16.1.2007 | 21:08
Mörður og veislan árið 1989
Fyrir mörgum árum síðan, líklega var það 1989, hélt Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra samkvæmi í ráðherrabústaðnum til heiðurs Lúðvík Jósepssyni, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í tilefni af því að þá var verið að minnast einhvers áfanga í landhelgismálum Íslendinga. Þá voru liðin afskaplega mörg ár síðan Lúðvík hætti í ríkisstjórn eftir langan og merkilegan feril.
Það sem gerir þessa veislu svo eftirminnilega er að þetta varð að fjölmiðlamáli í framhaldinu og veisluhaldið sætti gagnrýni. Það var talað um, líkt og nú, að verið væri að nota ráðherrabústaðinn undir óþarfa veisluhöld í þágu flokksbræðra.
Ólafur Ragnar, sem ekki sat á þingi þegar þetta var, og hans menn vörðu veisluna af krafti, þar gekk harðast fram af málsnilld og rökfimi upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, Mörður Árnason, sem þá eins og nú var ungur og efnilegur stjórnmálamaður og kom líklega til starfa í ráðuneytinu skömmu eftir að veislan var haldin.
Verst að hafa ekki í höndum blaðaúrklippurnar þar sem Mörður talaði um nauðsyn þess að halda þessa veislu fyrir hann Lúðvík. Kannski leggst eitthvað til í því efni, þetta er ekki stórmál en fyrst ég er farinn að nefna þetta er vel þess virði að reyna að klára málið, svona sögunnar vegna. Kannski Mörður sjálfur vilji bara rifja þetta upp.
Spyr um veisluhöld í Ráðherrabústaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það til í dæminu að Merði hafi yfirsést?
Þegar ég ek framhjá SS-húsinu á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar minnist ég alltaf þeirra reddingar Ólafs Ragnar er hann lét ríkið kaupa þetta dæmalausa hús af Sláturfélaginu.
Alltaf er dagurinn ónýtur. Ekki vegna hússins, heldur Ólafs Ragnars því þá rifjast líka upp fyrir mér kaup hans á hugbúnaði bókaforlagsins Svart og Hvítt sem ríkið hefur ekki heldur haft gagn að.
Sem aftur rifjar upp fyrir mér að Ólafur Ragnar situr á Bessastöðum og segir bara: "sjáum til Dorrit mín".
Ég sem alltaf er að reyna að gleyma að Ólafur Ragnar er forseti.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.1.2007 kl. 21:18
Mátulegt á þig Mörður, ertu bara kannski lyga-Mörður?
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 21:33
Rétt er að Mörður söðli nú um og taki þátt í sérframboði Jóns Baldvins 2007 í Reykjavík. Þeir eru góðir saman.
Bollaspá (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 08:21
Ráðherrabústaðurinn er til afnota fyrir ráðherra, eins og nafnið bendir til. Einungis ráðherrar geta pantað bústaðinn til þeirra þarfa sem þeir telja réttlætanlegar. Ólafur Ragnar var ráðherra þegar hann hélt Lúðvík veisluna.
Þingflokkur framsóknarflokksins er hins vegar ekki ráðherra og hefur ekki leyfi til afnota af Ráðherrabústaðnum. Samsæti þingflokksins til að gleðja Halldór Ásgrímsson er mál þingflokksins, og hann á að gera það í sal úti í bæ, en ekki á kostnað skattgreiðenda.
Hvað er svona óljóst í þessu?
Kjartan Valgarðsson, Moçambique
Kjartan Valgarðsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.