Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.3.2007 | 14:36
Samfylking í borg og sveit
Staðreyndin er sú að það er ekki einn einasti þingflokkur á alþingi sem ekki hefur skiling á því að landbúnaður er undirstöðuatvinnuvegur og engum þingmanni dettur í hug að vega að hagsmunum bænda. Þetta sagði Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi um sauðfjársamninginn rétt í þessu. Samfylkingin vill auka stuðning við sauðfjárbændur og dreifbýli sagði hún ennfremur. Mér skilst á henni að hún telji að samningurinn sé óhagstæður bændum. Samningurinn hefur góð markmið, í hann eru settir miklir fjármunir en hann tryggir ekki afkomu bænda, eitthvað í þá veru sagði hún.
Bíddu, er það þá þannig hjá Samfylkingunni að í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu keppist hún um að kenna framsóknarmönnum um landbúnaðarkerfi, sem Samfylkingin hefur talið óvinsælt, og tali um það sem framsóknarmennsku en að þegar verið er að tala við fólk úti á landi sem á afkomu sína undir þessu kerfi þá keppist Samfylkingin við að þakka sér sjálfri að standa að heilum hug á bak við þetta sama kerfi. Hvað segir t.d. Ágúst Ólafur um þetta, hann hefur ekki svo lítið verið að gagnrýna þennan samning og telja að það sé verið að bruðla með fé.
Eða er það þannig að ný skoðanakönnun sem sýnir að stuðningur við bændur er gríðarlega mikill í þjóðfélaginu hafi leitt til þess að Samfylkingin er að leita að nýrri línu í landbúnaðarmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 22:00
Eign ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til sölu

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 21:45
Ha?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2007 | 14:27
Norðan hvassviðri
Samfylkingarfólki á Akureyri er mikið niðri fyrir í framhaldi af fréttum sem rötuðu héðan á forsíðu Fbl í dag og greina frá samstöðu VG og Sjálfstæðisflokksins í Evrópunefnd Björns Bjarnasonar. Norðlensku Samfylkingarmennirnir tala hreint út og segja:
VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa náð saman um einangrun landsins til framtíðar þó svo ég trúi því að það sé á ólíkum forsendum. Sjálfstæðismenn af því pólitískt ofurvald flokksins á þjóðfélagið mundi rýrna en VG bara af því eru þröngsýnn og óraunsær sócalistaflokkur með torfkofavinkil á Íslenskt samfélag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 10:08
Æpandi þögn
Þögn Morgunblaðsins um deilur ríkisstjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskránni hefur verið æpandi. Blaðið þegir dag eftir dag meðan tekist er á um hvort mál sem það hefur borið fyrir brjósti í aldarfjórðung kemst í heila höfn eða ekki. Ritstjórinn veit hvað um er að vera en hann hefur haldið fréttum fyrir sig en ekki deilt þeim með lesendum sínum, trúnaðurinn við Sjálfstæðisflokkinn vegur þyngra á metunum.
Samt er þetta málið sem sögur segja að hafi orðið til þess að það varð vík milli flokks og blaðs fyrir meira en 20 árum. En nú er eins og ekkert sé breytt, það verður tekið eftir því með hvaða hætti blaðið talar þegar lyktir málsins liggja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.3.2007 | 22:56
Tveir fyrir einn
Góðfús lesandi hefur bent mér á að þjóðin fær tvo fyrir einn fari svo að Valgerður Sverrisdóttir geri það fyrir þrábeiðni Sjálfstæðisflokksins að skipa Sigríði Önnu Þórðardóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, sendiherra Íslands í Noregi.
Kaupaukinn verður sá að eiginmaður sendiherrans getur þjónað sem sóknarprestur íslenska safnaðarins í Noregi.
6.3.2007 | 21:05
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin II
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 11. febrúar 2007:
Eftir stendur hitt að auðlindagjaldið hefur verið samþykkt í grundvallaratriðum. Nú blasa við tvenns konar verkefni á þessum vígstöðvum. Í fyrsta lagi að knýja fram efndir á gefnum loforðum núverandi stjórnarflokka um að ákvæði verði tekið upp í stjórnarskár um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum. Eins og nú horfir eru stjórnarflokkarnir að svíkja þetta loforð. Hvers vegna? Hvaða öfl eru þar að verki? Eru það þau öfl innan Sjálfstæðisflokksins, sem eru staðráðin í að ná fram einkaeignarrétti á fiskimiðunum? Þennan draugagang verður að stöðva.
6.3.2007 | 16:07
Össur án spuna
Össur hitti naglann á höfuðið í ræðu í þinginu 1. mars þegar hann ræddi auðlindaákvæði í stjórnarskránni. Það var áður en hann fór að spinna þráð sjálfstæðismanna í grein í yfirlýsingum í fjölmiðlum og í grein í Fréttablaðinu í gær.
Þetta var mikil og söguleg yfirlýsing hjá hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formanni Framsóknarflokksins. Hann lýsti því hér yfir að Framsóknarflokkurinn mundi beita öllu sínu afli til að ná því fram á þessu Alþingi að stjórnarskránni yrði breytt þannig að sameignarákvæði um sameiginlega þjóðareign á sjávarauðlindinni yrði tekið upp í stjórnarskrána. Það eru fimm eða sex þingfundadagar þangað til þingið er úti Við vitum auðvitað sem höfum komið að þessum málum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið einn gegn því að stjórnarskránni yrði breytt með þessum hætti. [...] Enginn veit þá hvað verður um það sem eftir er af þessari ríkisstjórn því að það er auðvitað alveg ljóst að hér var hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra að gefa tímamótayfirlýsingu sem varðar samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins það sem eftir lifir þessa kjörtímabils. Nú munum við sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn lætur beygja sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 09:59
VG og Sjálfstæðisflokkur samstíga í Evrópunefnd
Evrópunefnd sem starfað hefur undir forystu Björns Bjarnasonar nánast allt þetta kjörtímabil, er í þann veginn að ljúka störfum og ganga frá skýrslu sinni. Það sætir tíðindum að fulltrúar VG og Sjálstæðisflokksins eru samstíga og virðast ætla að taka sameiginlega afstöðu með bókun.
Þetta hljóta að vera slæmar fréttir fyrir Össur Skarphéðinsson og aðra þá Samfylkingarmenn sem töldu að þeir væru búnir að tryggja ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Er VG búið að ná hlutverki sætustu stelpunnar á ballinu í augum Sjálfstæðisflokksins?
6.3.2007 | 09:27
Hvar var Ágúst?
Ingibjörg Sólrún var óheppin þegar hún ákvað að taka sér nokkurra daga frí á Kanaríeyjum til þess að hlaða batteríin fyrir kosningabaráttuna. Hún var ekki fyrr farin af landi en allt fór í háaloft í pólitíkinni og kastaðist í kekki á stjórnarheimilinu. Stjórnarandstaðan hélt sameiginlegan blaðamannafund í gær en Ingibjörg Sólrún var ekki á landinu. Aðrir flokkar hefðu teflt fram varaformanni í stað formanns en þannig var það ekki í Samfylkingunni.
Það datt engum í hug að ná í varaformanninn Ágúst Ólaf og stilla honum upp fyrir miðju á fundinum með Steingrím J. og Guðjón Arnar hvorn til sinnar handar. Það hefði bara verið fyndið. Þess vegna þurfti Össur að stíga út úr skugganum og sýna sig í hlutverkinu sem hann gegnir bak við tjöldin, - raunverulegur leiðtogi Samfylkingarinnar á Alþingi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 538258
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar