála Samfylkingunni, heldur var hann einfaldlega óánægður með sína stöðu. Því eru þessi mál ekki sambærileg og mun eðlilegra að Margrét skipti um flokk, ef af verður, vegna málefnaágreinings.
Svala Jónsdóttir, 26.1.2007 kl. 09:40
Það er einfaldlega rangt að Sigurlín Margrét sé í leiðtogasæti í kraganum.Hún hefur aldrei verið kosin eða stillt upp sem slík.Hún var í 2.sæti fyrir síðustu kosningar á eftir Gunnari Örlygssyni sem eins og kunnugt er gekk svo í raðir Sjálfstæðismanna.Leiðtogasætið í kraganum er því autt og hver sem er getur sóst eftir því.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.